Fjordvik komið fyrir í flutningaflotkví í Hafnarfjarðarhöfn Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2019 13:48 Úr Hafnarfjarðarhöfn fyrr í dag. Aðsend Sementsflutningaskipið Fjordvik, sem strandaði í Helguvík á Reykjanesi í nóvember, var komið fyrir í flutningaflotkví í Hafnarfjarðarhöfn í morgun. Til stendur að sigla skipinu til Belgíu í niðurrif. Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, segir að byrjað hafi verið að sökkva flotkvínni klukkan sjö í morgun og kláraðist verkið nú nokkru eftir klukkan 13. „Það tókst í tíma. Við höfðum bara þennan tíma upp á flóðið að gera. Það varð að koma henni inn fyrir korter í tvö til að hægt væri að lyfta dokkinni með skipið. Annars hefði það lagst í botn.“ Lúðvík segir að flutningaflotkvíin heiti Rolldock Sea og sé hollenskt, 140 metra að lengd. „Þeir eru að fara með Fjordvík til Ghent í Belgíu í niðurrif.“AðsendLúðvík segir að aðgerðin hafi tekist eins og planað var. „Við hefðum ekki getað fengið betri aðstæður og veður,“ segir Lúðvík. Fjordvik frá Bahamaeyjum rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar að kvöldi 2. nóvember og tókst að bjarga öllum fjórtán skipverjum um borð. Alls voru um hundrað tonn af olíu um borð og 1.600 tonna af sementi. Eftir að tókst að losa skipið frá strandstað var það svo flutt til Keflavíkur og síðar Hafnarfjarðar. Miklar skemmdir voru á skipinu eftir strandið og var ákveðið að koma því í niðurrif.AðsendAðsendAðsendFrá strandstað í Helguvík.Vísir/Jóhann Hafnarfjörður Strand í Helguvík Tengdar fréttir Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Fjordvik komið til hafnar í Hafnarfirði Gera á við skipið í þurrkví. Það strandaði við Helguvík í byrjun nóvember. 13. nóvember 2018 12:58 Stór göt á botni Fjordvik Gert verður við sementsflutningaskipið Fjordvik til bráðabirgða áður en það verður flutt frá landinu með skipaflutningaskipi. 19. nóvember 2018 11:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Sementsflutningaskipið Fjordvik, sem strandaði í Helguvík á Reykjanesi í nóvember, var komið fyrir í flutningaflotkví í Hafnarfjarðarhöfn í morgun. Til stendur að sigla skipinu til Belgíu í niðurrif. Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, segir að byrjað hafi verið að sökkva flotkvínni klukkan sjö í morgun og kláraðist verkið nú nokkru eftir klukkan 13. „Það tókst í tíma. Við höfðum bara þennan tíma upp á flóðið að gera. Það varð að koma henni inn fyrir korter í tvö til að hægt væri að lyfta dokkinni með skipið. Annars hefði það lagst í botn.“ Lúðvík segir að flutningaflotkvíin heiti Rolldock Sea og sé hollenskt, 140 metra að lengd. „Þeir eru að fara með Fjordvík til Ghent í Belgíu í niðurrif.“AðsendLúðvík segir að aðgerðin hafi tekist eins og planað var. „Við hefðum ekki getað fengið betri aðstæður og veður,“ segir Lúðvík. Fjordvik frá Bahamaeyjum rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar að kvöldi 2. nóvember og tókst að bjarga öllum fjórtán skipverjum um borð. Alls voru um hundrað tonn af olíu um borð og 1.600 tonna af sementi. Eftir að tókst að losa skipið frá strandstað var það svo flutt til Keflavíkur og síðar Hafnarfjarðar. Miklar skemmdir voru á skipinu eftir strandið og var ákveðið að koma því í niðurrif.AðsendAðsendAðsendFrá strandstað í Helguvík.Vísir/Jóhann
Hafnarfjörður Strand í Helguvík Tengdar fréttir Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Fjordvik komið til hafnar í Hafnarfirði Gera á við skipið í þurrkví. Það strandaði við Helguvík í byrjun nóvember. 13. nóvember 2018 12:58 Stór göt á botni Fjordvik Gert verður við sementsflutningaskipið Fjordvik til bráðabirgða áður en það verður flutt frá landinu með skipaflutningaskipi. 19. nóvember 2018 11:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08
Fjordvik komið til hafnar í Hafnarfirði Gera á við skipið í þurrkví. Það strandaði við Helguvík í byrjun nóvember. 13. nóvember 2018 12:58
Stór göt á botni Fjordvik Gert verður við sementsflutningaskipið Fjordvik til bráðabirgða áður en það verður flutt frá landinu með skipaflutningaskipi. 19. nóvember 2018 11:21