Yrðu bestu lög í heimi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. febrúar 2019 07:00 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er kynjafræðingur og baráttujaxl í mannréttindabaráttu trans- og intersexfólks á Íslandi. Fréttablaðið/Stefán „Þessi löggjöf yrði veigamesta breyting sem orðið hefur á réttarstöðu trans- og intersexfólks á Íslandi og myndi verða sú fremsta í heimi ef hún yrði að veruleika í sinni víðustu mynd,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur um frumvarpsdrög Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. Markmið frumvarpsins er að festa í lögum rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir og tryggja með því að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Meðal réttinda sem það kveður á um er réttur einstaklinga til að ákveða sjálfir hvernig kyn þeirra er skilgreint í þjóðskrá, réttur frá 15 ára aldri til að breyta þeirri skráningu auk nafnbreytingar við sama tækifæri. Slíkan rétt getur hver einstaklingur þó einungis nýtt einu sinni samkvæmt frumvarpinu, nema sérstaklega standi á. Þá er lagt til að einstaklingum verði einnig tryggður réttur til að hafa hlutlausa kynskráningu. Heimild til skráningar með þessum hætti felur í sér viðurkenningu á því að það falli ekki allir undir tvískiptinguna í kven- og karlkyn og heimildin mun fela í sér að fólk verði ekki lengur þvingað til að undirgangast þessa skiptingu heldur verði gert ráð fyrir þriðja möguleikanum, hlutlausri skráningu kyns; eins og það er orðað í frumvarpsdrögunum. Samkvæmt frumvarpinu verður kynlaus skráning í vegabréfum táknuð með bókstafnum X, eins og tíðkast hefur erlendis. Ugla vekur einnig athygli á bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu um skipun starfshóps sem gera á tillögur um þjónustu við börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni og segir mikilvægt að börnum verði tryggð vernd gegn inngripum í kyneinkenni þeirra. Ugla hefur tekið þátt í undirbúningi að gerð frumvarpsins sem hófst árið 2015 í grasrót Vinstri grænna. Hún segir frumvarpið hafa verið unnið í samstarfi fagfólks og fólks úr grasrótarstarfi hinsegin samfélagsins. Samráð hafi verið við fjölda innlendra stofnana auk sérfræðinga víða um heim. „Þessi útkoma er ekki eitthvað sem okkur datt í hug í fyrradag heldur hefur tekið mörg ár að safna saman þekkingu og reynslu sem skilar okkur þessari niðurstöðu,“ segir Ugla og bindur vonir við að ekki verði hróf lað við þeim réttindum sem því er ætlað að tryggja þegar frumvarpið fer til meðferðar á Alþingi. „Við væntum þess að þingið skilji mikilvægi þess að við, trans og intersex fólk, fáum að stjórna ferðinni og hlustað sé á okkar þarfir, verði gerðar breytingar á frumvarpinu,“ segir Ugla. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
„Þessi löggjöf yrði veigamesta breyting sem orðið hefur á réttarstöðu trans- og intersexfólks á Íslandi og myndi verða sú fremsta í heimi ef hún yrði að veruleika í sinni víðustu mynd,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur um frumvarpsdrög Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. Markmið frumvarpsins er að festa í lögum rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir og tryggja með því að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Meðal réttinda sem það kveður á um er réttur einstaklinga til að ákveða sjálfir hvernig kyn þeirra er skilgreint í þjóðskrá, réttur frá 15 ára aldri til að breyta þeirri skráningu auk nafnbreytingar við sama tækifæri. Slíkan rétt getur hver einstaklingur þó einungis nýtt einu sinni samkvæmt frumvarpinu, nema sérstaklega standi á. Þá er lagt til að einstaklingum verði einnig tryggður réttur til að hafa hlutlausa kynskráningu. Heimild til skráningar með þessum hætti felur í sér viðurkenningu á því að það falli ekki allir undir tvískiptinguna í kven- og karlkyn og heimildin mun fela í sér að fólk verði ekki lengur þvingað til að undirgangast þessa skiptingu heldur verði gert ráð fyrir þriðja möguleikanum, hlutlausri skráningu kyns; eins og það er orðað í frumvarpsdrögunum. Samkvæmt frumvarpinu verður kynlaus skráning í vegabréfum táknuð með bókstafnum X, eins og tíðkast hefur erlendis. Ugla vekur einnig athygli á bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu um skipun starfshóps sem gera á tillögur um þjónustu við börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni og segir mikilvægt að börnum verði tryggð vernd gegn inngripum í kyneinkenni þeirra. Ugla hefur tekið þátt í undirbúningi að gerð frumvarpsins sem hófst árið 2015 í grasrót Vinstri grænna. Hún segir frumvarpið hafa verið unnið í samstarfi fagfólks og fólks úr grasrótarstarfi hinsegin samfélagsins. Samráð hafi verið við fjölda innlendra stofnana auk sérfræðinga víða um heim. „Þessi útkoma er ekki eitthvað sem okkur datt í hug í fyrradag heldur hefur tekið mörg ár að safna saman þekkingu og reynslu sem skilar okkur þessari niðurstöðu,“ segir Ugla og bindur vonir við að ekki verði hróf lað við þeim réttindum sem því er ætlað að tryggja þegar frumvarpið fer til meðferðar á Alþingi. „Við væntum þess að þingið skilji mikilvægi þess að við, trans og intersex fólk, fáum að stjórna ferðinni og hlustað sé á okkar þarfir, verði gerðar breytingar á frumvarpinu,“ segir Ugla.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira