Myndavélakerfið nam ekki kyrrstæðan bíl í göngunum Sighvatur Jónsson skrifar 12. febrúar 2019 19:00 Myndavélakerfi í Hvalfjarðargöngum nam ekki kyrrstæðan bíl í göngunum í morgun sem ekið var á. Ökumenn beggja bíla slösuðust. Hjá Vegagerðinni er áformað að þétta net öryggismyndavéla í Hvalfjarðargöngunum en það var Neyðarlínan sem tilkynnti slysið til Vegagerðarinnar. Þegar ríkið tók við rekstri Hvalfjarðarganga síðastliðið haust var ákveðið að vaktmenn yrðu áfram í gjaldskýll við göngin til áramóta. Síðan þá hefur engin verið til eftirlits á svæðinu. Slysið varð í norðanverðum Hvalfjarðargöngum í morgun. Maður stöðvaði bíl sinn, gekk út úr honum og stóð fyrir framan hann. Í vaktstöð Vegagerðarinnar í Reykjavík er fylgst með rúmlega 60 myndavélum sem eru í Hvalfjarðargöngunum. „Klárlega eru dæmi þess að það er betra að hafa meiri nálægð við vettvang þegar slys og atburðir eiga sér stað. Hvort það hefði breytt einhverju í þessu verða rannsóknaraðilar að leiða í ljós,“ segir Einar Pálsson, forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar. Vegfarandi tilkynnti slysið til Neyðarlínunnar klukkan 9.09 í morgun. Tæpum tveimur mínútum síðar kallaði Neyðarlínan út sjúkrabíl og tilkynnti slysið til Vegagerðarinnar.Myndavélakerfið nam bílaröðina sem hafði myndast en vegna skuggasvæða nam það ekki bílinn sem ökumaðurinn stöðvaði ofarlega í göngunum norðanmegin.Nam kerfið ykkar eitthvað ökutæki í morgun sem stöðvaðist?„Það nam ökutæki sem stöðvaðist sem fór síðan af stað aftur, en þetta ökutæki, á þessum tímapunkti var það ekki að nema stöðvunina fyrr en það var búið að safnast upp umferð á bak við það.Er þetta sami bílinn og var keyrt á í morgun? „Við höfum ekki hugmynd um það að svo stöddu,“ segir Einar. Vegfarendur sáu bílnum ekið um Hvalfjarðargöngin nokkrum mínútum fyrir slysið með neyðarljós bílsins kveikt. Einar segir að allt bendi til þess að bílinn hafi verið inn á skuggasvæði milli eftirlitsmyndavéla í Hvalfjarðargöngunum. Slysið ýti á áætlanir um að fjölga þar eftirlitsvélum.Er það ekki hættulegt ef kerfið nemur ekki að bíll stöðvast í göngunum?„Auðvitað má segja það,“ segir Einar. „Klárlega er þetta eitt af þeim öryggiskerfum sem er í göngunum en það er líka klárt að það er eitthvað sem þarf að stoppa í, þau göt sem þar hafa verið frá upphafi.“Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur.Rúm tuttugu ár eru síðan Hvalfjarðargöng voru opnuð og nú segir Vegagerðin að þar þurfi að fjölga eftirlitsmyndavélum. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur, segir þetta koma sér á óvart. „Það var gerð úttekt á göngunum árið 2010 og í kjölfarið, í kringum 2014, var allt kerfið endurnýjað. Ég vissi ekki betur en það væri búið að taka það alveg stafnanna á milli. Að göngin væru algerlega coveruð og ég veit ekki betur að það hafi virkað sem slíkt síðan þá,“ segir Ólafur. Hann segir enn fremur að miðað við að göngin standist ekki evrópskar reglur um umferðaröryggi. „Þetta er eitt af því sem þarf að vera í lagi í göngum af þessu tagi og þegar umferðin er orðin svona mikil er þetta líka spurning um viðbrögð. Það séu viðbragðsaðilar til að bregðast við ef eitthvað gerist og það vantar í þessu tilfelli eins og þetta dæmi sannar.“ Þá segir Ólafur að hann meti önnur jarðgöng á Íslandi ekki örugg því á vegi eitt eigi öll göng að vera með vöktun. Hvalfjarðargöng séu hins vegar einu göngin á Íslandi með einhvers konar vöktun. „Ég myndi vilja sjá öll jarðgöng á Íslandi tengd í eina miðstöð eins og er gert erlendis þar sem væri stöðugt eftirlit og ákveðið viðbragðskerfi ef eitthvað kemur upp á í þeim. Það að lenda í því eins og í dag að vera með olíu rennandi í göngunum, slys og göngin full af fólki því þeim var ekki lokað nógu snemma, er óásættanlegt að mínu viti,“ segir Ólafur. Hvalfjarðargöng Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys í Hvalfjarðargöngunum Göngunum hefur verið lokað fyrir umferð en slysið varð nær norðurenda ganganna samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 12. febrúar 2019 09:28 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Myndavélakerfi í Hvalfjarðargöngum nam ekki kyrrstæðan bíl í göngunum í morgun sem ekið var á. Ökumenn beggja bíla slösuðust. Hjá Vegagerðinni er áformað að þétta net öryggismyndavéla í Hvalfjarðargöngunum en það var Neyðarlínan sem tilkynnti slysið til Vegagerðarinnar. Þegar ríkið tók við rekstri Hvalfjarðarganga síðastliðið haust var ákveðið að vaktmenn yrðu áfram í gjaldskýll við göngin til áramóta. Síðan þá hefur engin verið til eftirlits á svæðinu. Slysið varð í norðanverðum Hvalfjarðargöngum í morgun. Maður stöðvaði bíl sinn, gekk út úr honum og stóð fyrir framan hann. Í vaktstöð Vegagerðarinnar í Reykjavík er fylgst með rúmlega 60 myndavélum sem eru í Hvalfjarðargöngunum. „Klárlega eru dæmi þess að það er betra að hafa meiri nálægð við vettvang þegar slys og atburðir eiga sér stað. Hvort það hefði breytt einhverju í þessu verða rannsóknaraðilar að leiða í ljós,“ segir Einar Pálsson, forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar. Vegfarandi tilkynnti slysið til Neyðarlínunnar klukkan 9.09 í morgun. Tæpum tveimur mínútum síðar kallaði Neyðarlínan út sjúkrabíl og tilkynnti slysið til Vegagerðarinnar.Myndavélakerfið nam bílaröðina sem hafði myndast en vegna skuggasvæða nam það ekki bílinn sem ökumaðurinn stöðvaði ofarlega í göngunum norðanmegin.Nam kerfið ykkar eitthvað ökutæki í morgun sem stöðvaðist?„Það nam ökutæki sem stöðvaðist sem fór síðan af stað aftur, en þetta ökutæki, á þessum tímapunkti var það ekki að nema stöðvunina fyrr en það var búið að safnast upp umferð á bak við það.Er þetta sami bílinn og var keyrt á í morgun? „Við höfum ekki hugmynd um það að svo stöddu,“ segir Einar. Vegfarendur sáu bílnum ekið um Hvalfjarðargöngin nokkrum mínútum fyrir slysið með neyðarljós bílsins kveikt. Einar segir að allt bendi til þess að bílinn hafi verið inn á skuggasvæði milli eftirlitsmyndavéla í Hvalfjarðargöngunum. Slysið ýti á áætlanir um að fjölga þar eftirlitsvélum.Er það ekki hættulegt ef kerfið nemur ekki að bíll stöðvast í göngunum?„Auðvitað má segja það,“ segir Einar. „Klárlega er þetta eitt af þeim öryggiskerfum sem er í göngunum en það er líka klárt að það er eitthvað sem þarf að stoppa í, þau göt sem þar hafa verið frá upphafi.“Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur.Rúm tuttugu ár eru síðan Hvalfjarðargöng voru opnuð og nú segir Vegagerðin að þar þurfi að fjölga eftirlitsmyndavélum. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur, segir þetta koma sér á óvart. „Það var gerð úttekt á göngunum árið 2010 og í kjölfarið, í kringum 2014, var allt kerfið endurnýjað. Ég vissi ekki betur en það væri búið að taka það alveg stafnanna á milli. Að göngin væru algerlega coveruð og ég veit ekki betur að það hafi virkað sem slíkt síðan þá,“ segir Ólafur. Hann segir enn fremur að miðað við að göngin standist ekki evrópskar reglur um umferðaröryggi. „Þetta er eitt af því sem þarf að vera í lagi í göngum af þessu tagi og þegar umferðin er orðin svona mikil er þetta líka spurning um viðbrögð. Það séu viðbragðsaðilar til að bregðast við ef eitthvað gerist og það vantar í þessu tilfelli eins og þetta dæmi sannar.“ Þá segir Ólafur að hann meti önnur jarðgöng á Íslandi ekki örugg því á vegi eitt eigi öll göng að vera með vöktun. Hvalfjarðargöng séu hins vegar einu göngin á Íslandi með einhvers konar vöktun. „Ég myndi vilja sjá öll jarðgöng á Íslandi tengd í eina miðstöð eins og er gert erlendis þar sem væri stöðugt eftirlit og ákveðið viðbragðskerfi ef eitthvað kemur upp á í þeim. Það að lenda í því eins og í dag að vera með olíu rennandi í göngunum, slys og göngin full af fólki því þeim var ekki lokað nógu snemma, er óásættanlegt að mínu viti,“ segir Ólafur.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys í Hvalfjarðargöngunum Göngunum hefur verið lokað fyrir umferð en slysið varð nær norðurenda ganganna samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 12. febrúar 2019 09:28 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys í Hvalfjarðargöngunum Göngunum hefur verið lokað fyrir umferð en slysið varð nær norðurenda ganganna samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 12. febrúar 2019 09:28