Biður deiluaðila um að tjá sig ekki við fjölmiðla til að skapa vinnufrið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 14:00 Bryndís Hlöðversdóttir er ríkissáttasemjari. vísir/vilhelm Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, hefur biðlað til aðila í tveimur kjaradeilum sem nú eru á borði hennar að tjá sig ekki við fjölmiðla um gang viðræðna. Annars vegar er um að ræða deilu Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins og hins vegar deilu Landssambands íslenzkra verzlunarmanna við SA. Aðspurð hvers vegna hún biður deiluaðila um að tjá sig ekki við fjölmiðla segir Bryndís að hún vilji að þeir einbeiti sér að verkefninu sem slíku fremur en umfjöllun út á við um viðræðurnar. „Það eru fordæmi fyrir því að þetta sé gert. Það er í raun og veru til þess að skapa nauðsynlegan vinnufrið sem við teljum okkur þurfa næstu dagana. Það eru stífir vinnufundir framundan og ég vil að aðilar einbeiti sér að verkefninu sem slíku fremur en umfjöllun um viðræðurnar, og þetta er gjarnan gert í tengslum við samningaviðræður,“ segir Bryndís.Vinnufundirnir hefjast strax á morgun Fundað var hjá sáttasemjara í báðum deilunum í dag í fyrsta sinn. Bryndís segir að farið hafi verið yfir ýmis praktísk atriði og staðan tekin á deilunni eins og venja er. „Í kjölfarið á því lagði ég fram drög að vinnufundaáætlun sem hefst strax eftir hádegi á morgun og svo verður áfram gert ráð fyrir stífum vinnufundum inn í helgina og inn í næstu viku eins og þarf. Það var farið yfir það plan og þau fara heim með það verkefni að leggja upp skýra markmiðsáætlun fyrir þessa vinnufundi,“ segir Bryndís. Eins og kunnugt er slitu VR, Efling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur viðræðum sínum við SA í liðinni viku en þær höfðu farið fram undanfarið hjá ríkissáttasemjara. Þó að viðræðunum hafi verið slitið er það svo samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur að sáttasemjari getur boðað deiluaðila til fundar á tveggja vikna fresti. Bryndís segir að verið sé að leggja drög að því að boða fund í deilu félaganna fjögurra og SA en segist frekar eiga von á því að fundað verði í næstu viku frekar en þessari. „En við gerum það náttúrulega í samráði við aðilana eftir því hvenær þeir eru tilbúnir til að koma til fundar.“ Kjaramál Tengdar fréttir Ljóst að hækkunum verði velt út í verðlag Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. 27. febrúar 2019 08:15 Fundað hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SGS og SA Nú klukkan 10 hófst fundur í húsakynnum ríkissáttasemjara í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. 27. febrúar 2019 10:31 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, hefur biðlað til aðila í tveimur kjaradeilum sem nú eru á borði hennar að tjá sig ekki við fjölmiðla um gang viðræðna. Annars vegar er um að ræða deilu Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins og hins vegar deilu Landssambands íslenzkra verzlunarmanna við SA. Aðspurð hvers vegna hún biður deiluaðila um að tjá sig ekki við fjölmiðla segir Bryndís að hún vilji að þeir einbeiti sér að verkefninu sem slíku fremur en umfjöllun út á við um viðræðurnar. „Það eru fordæmi fyrir því að þetta sé gert. Það er í raun og veru til þess að skapa nauðsynlegan vinnufrið sem við teljum okkur þurfa næstu dagana. Það eru stífir vinnufundir framundan og ég vil að aðilar einbeiti sér að verkefninu sem slíku fremur en umfjöllun um viðræðurnar, og þetta er gjarnan gert í tengslum við samningaviðræður,“ segir Bryndís.Vinnufundirnir hefjast strax á morgun Fundað var hjá sáttasemjara í báðum deilunum í dag í fyrsta sinn. Bryndís segir að farið hafi verið yfir ýmis praktísk atriði og staðan tekin á deilunni eins og venja er. „Í kjölfarið á því lagði ég fram drög að vinnufundaáætlun sem hefst strax eftir hádegi á morgun og svo verður áfram gert ráð fyrir stífum vinnufundum inn í helgina og inn í næstu viku eins og þarf. Það var farið yfir það plan og þau fara heim með það verkefni að leggja upp skýra markmiðsáætlun fyrir þessa vinnufundi,“ segir Bryndís. Eins og kunnugt er slitu VR, Efling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur viðræðum sínum við SA í liðinni viku en þær höfðu farið fram undanfarið hjá ríkissáttasemjara. Þó að viðræðunum hafi verið slitið er það svo samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur að sáttasemjari getur boðað deiluaðila til fundar á tveggja vikna fresti. Bryndís segir að verið sé að leggja drög að því að boða fund í deilu félaganna fjögurra og SA en segist frekar eiga von á því að fundað verði í næstu viku frekar en þessari. „En við gerum það náttúrulega í samráði við aðilana eftir því hvenær þeir eru tilbúnir til að koma til fundar.“
Kjaramál Tengdar fréttir Ljóst að hækkunum verði velt út í verðlag Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. 27. febrúar 2019 08:15 Fundað hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SGS og SA Nú klukkan 10 hófst fundur í húsakynnum ríkissáttasemjara í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. 27. febrúar 2019 10:31 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Ljóst að hækkunum verði velt út í verðlag Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. 27. febrúar 2019 08:15
Fundað hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SGS og SA Nú klukkan 10 hófst fundur í húsakynnum ríkissáttasemjara í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. 27. febrúar 2019 10:31
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent