Hálfkák og til óþurftar Guðjón H. Hauksson skrifar 28. febrúar 2019 10:15 Stjórnvöld hafa boðað stórsókn í menntamálum sem ætti að fela í sér metnað til þess að efla kennara í starfi, styðja á allan hátt við starfsþróun og alvöru samkeppni um vel menntað og hæft fólk í kennslu allra greina. Í staðinn bendir frumvarp ráðherra um breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda til þess að ekki eigi að grípa til alvöru aðgerða til að spyrna við kennaraskorti heldur minnka kröfur um fagmenntun. Slíkt getur ekki skoðast öðruvísi en sem hálfkák.Eitt leyfisbréf ekki forsenda fyrir sveigjanleika Markmiðin með frumvarpinu eru sögð vera þau að búa til sveigjanleika og samfellu fyrir kennara milli skólastiga og fjölga hæfum kennurum. Grein 21. í núgildandi lögum fjallar um gildissvið leyfisbréfa og þar kemur mjög skýrt fram að leyfisbréf kennara á hverju skólastigi veitir fullan rétt til kennslu á aðliggjandi skólastigi að uppfylltum menntunarkröfum. Í síðustu málsgrein 21. greinar er getið um heimild ráðherra til að setja nánari fyrirmæli um útgáfu leyfisbréfa í reglugerð. Slíkt hefur ekki verið gert og greinin hvorki verið virkjuð né útfærð. Ráðuneyti mennta- og menningarmála er í lófa lagið að taka af tvímæli með reglugerð. Sveigjanleikinn og samfellan fyrir kennara milli skólastiga er því greið samkvæmt lögum nú þegar og ekki þörf á einu leyfisbréfi kennara.Fjölgum kennurum á réttum forsendum Það sárvantar kennara inn í skólana, en ekki á milli þeirra! Í því liggur vandinn! Skorturinn er sárastur í leikskólanum. Af 3.000 leyfisbréfahöfum í leikskóla frá 2009 eru 1.758 að kenna í leikskóla eða rétt um þriðjungur þeirra sem starfa við kennslu og umönnun á þessu skólastigi. Af hverju starfa þessir 1.250 leikskólakennarar ekki í leikskólum? Skorturinn í grunnskólanum er sömuleiðis hrópandi og þá verður sú staðreynd enn nöturlegri að minna en helmingur þeirra, sem hafa menntað sig til grunnskólakennslu, starfar við kennslu í grunnskólum og um 40% starfandi kennara hafa oft hugleitt að hætta kennslu. Ekki ríkir kennaraskortur enn í framhaldsskólanum því hann var styttur um eitt ár nú nýverið. Eftir tvö til þrjú ár verður líklega farið að bera á kennaraskorti þar líka vegna þess að nýliðun er nánast engin. Hvers vegna vill fólk ekki fara í kennaranám? Hvers vegna ræður fólk með kennaranám sig ekki til kennarastarfa? Hvers vegna sækja starfandi kennarar í önnur störf? Það skyldi þó ekki vera að pottur sé brotinn? Það er sem sagt hvorki tilefni né nauðsyn á nýjum lögum. Sveigjanleiki og flæði milli skólastiga er tryggt með lögunum frá 2008 og ný lagasetning mun lítil eða engin áhrif hafa á samkeppnishæfni kennarastarfsins. Ástæðan fyrir kennaraskorti í landinu er einföld. Kjör og starfsaðstæður stéttarinnar eru ekki samkeppnishæf. Þarna þarf að taka á málum en ekki eyða tíma og fjármunum í leyfismál sem þegar eru í ágætum farvegi. Sérhæfingin myndar grundvöllinn í kennarastarfinu. Hvert skólastig miðast við þroska hvers aldurshóps og kennarar hafa löngum sérhæft sig í ákveðnum aldurshópum. Það átta sig allir á því að þriggja ára barn, níu ára barn, 14 ára unglingur og 18 ára ungmenni þurfa gerólíka nálgun og viðfangsefni í sínu námi. Góð menntun byggir á því að fá hæfustu kennarana fyrir þetta ólíka fólk. Lögin frá 2008 viðurkenna þessa sérhæfingu kennara á þremur skólastigum en gefa fullan kost á því að kennarar, sem hafa forsendur til þess, flæði eðlilega milli skólastiga.Hvernig ætlar þjóðin að mennta börnin sín? Áhyggjur framhaldsskólakennara núna snúast þó mest um minni og óljósari menntunarkröfur til faggreinakennara. Ef frumvarpið verður að lögum verður hægt að ráða kennara með mun minni undirbúning til kennslu faggreina í skólum landsins. Kennarar munu ekki lengur þurfa að hafa lokið 180 einingum í sinni grein til að geta kennt hana á efri þrepum í framhaldsskóla. Árið 2014 var birt úttekt á stærðfræðikennslu í níu framhaldsskólum landsins. Niðurstöðurnar vöktu mikla athygli því þær sýndu fram á að framhaldsskólar skiluðu nemendum ekki nægilega undirbúnum til háskólanna. Það sýndi sig að kennarar höfðu oft ekki nægilega menntun til að kenna þessa kjarnagrein en einnig var sýnt fram á að stór hluti nemenda hafði ekki nægan undirbúning til þess að geta tekist á við venjulega byrjunaráfanga í stærðfræði í framhaldsskólum. Hvert ætlar þjóðin sér í skólamálum? Þessu þarf að svara skilmerkilega áður en ákvarðanir eru teknar sem fela í sér meiriháttar stefnubreytingu og hættu á sjálfsmarki áður en lagt er upp í stórsóknina. Ætli unga fólkið okkar keppist um kennarastarfið í framtíðinni? Ákvæði í frumvarpsdrögum um menntun og hæfni kennara verða beinlínis til þess að gjaldfella fagmenntun í landinu.Óþarft og til óþurftar Frumvarpið sem nú er verið að undirbúa fyrir vorþing er bæði óþarft og til óþurftar. Kennarar geta nú þegar kennt á öðrum skólastigum en þeir hafa leyfisbréf fyrir og frumvarpið gerir ekkert til þess að draga úr atgervisflótta úr kennarastéttinni sem er brýnasta verkefnið í menntamálum þjóðarinnar.Höfundur er framhaldsskólakennari og varaformaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa boðað stórsókn í menntamálum sem ætti að fela í sér metnað til þess að efla kennara í starfi, styðja á allan hátt við starfsþróun og alvöru samkeppni um vel menntað og hæft fólk í kennslu allra greina. Í staðinn bendir frumvarp ráðherra um breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda til þess að ekki eigi að grípa til alvöru aðgerða til að spyrna við kennaraskorti heldur minnka kröfur um fagmenntun. Slíkt getur ekki skoðast öðruvísi en sem hálfkák.Eitt leyfisbréf ekki forsenda fyrir sveigjanleika Markmiðin með frumvarpinu eru sögð vera þau að búa til sveigjanleika og samfellu fyrir kennara milli skólastiga og fjölga hæfum kennurum. Grein 21. í núgildandi lögum fjallar um gildissvið leyfisbréfa og þar kemur mjög skýrt fram að leyfisbréf kennara á hverju skólastigi veitir fullan rétt til kennslu á aðliggjandi skólastigi að uppfylltum menntunarkröfum. Í síðustu málsgrein 21. greinar er getið um heimild ráðherra til að setja nánari fyrirmæli um útgáfu leyfisbréfa í reglugerð. Slíkt hefur ekki verið gert og greinin hvorki verið virkjuð né útfærð. Ráðuneyti mennta- og menningarmála er í lófa lagið að taka af tvímæli með reglugerð. Sveigjanleikinn og samfellan fyrir kennara milli skólastiga er því greið samkvæmt lögum nú þegar og ekki þörf á einu leyfisbréfi kennara.Fjölgum kennurum á réttum forsendum Það sárvantar kennara inn í skólana, en ekki á milli þeirra! Í því liggur vandinn! Skorturinn er sárastur í leikskólanum. Af 3.000 leyfisbréfahöfum í leikskóla frá 2009 eru 1.758 að kenna í leikskóla eða rétt um þriðjungur þeirra sem starfa við kennslu og umönnun á þessu skólastigi. Af hverju starfa þessir 1.250 leikskólakennarar ekki í leikskólum? Skorturinn í grunnskólanum er sömuleiðis hrópandi og þá verður sú staðreynd enn nöturlegri að minna en helmingur þeirra, sem hafa menntað sig til grunnskólakennslu, starfar við kennslu í grunnskólum og um 40% starfandi kennara hafa oft hugleitt að hætta kennslu. Ekki ríkir kennaraskortur enn í framhaldsskólanum því hann var styttur um eitt ár nú nýverið. Eftir tvö til þrjú ár verður líklega farið að bera á kennaraskorti þar líka vegna þess að nýliðun er nánast engin. Hvers vegna vill fólk ekki fara í kennaranám? Hvers vegna ræður fólk með kennaranám sig ekki til kennarastarfa? Hvers vegna sækja starfandi kennarar í önnur störf? Það skyldi þó ekki vera að pottur sé brotinn? Það er sem sagt hvorki tilefni né nauðsyn á nýjum lögum. Sveigjanleiki og flæði milli skólastiga er tryggt með lögunum frá 2008 og ný lagasetning mun lítil eða engin áhrif hafa á samkeppnishæfni kennarastarfsins. Ástæðan fyrir kennaraskorti í landinu er einföld. Kjör og starfsaðstæður stéttarinnar eru ekki samkeppnishæf. Þarna þarf að taka á málum en ekki eyða tíma og fjármunum í leyfismál sem þegar eru í ágætum farvegi. Sérhæfingin myndar grundvöllinn í kennarastarfinu. Hvert skólastig miðast við þroska hvers aldurshóps og kennarar hafa löngum sérhæft sig í ákveðnum aldurshópum. Það átta sig allir á því að þriggja ára barn, níu ára barn, 14 ára unglingur og 18 ára ungmenni þurfa gerólíka nálgun og viðfangsefni í sínu námi. Góð menntun byggir á því að fá hæfustu kennarana fyrir þetta ólíka fólk. Lögin frá 2008 viðurkenna þessa sérhæfingu kennara á þremur skólastigum en gefa fullan kost á því að kennarar, sem hafa forsendur til þess, flæði eðlilega milli skólastiga.Hvernig ætlar þjóðin að mennta börnin sín? Áhyggjur framhaldsskólakennara núna snúast þó mest um minni og óljósari menntunarkröfur til faggreinakennara. Ef frumvarpið verður að lögum verður hægt að ráða kennara með mun minni undirbúning til kennslu faggreina í skólum landsins. Kennarar munu ekki lengur þurfa að hafa lokið 180 einingum í sinni grein til að geta kennt hana á efri þrepum í framhaldsskóla. Árið 2014 var birt úttekt á stærðfræðikennslu í níu framhaldsskólum landsins. Niðurstöðurnar vöktu mikla athygli því þær sýndu fram á að framhaldsskólar skiluðu nemendum ekki nægilega undirbúnum til háskólanna. Það sýndi sig að kennarar höfðu oft ekki nægilega menntun til að kenna þessa kjarnagrein en einnig var sýnt fram á að stór hluti nemenda hafði ekki nægan undirbúning til þess að geta tekist á við venjulega byrjunaráfanga í stærðfræði í framhaldsskólum. Hvert ætlar þjóðin sér í skólamálum? Þessu þarf að svara skilmerkilega áður en ákvarðanir eru teknar sem fela í sér meiriháttar stefnubreytingu og hættu á sjálfsmarki áður en lagt er upp í stórsóknina. Ætli unga fólkið okkar keppist um kennarastarfið í framtíðinni? Ákvæði í frumvarpsdrögum um menntun og hæfni kennara verða beinlínis til þess að gjaldfella fagmenntun í landinu.Óþarft og til óþurftar Frumvarpið sem nú er verið að undirbúa fyrir vorþing er bæði óþarft og til óþurftar. Kennarar geta nú þegar kennt á öðrum skólastigum en þeir hafa leyfisbréf fyrir og frumvarpið gerir ekkert til þess að draga úr atgervisflótta úr kennarastéttinni sem er brýnasta verkefnið í menntamálum þjóðarinnar.Höfundur er framhaldsskólakennari og varaformaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar