Hver er þinn áttaviti? Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Í gömlum viðskipta- og hagfræðibókum er heimurinn einfaldur. Fyrirtæki eru rekin til að skila hagnaði og þurfa til þess að fjárfesta vel, halda aftur af kostnaði og framleiða góða vöru. Þessi mikla einföldun er stundum gagnleg og á við sem slík. Við erum þó sífellt að læra betur hversu mikil einföldun þetta er. Það er oft talað um að við lifum á miklum óvissutímum og sjaldan jafn oft og í dag. Við horfum á tollastríð úti í heimi, breytingar á markaðsaðstæðum, ófyrirsjáanlegar pólitískar ákvarðanir og fordæmalausar áskoranir í loftslagsmálum. Í þessari síbylju og stormi getur verið erfitt að fóta sig og gera áætlanir sem geta orðið úreltar um leið og blekið þornar. Þurfum við ekki einfaldlega að standa storminn af okkur? Stundum þurfum við að gera það. Staðreyndin er þó sú að óvissa er viðvarandi ástand. Það er þekkt óvissa, eins og hvernig kjarasamningar munu fara, og svo óþekkt óvissa um framtíðaráskoranir, sem eru handan við hornið og enginn getur spáð fyrir um. Ofan á þetta eykst álagið á toppstykkið með sífellt meiri kröfum nútímasamfélagsins sem kallar á athygli, einbeitingu og frjóa hugsun í hvívetna sem er sífellt trufluð af áreiti snjalltækja. Mannskepnan þróaðist ekki til að lifa í þessu umhverfi svo við þurfum að finna leiðir til að komast af í nútímasamfélagi. Er nema von að kulnun hafi verið orð ársins 2018? Samhliða þessari þróun stöndum við sem samfélag frammi fyrir gríðarstórum áskorunum sem hafa varanleg og gríðarleg áhrif um alla framtíð. Auðvelda leiðin er að slá úrlausn þeirra á frest og horfa bara á næsta þingfund, næstu kosningar, næsta ársfjórðungsuppgjör eða næsta aðalfund. Vandinn við auðveldu leiðina er að hún er ekki endilega rétta leiðin og ýtir okkur yfir í það að hamast eins og hamstrar á hjóli sem slökkva elda í hverju horni. Annar aðalfyrirlesari Viðskiptaþings, sem fram fer á morgun, Valerie G. Keller framkvæmdastjóri EY – Beacon Institute, hefur leitast við að finna þau tæki og tól sem við þurfum í þessu umhverfi. Til þess hefur hún helgað sig því starfi að aðstoða stofnanir og fyrirtæki við að finna hinn sanna tilgang með langtímahugsun að leiðarljósi. Sá tilgangur er ævinlega eitthvað æðra en einfaldur hagnaður samkvæmt gömlu og góðu skólabókunum. Hinn aðalfyrirlesarinn, Paul Polman, sem er nýstiginn til hliðar sem forstjóri neysluvörurisans Unilever eftir 10 ára starf, hefur unnið eftir svipaðri nálgun og Valerie boðar. Á ferli sínum setti Paul langtímahugsun, umhverfismál og samfélagsábyrgð í öndvegi svo tekið hefur verið eftir. Þessi breytta nálgun var þó ekki auðveld og mætti það nokkurri andstöðu þegar Unilever hætti að birta ársfjórðungsuppgjör til að einblína á langtímahugsun. Sú andstaða hefur þó að líkindum horfið með tímanum því markaðsvirði félagsins meira en tvöfaldaðist í hans valdatíð. Ef forstjóri stórfyrirtækis sem selur hversdagslegar vörur á við majónes, sturtusápur og pakkasúpur getur komið á þessari nálgun og náð þessum árangri, geta það allir. Saga Unilever sýnir okkur að við þurfum fleiri áttavita til að halda kúrs í heimi óvissu og til að vera í sátt við samfélagið – gera réttu hlutina en ekki endilega þá auðveldu. Venju samkvæmt þarf að sýna ábyrgð í rekstri, skila góðu búi, og gera upplýstar áætlanir, en við sjáum sífellt betur að meira og annað þarf til að feta farsælan veg þegar skyggni er nánast ekkert. Þurfum við sterkari tilgang? Að lifa eftir staðreyndavitund? Á Viðskiptaþingi munum við leitast við að finna hvaða áttavita við þurfum á þeirri leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í gömlum viðskipta- og hagfræðibókum er heimurinn einfaldur. Fyrirtæki eru rekin til að skila hagnaði og þurfa til þess að fjárfesta vel, halda aftur af kostnaði og framleiða góða vöru. Þessi mikla einföldun er stundum gagnleg og á við sem slík. Við erum þó sífellt að læra betur hversu mikil einföldun þetta er. Það er oft talað um að við lifum á miklum óvissutímum og sjaldan jafn oft og í dag. Við horfum á tollastríð úti í heimi, breytingar á markaðsaðstæðum, ófyrirsjáanlegar pólitískar ákvarðanir og fordæmalausar áskoranir í loftslagsmálum. Í þessari síbylju og stormi getur verið erfitt að fóta sig og gera áætlanir sem geta orðið úreltar um leið og blekið þornar. Þurfum við ekki einfaldlega að standa storminn af okkur? Stundum þurfum við að gera það. Staðreyndin er þó sú að óvissa er viðvarandi ástand. Það er þekkt óvissa, eins og hvernig kjarasamningar munu fara, og svo óþekkt óvissa um framtíðaráskoranir, sem eru handan við hornið og enginn getur spáð fyrir um. Ofan á þetta eykst álagið á toppstykkið með sífellt meiri kröfum nútímasamfélagsins sem kallar á athygli, einbeitingu og frjóa hugsun í hvívetna sem er sífellt trufluð af áreiti snjalltækja. Mannskepnan þróaðist ekki til að lifa í þessu umhverfi svo við þurfum að finna leiðir til að komast af í nútímasamfélagi. Er nema von að kulnun hafi verið orð ársins 2018? Samhliða þessari þróun stöndum við sem samfélag frammi fyrir gríðarstórum áskorunum sem hafa varanleg og gríðarleg áhrif um alla framtíð. Auðvelda leiðin er að slá úrlausn þeirra á frest og horfa bara á næsta þingfund, næstu kosningar, næsta ársfjórðungsuppgjör eða næsta aðalfund. Vandinn við auðveldu leiðina er að hún er ekki endilega rétta leiðin og ýtir okkur yfir í það að hamast eins og hamstrar á hjóli sem slökkva elda í hverju horni. Annar aðalfyrirlesari Viðskiptaþings, sem fram fer á morgun, Valerie G. Keller framkvæmdastjóri EY – Beacon Institute, hefur leitast við að finna þau tæki og tól sem við þurfum í þessu umhverfi. Til þess hefur hún helgað sig því starfi að aðstoða stofnanir og fyrirtæki við að finna hinn sanna tilgang með langtímahugsun að leiðarljósi. Sá tilgangur er ævinlega eitthvað æðra en einfaldur hagnaður samkvæmt gömlu og góðu skólabókunum. Hinn aðalfyrirlesarinn, Paul Polman, sem er nýstiginn til hliðar sem forstjóri neysluvörurisans Unilever eftir 10 ára starf, hefur unnið eftir svipaðri nálgun og Valerie boðar. Á ferli sínum setti Paul langtímahugsun, umhverfismál og samfélagsábyrgð í öndvegi svo tekið hefur verið eftir. Þessi breytta nálgun var þó ekki auðveld og mætti það nokkurri andstöðu þegar Unilever hætti að birta ársfjórðungsuppgjör til að einblína á langtímahugsun. Sú andstaða hefur þó að líkindum horfið með tímanum því markaðsvirði félagsins meira en tvöfaldaðist í hans valdatíð. Ef forstjóri stórfyrirtækis sem selur hversdagslegar vörur á við majónes, sturtusápur og pakkasúpur getur komið á þessari nálgun og náð þessum árangri, geta það allir. Saga Unilever sýnir okkur að við þurfum fleiri áttavita til að halda kúrs í heimi óvissu og til að vera í sátt við samfélagið – gera réttu hlutina en ekki endilega þá auðveldu. Venju samkvæmt þarf að sýna ábyrgð í rekstri, skila góðu búi, og gera upplýstar áætlanir, en við sjáum sífellt betur að meira og annað þarf til að feta farsælan veg þegar skyggni er nánast ekkert. Þurfum við sterkari tilgang? Að lifa eftir staðreyndavitund? Á Viðskiptaþingi munum við leitast við að finna hvaða áttavita við þurfum á þeirri leið.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun