Skammast sín ekki fyrir að enduróma málflutning félagsmanna Sighvatur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 14:15 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambans Íslands segir það hlutverk sitt að enduróma málflutning félagsmanna og standa með þeim. Forsetinn hefur fengið aðvörun um málshöfðun frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu vegna ummæla í máli rúmenskra verkamanna. Fleiri verkalýðsforystumenn hafa fengið slíkar aðvaranir. Stéttarfélag verkamannanna hefur falið lögmanni að gæta hagsmuna þeirra. Framkvæmdastjóri Eflingar og tveir starfsmenn Alþýðusambands Íslands hafa fengið lögfræðibréf frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Hjá ASÍ fengu Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdarstjóri og Drífa Snædal forseti bréf. „Mér barst pakki í gærkvöldi þar sem er krafa um afsökunarbeiðni og greiðslu miskabóta með hótun um málsókn,“ segir Drífa Snædal. Hún segir að farið sé fram á eina milljón króna í miskabætur og greiðslu lögfræðikostnaðar. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, greindi frá því á Facebook í gær, að farið væri fram á sömu bótaupphæð í bréfi sem honum barst ásamt því sem krafist er afsökunarbeiðni frá honum. Málið snýst um ummæli fólksins vegna umfjöllunar um aðbúnað rúmenskra verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu í kjölfar fréttar á Stöð 2 um málið. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að hún sé gagnrýnd fyrir ummæli vegna málsins á heimasíðu félagsins. „Ég tel mig eiga að enduróma málflutning okkar félagsmanna, standa með þeim og ég gerði það og skammast mín ekkert fyrir það,“ segir Drífa. Rúmensku verkamennirnir eru í stéttarfélaginu Eflingu. Félagið hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna þeirra. Ragnar og lögmönnum hans er veitt umboð til að innheimta vangoldin laun fyrir mennina, afla gagna og krefjast opinberrar rannsóknar á hugsanlega refsiverðu athæfi Manna í vinnu og kæra ef til þess kemur, segir í tilkynningu frá Eflingu. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Forseti Alþýðusambans Íslands segir það hlutverk sitt að enduróma málflutning félagsmanna og standa með þeim. Forsetinn hefur fengið aðvörun um málshöfðun frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu vegna ummæla í máli rúmenskra verkamanna. Fleiri verkalýðsforystumenn hafa fengið slíkar aðvaranir. Stéttarfélag verkamannanna hefur falið lögmanni að gæta hagsmuna þeirra. Framkvæmdastjóri Eflingar og tveir starfsmenn Alþýðusambands Íslands hafa fengið lögfræðibréf frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Hjá ASÍ fengu Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdarstjóri og Drífa Snædal forseti bréf. „Mér barst pakki í gærkvöldi þar sem er krafa um afsökunarbeiðni og greiðslu miskabóta með hótun um málsókn,“ segir Drífa Snædal. Hún segir að farið sé fram á eina milljón króna í miskabætur og greiðslu lögfræðikostnaðar. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, greindi frá því á Facebook í gær, að farið væri fram á sömu bótaupphæð í bréfi sem honum barst ásamt því sem krafist er afsökunarbeiðni frá honum. Málið snýst um ummæli fólksins vegna umfjöllunar um aðbúnað rúmenskra verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu í kjölfar fréttar á Stöð 2 um málið. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að hún sé gagnrýnd fyrir ummæli vegna málsins á heimasíðu félagsins. „Ég tel mig eiga að enduróma málflutning okkar félagsmanna, standa með þeim og ég gerði það og skammast mín ekkert fyrir það,“ segir Drífa. Rúmensku verkamennirnir eru í stéttarfélaginu Eflingu. Félagið hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna þeirra. Ragnar og lögmönnum hans er veitt umboð til að innheimta vangoldin laun fyrir mennina, afla gagna og krefjast opinberrar rannsóknar á hugsanlega refsiverðu athæfi Manna í vinnu og kæra ef til þess kemur, segir í tilkynningu frá Eflingu.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira