Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2019 21:20 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokar á föstudaginn vegna fjárskorts. Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóna framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. Formaður stjórnar SÁÁ segir Sjúkratrygginar Íslands vilja „eitthvað annað“.Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar, vakti athygli á hinni fyrirhuguðu lokun áFacebook í kvöldþar sem hún sagðist vera svekkt, sár og reið yfir ákvörðun SÁÁ.„Þetta er gert þrátt fyrir að meirihluti fjárlaganefndar og heilbrigðisráðherra hafi tryggt fjármuni til reksturs deildarinnar, Akureyrarbær hafi lýst yfir vilja til áframhaldandi stuðnings við göngudeildina og að samningaviðræður hafi verið í gangi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og SÁÁ,“ skrifar Hilda Jana.Ákveðið var í janúar á síðasta ári að hefja undirbúning að lokun deildarinnar sökum þröngrar rekstrastöðu SÁÁ sem hefur í gegnum tíðina ekki fengið framlag frá ríkinu til reksturs slíkra deilda. Eftir mikla umræðu og þrýsting frá bæjarfulltrúum og hagsmunaðilum á Akureyri lagði meirihluti fjárlaganefndar til að SÁÁ fengi 150 milljónir tímabundið framlag. Var Sjúkratryggingum Íslands falið að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ.„Það bólar ekkert á þeim,“ segir Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, aðspurður um milljónirnar 150 og hvort þær hafi borist SÁÁ svo tryggja megi áframhaldandi rekstur göngudeildarinnar á Akureyri, en SÁÁ starfrækir einnig göngudeild í Reykjavík. Fundahöld SÁÁ og SÍ vegna málsins hafa ekki borið árangur.Ekki liggi ljóst fyrir hvað „eitthvað annað“ sé Segir Arnþór að skýrt hafi komið fram á þeim fundum að SÍ vilji að fjármagnið fylgi samningi um ákveðna þjónustu.Arnþór Jónsson er formaður stjórnar SÁÁ.„Það hefur komið skýrt fram á fundum að það er ekki þjónustan sem við erum að veita núna. Það á að vera eitthvað annað,“ segir Arnþór sem segir ekki alveg liggja ljóst fyrir hvað þetta „annað“ sé. Á meðan ekki liggi fyrir samningur geti SÁÁ ekki gert annað en að loka göngudeildinni á Akureyri enda verði félagið að sníða sér stakk eftir vexti. „Við erum með ákveðinn ramma sem við þurfum að starfa innan og við verðum að passa okkur því að ef við förum fram úr okkar eigin heimildum förum við bara á hausinn,“ segir Arnþór. „Okkar rekstur verður að taka mið af þeim fjármunum sem við höfum, við getum ekki miðað við einhverja fjármuni sem eru upp í einhverju skýi.“Það sé þó þungbært að þurfa að loka deildinni á Akureyri.„Þetta er ofsalega fín eining og okkur þykir mjög vænt um hana,“ segir Arnþór. Það sé leiðinlegt að þurfa að stíga þetta skref eftir að útlit var fyrir að búið væri að tryggja fjármagn í reksturinn.„Þetta er agalegt af því að allt síðasta ár vorum við búin að tilkynna um að það stefndi í þetta. Síðan kemur allt í einu peningur og þá voru ægileg fagnaðarlæti og við sáum fyrir okkur að hægt væri að auka þjónustu og gera miklu meira þannig að þetta er eiginlega helmingi verra en þetta var fyrir ári“ Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn vilji virðist til að halda rekstri SÁÁ á Akureyri áfram SÁÁ mun ekki reka göngudeildarþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins að óbreyttu eftir áramót. 5. september 2018 08:00 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóna framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. Formaður stjórnar SÁÁ segir Sjúkratrygginar Íslands vilja „eitthvað annað“.Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar, vakti athygli á hinni fyrirhuguðu lokun áFacebook í kvöldþar sem hún sagðist vera svekkt, sár og reið yfir ákvörðun SÁÁ.„Þetta er gert þrátt fyrir að meirihluti fjárlaganefndar og heilbrigðisráðherra hafi tryggt fjármuni til reksturs deildarinnar, Akureyrarbær hafi lýst yfir vilja til áframhaldandi stuðnings við göngudeildina og að samningaviðræður hafi verið í gangi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og SÁÁ,“ skrifar Hilda Jana.Ákveðið var í janúar á síðasta ári að hefja undirbúning að lokun deildarinnar sökum þröngrar rekstrastöðu SÁÁ sem hefur í gegnum tíðina ekki fengið framlag frá ríkinu til reksturs slíkra deilda. Eftir mikla umræðu og þrýsting frá bæjarfulltrúum og hagsmunaðilum á Akureyri lagði meirihluti fjárlaganefndar til að SÁÁ fengi 150 milljónir tímabundið framlag. Var Sjúkratryggingum Íslands falið að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ.„Það bólar ekkert á þeim,“ segir Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, aðspurður um milljónirnar 150 og hvort þær hafi borist SÁÁ svo tryggja megi áframhaldandi rekstur göngudeildarinnar á Akureyri, en SÁÁ starfrækir einnig göngudeild í Reykjavík. Fundahöld SÁÁ og SÍ vegna málsins hafa ekki borið árangur.Ekki liggi ljóst fyrir hvað „eitthvað annað“ sé Segir Arnþór að skýrt hafi komið fram á þeim fundum að SÍ vilji að fjármagnið fylgi samningi um ákveðna þjónustu.Arnþór Jónsson er formaður stjórnar SÁÁ.„Það hefur komið skýrt fram á fundum að það er ekki þjónustan sem við erum að veita núna. Það á að vera eitthvað annað,“ segir Arnþór sem segir ekki alveg liggja ljóst fyrir hvað þetta „annað“ sé. Á meðan ekki liggi fyrir samningur geti SÁÁ ekki gert annað en að loka göngudeildinni á Akureyri enda verði félagið að sníða sér stakk eftir vexti. „Við erum með ákveðinn ramma sem við þurfum að starfa innan og við verðum að passa okkur því að ef við förum fram úr okkar eigin heimildum förum við bara á hausinn,“ segir Arnþór. „Okkar rekstur verður að taka mið af þeim fjármunum sem við höfum, við getum ekki miðað við einhverja fjármuni sem eru upp í einhverju skýi.“Það sé þó þungbært að þurfa að loka deildinni á Akureyri.„Þetta er ofsalega fín eining og okkur þykir mjög vænt um hana,“ segir Arnþór. Það sé leiðinlegt að þurfa að stíga þetta skref eftir að útlit var fyrir að búið væri að tryggja fjármagn í reksturinn.„Þetta er agalegt af því að allt síðasta ár vorum við búin að tilkynna um að það stefndi í þetta. Síðan kemur allt í einu peningur og þá voru ægileg fagnaðarlæti og við sáum fyrir okkur að hægt væri að auka þjónustu og gera miklu meira þannig að þetta er eiginlega helmingi verra en þetta var fyrir ári“
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn vilji virðist til að halda rekstri SÁÁ á Akureyri áfram SÁÁ mun ekki reka göngudeildarþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins að óbreyttu eftir áramót. 5. september 2018 08:00 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Enginn vilji virðist til að halda rekstri SÁÁ á Akureyri áfram SÁÁ mun ekki reka göngudeildarþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins að óbreyttu eftir áramót. 5. september 2018 08:00
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15