Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri verður lokað á morgun að óbreyttu. Vísir/Tryggvi Heibrigðisráðuneytið segir ákvörðun SÁÁ um tímabundna lokun göngudeildar á Akureyri koma á óvart í ljósi þess að samningaviðræður standi nú yfir á milli Sjúkratrygginga Íslands og samtakanna um rekstur þjónustunnar. Greint var frá því í gær að SÁA ætlaði að loka göngudeild sinni á Akureyri tímabundið í óákveðinn tíma frá og með morgundeginum, 1. mars. Formaður stjórnar SÁÁ vísaði til þess að ekkert hefði bólað á 150 milljón króna tímabundnu framlagi ríkisins til göngudeildarþjónustu og að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gerðu kröfu um að fjármagnið færi í aðra þjónustu en þá sem samtökin veita nú. Í tilkynningu á vefsíðu heilbrigðisráðuneytisins segir að fyrirhuguð lokun komi á óvart. Ríkinu sé skylt að gera samninga um þá heilbrigðisþjónustu sem ákveðið er að kaupa samkvæmt lögum um sjúkratryggingar. SÍ hafi annast gerð samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins. Stofnunin hafi átt í viðræðum við SÁÁ um gerð þjónustusamnings vegna göngudeildarþjónustu á Akureyri. Síðast hafi verið fundað um hann á mánudag. Þar hafi komið fram hjá fulltrúa SÁÁ að samtökin ættu erfitt með að manna þjónustuna. Fulltrúi SÍ hafi ekki skilið það sem svo að SÁÁ vildi slíta viðræðunum eða loka starfseminni. „Það er von ráðuneytisins að samningaviðræðum aðila verði haldið áfram og að ekki verði rof í þjónustunni á Akureyri meðan unnið er að gerð samnings um þjónustuna,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Heibrigðisráðuneytið segir ákvörðun SÁÁ um tímabundna lokun göngudeildar á Akureyri koma á óvart í ljósi þess að samningaviðræður standi nú yfir á milli Sjúkratrygginga Íslands og samtakanna um rekstur þjónustunnar. Greint var frá því í gær að SÁA ætlaði að loka göngudeild sinni á Akureyri tímabundið í óákveðinn tíma frá og með morgundeginum, 1. mars. Formaður stjórnar SÁÁ vísaði til þess að ekkert hefði bólað á 150 milljón króna tímabundnu framlagi ríkisins til göngudeildarþjónustu og að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gerðu kröfu um að fjármagnið færi í aðra þjónustu en þá sem samtökin veita nú. Í tilkynningu á vefsíðu heilbrigðisráðuneytisins segir að fyrirhuguð lokun komi á óvart. Ríkinu sé skylt að gera samninga um þá heilbrigðisþjónustu sem ákveðið er að kaupa samkvæmt lögum um sjúkratryggingar. SÍ hafi annast gerð samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins. Stofnunin hafi átt í viðræðum við SÁÁ um gerð þjónustusamnings vegna göngudeildarþjónustu á Akureyri. Síðast hafi verið fundað um hann á mánudag. Þar hafi komið fram hjá fulltrúa SÁÁ að samtökin ættu erfitt með að manna þjónustuna. Fulltrúi SÍ hafi ekki skilið það sem svo að SÁÁ vildi slíta viðræðunum eða loka starfseminni. „Það er von ráðuneytisins að samningaviðræðum aðila verði haldið áfram og að ekki verði rof í þjónustunni á Akureyri meðan unnið er að gerð samnings um þjónustuna,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20