Kakkalakkar og húsflugur gætu hagnast á gríðarlegri hnignun skordýra Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2019 16:09 Skordýr eins og saurbjöllur veita vistkerfum mikilvæga þjónustu eins og að nýta úrgang. Fjöldi álagsþátta ógnar nú skordýrategundum á jörðinni, þar á meðal búsvæðatap, iðnaðarlandbúnaður, eiturefnanotkun og loftslagsbreytingar. Vísir/Getty Skordýr eins og býflugur, maurar og bjöllur hverfa nú átta sinnum hraðar en spendýr, fuglar og skriðdýr. Samantekt á niðurstöðum vísindarannsókna bendir til þess að um 40% skordýrategunda hnigni nú gríðarlega. Það gæti verið vatn á myllu annarra tegunda eins og kakkalakka og húsflugna. Iðnaðarlandbúnaður, skordýraeitur og loftslagsbreytingar eru sagðar orsakir hnignunar skordýraríkisins á jörðinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta kemur fram í samantekt á 73 vísindarannsóknum sem birtar hafa verið undanfarin þrettán ár og var birt í tímaritinu Biological Conservation. Niðurstaðan er að allt að 40% skordýra gætu orðið útdauð á næstu áratugum. Ein af hverjum þremur skordýrategundum er talin í útrýmingarhættu. Slíkur aldauði hefði gríðarlegar afleiðingar fyrir vistkerfi jarðar. Skordýr eru fæði fugla, leðurblakna og smærri spendýra, fræva 75% nytjaplantna, endurnýja jarðveg og halda ýmsum meindýrum í skefjum. Fleiri dýrategundir hærra í fæðukeðjunni gætu þannig horfið með skordýrunum. Ein aukaverkun dauða skordýrategundanna gæti verið að algeng meindýr sem herja á bústaði manna eins og kakkalakkar og húsflugur sem fjölga sér hratt gætu dafnað í hlýrra loftslagi á meðan náttúrulegir óvinir þeirra sem fjölga sér hægar hverfa á braut. „Það er mjög sennilegt að við endum með plágu fárra meindýra en við missum öll þessi yndislegu sem við viljum eins og bjöllur og randaflugur og fiðrildin og saurbjöllur sem standa sig frábærlega í að farga dýraúrgangi,“ segir Dave Goulson, prófessor við Sussex-háskóla. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00 2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Bandarískar vísindastofnanir kynntu niðurstöður hitamælinga á jörðinni fyrir síðasta ár. Hlýnun frá upphafi iðnbyltingar nemur um einni gráðu að meðaltali. 7. febrúar 2019 07:28 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Skordýr eins og býflugur, maurar og bjöllur hverfa nú átta sinnum hraðar en spendýr, fuglar og skriðdýr. Samantekt á niðurstöðum vísindarannsókna bendir til þess að um 40% skordýrategunda hnigni nú gríðarlega. Það gæti verið vatn á myllu annarra tegunda eins og kakkalakka og húsflugna. Iðnaðarlandbúnaður, skordýraeitur og loftslagsbreytingar eru sagðar orsakir hnignunar skordýraríkisins á jörðinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta kemur fram í samantekt á 73 vísindarannsóknum sem birtar hafa verið undanfarin þrettán ár og var birt í tímaritinu Biological Conservation. Niðurstaðan er að allt að 40% skordýra gætu orðið útdauð á næstu áratugum. Ein af hverjum þremur skordýrategundum er talin í útrýmingarhættu. Slíkur aldauði hefði gríðarlegar afleiðingar fyrir vistkerfi jarðar. Skordýr eru fæði fugla, leðurblakna og smærri spendýra, fræva 75% nytjaplantna, endurnýja jarðveg og halda ýmsum meindýrum í skefjum. Fleiri dýrategundir hærra í fæðukeðjunni gætu þannig horfið með skordýrunum. Ein aukaverkun dauða skordýrategundanna gæti verið að algeng meindýr sem herja á bústaði manna eins og kakkalakkar og húsflugur sem fjölga sér hratt gætu dafnað í hlýrra loftslagi á meðan náttúrulegir óvinir þeirra sem fjölga sér hægar hverfa á braut. „Það er mjög sennilegt að við endum með plágu fárra meindýra en við missum öll þessi yndislegu sem við viljum eins og bjöllur og randaflugur og fiðrildin og saurbjöllur sem standa sig frábærlega í að farga dýraúrgangi,“ segir Dave Goulson, prófessor við Sussex-háskóla.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00 2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Bandarískar vísindastofnanir kynntu niðurstöður hitamælinga á jörðinni fyrir síðasta ár. Hlýnun frá upphafi iðnbyltingar nemur um einni gráðu að meðaltali. 7. febrúar 2019 07:28 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00
2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Bandarískar vísindastofnanir kynntu niðurstöður hitamælinga á jörðinni fyrir síðasta ár. Hlýnun frá upphafi iðnbyltingar nemur um einni gráðu að meðaltali. 7. febrúar 2019 07:28
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent