Tvöfaldur ljóðaverðlaunahafi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 07:00 Ægir Þór Jahnke verðlaunaskáld er að undirbúa útgáfu á menningartímariti sem á að fá hið frumlega heiti Skandali. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ægir Þór Jahnke vann nýlega fyrstu og önnur verðlaun í ljóðasamkeppni Stúdentablaðsins. Verðlaunaljóðið heitir Slabb og ljóðið sem lenti í öðru sæti nefnist Auðvald og íslenskt veðurfar „Þetta er þriðja ljóðakeppnin sem ég tek þátt í og í þeirri fyrstu, ljóðasamkeppni í Verslunarskólanum, vann ég fyrstu og þriðju verðlaun, þannig að þetta er ekki alveg nýtt fyrir mér. Ég fékk engin verðlaun í næstu ljóðakeppni þannig að ég kann líka að tapa,“ segir Ægir sem er að ljúka við meistararitgerð í heimspeki. Um verðlaunaljóðið segir hann: „Það er hluti af handriti sem heitir Drabb sem er sería af ljóðum sem tengjast, ekki síst í gegnum veðrabrigði og liti. Í þessu ljóði er ég að fjalla um hnattræna hlýnun og hnignun jarðarinnar en reyni að gera það á skemmtilegan máta.“Byrjaði að yrkja í leikskóla Hann segist hafa byrjað að yrkja strax í leikskóla. „Ég átti öflugt tímabil við lok grunnskóla og eitthvað fram í menntaskóla en síðan tók við fjögurra ára tímabil þar sem afköstin voru nær engin. Ég datt svo inn í ljóðahóp Fríyrkjunnar sem gaf út þrjú safnrit en ég á efni í því þriðja. Síðustu ár hef ég staðið fyrir einum fimmtán ljóðakvöldum á Gauknum og mér telst til að um það bil 60 skáld séu búin að lesa upp með mér, mörg hver í fyrsta sinn. Mér er hugleikið að koma ungum höfundum á framfæri. Sjálfur er ég að detta út úr því að teljast ungur höfundur, orðinn þrítugur.“ Ægir hefur gefið út eina ljóðabók, Ódýrir endahnútar, sem kom út í lok nóvember. Næsta bók er smárit, langt prósaljóð sem væntanleg er á allra næstu vikum. „Sú bók heitir Þetta er ekki manifestó og er vissulega eins konar manifestó,“ segir hann. Síðan er von á tveimur ljóðabókum sem geyma sigurljóðin tvö og þær koma út í síðasta lagi í haust, önnur mögulega í sumar. Hann gefur þær út sjálfur og segist hafa góða reynslu af sjálfsútgáfu. Skandali á leiðinni Þessa dagana vinnur Ægir að útgáfu tímaritsins Skandali. „Þetta er menningartímarit sem ég ritstýri í samstarfi við sex aðra einstaklinga sem allir eru upprennandi höfundar, sá yngsti er átján ára, sá elsti þrjátíu og fjögurra ára. Hugmyndin er sú að ritstjórnin sé fjölbreytt og síbreytileg. Þarna verða ekki bara textaverk heldur líka ljósmyndir og menningarrýni. Þetta á að vera allsherjar menningarblað.“ Fjáröflun er í gangi á Karolina fund. „Það er dýrt að gefa út en við vonumst til að ná inn því fjármagni sem þarf,“ segir Ægir. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
Ægir Þór Jahnke vann nýlega fyrstu og önnur verðlaun í ljóðasamkeppni Stúdentablaðsins. Verðlaunaljóðið heitir Slabb og ljóðið sem lenti í öðru sæti nefnist Auðvald og íslenskt veðurfar „Þetta er þriðja ljóðakeppnin sem ég tek þátt í og í þeirri fyrstu, ljóðasamkeppni í Verslunarskólanum, vann ég fyrstu og þriðju verðlaun, þannig að þetta er ekki alveg nýtt fyrir mér. Ég fékk engin verðlaun í næstu ljóðakeppni þannig að ég kann líka að tapa,“ segir Ægir sem er að ljúka við meistararitgerð í heimspeki. Um verðlaunaljóðið segir hann: „Það er hluti af handriti sem heitir Drabb sem er sería af ljóðum sem tengjast, ekki síst í gegnum veðrabrigði og liti. Í þessu ljóði er ég að fjalla um hnattræna hlýnun og hnignun jarðarinnar en reyni að gera það á skemmtilegan máta.“Byrjaði að yrkja í leikskóla Hann segist hafa byrjað að yrkja strax í leikskóla. „Ég átti öflugt tímabil við lok grunnskóla og eitthvað fram í menntaskóla en síðan tók við fjögurra ára tímabil þar sem afköstin voru nær engin. Ég datt svo inn í ljóðahóp Fríyrkjunnar sem gaf út þrjú safnrit en ég á efni í því þriðja. Síðustu ár hef ég staðið fyrir einum fimmtán ljóðakvöldum á Gauknum og mér telst til að um það bil 60 skáld séu búin að lesa upp með mér, mörg hver í fyrsta sinn. Mér er hugleikið að koma ungum höfundum á framfæri. Sjálfur er ég að detta út úr því að teljast ungur höfundur, orðinn þrítugur.“ Ægir hefur gefið út eina ljóðabók, Ódýrir endahnútar, sem kom út í lok nóvember. Næsta bók er smárit, langt prósaljóð sem væntanleg er á allra næstu vikum. „Sú bók heitir Þetta er ekki manifestó og er vissulega eins konar manifestó,“ segir hann. Síðan er von á tveimur ljóðabókum sem geyma sigurljóðin tvö og þær koma út í síðasta lagi í haust, önnur mögulega í sumar. Hann gefur þær út sjálfur og segist hafa góða reynslu af sjálfsútgáfu. Skandali á leiðinni Þessa dagana vinnur Ægir að útgáfu tímaritsins Skandali. „Þetta er menningartímarit sem ég ritstýri í samstarfi við sex aðra einstaklinga sem allir eru upprennandi höfundar, sá yngsti er átján ára, sá elsti þrjátíu og fjögurra ára. Hugmyndin er sú að ritstjórnin sé fjölbreytt og síbreytileg. Þarna verða ekki bara textaverk heldur líka ljósmyndir og menningarrýni. Þetta á að vera allsherjar menningarblað.“ Fjáröflun er í gangi á Karolina fund. „Það er dýrt að gefa út en við vonumst til að ná inn því fjármagni sem þarf,“ segir Ægir.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira