Neyð loðið hugtak Davíð Þorláksson skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Donald Trump hefur sagt að hann muni lýsa yfir neyðarástandi til að fá vald til að veita fé úr almannavarnasjóði til byggingar landamæraveggjar sem hann lofaði að Mexíkó myndi greiða. Það er auðvitað ekkert neyðarástand. Fólk í leit að betra lífi reynir að komast til Bandaríkjanna þar sem það eykur hagvöxt og auðgar menningu. Hert landamæraeftirlit undanfarinna áratuga hefur haft öfug áhrif við það sem að var stefnt. Í stað þess að farandverkamenn komi og fari yfir landamærin eftir þörfum þá kemur fólk til Bandaríkjanna og snýr ekki aftur af ótta við að komast ekki þangað aftur. Trump ýtir undir útlendingaandúð til að sameina fólk að baki sér. Þetta er gamalt trikk popúlista. Þessi staða er góð áminning um mikilvægi þess að takmarka völd stjórnmálamanna. Þegar þeim eru veitt völd með stjórnarskrá eða lögum er gjarnan gert ráð fyrir að þeim verði beitt með þjóðarhag í huga. Dæmin sanna að það er ekki hægt að gera ráð fyrir því. Eins manns þjóðarheill er annars þjóðarböl. Í Bandaríkjunum hafa forsetar beitt slíku valdi til að setja saklausa borgara af japönskum ættum í fangabúðir í seinni heimsstyrjöldinni og til að leyfa pyntingar eftir hryðjuverkaárásirnar 2001. Á Íslandi eru borgararnir varðir gegn ofríki stjórnmálamanna með stjórnarskrá, ekki síst mannréttindaákvæðunum. Á þeim eru þó stundum undantekningar, t.d. ef almenningsþörf krefur. Með dómum Hæstaréttar hefur löggjafanum (stjórnmálamönnum) svo verið eftirlátið að skilgreina þessa almenningsþörf. Það er brýnt að við verðum á varðbergi, ekki síst vegna vaxandi áhrifa popúlista í nágrannalöndum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Donald Trump Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Donald Trump hefur sagt að hann muni lýsa yfir neyðarástandi til að fá vald til að veita fé úr almannavarnasjóði til byggingar landamæraveggjar sem hann lofaði að Mexíkó myndi greiða. Það er auðvitað ekkert neyðarástand. Fólk í leit að betra lífi reynir að komast til Bandaríkjanna þar sem það eykur hagvöxt og auðgar menningu. Hert landamæraeftirlit undanfarinna áratuga hefur haft öfug áhrif við það sem að var stefnt. Í stað þess að farandverkamenn komi og fari yfir landamærin eftir þörfum þá kemur fólk til Bandaríkjanna og snýr ekki aftur af ótta við að komast ekki þangað aftur. Trump ýtir undir útlendingaandúð til að sameina fólk að baki sér. Þetta er gamalt trikk popúlista. Þessi staða er góð áminning um mikilvægi þess að takmarka völd stjórnmálamanna. Þegar þeim eru veitt völd með stjórnarskrá eða lögum er gjarnan gert ráð fyrir að þeim verði beitt með þjóðarhag í huga. Dæmin sanna að það er ekki hægt að gera ráð fyrir því. Eins manns þjóðarheill er annars þjóðarböl. Í Bandaríkjunum hafa forsetar beitt slíku valdi til að setja saklausa borgara af japönskum ættum í fangabúðir í seinni heimsstyrjöldinni og til að leyfa pyntingar eftir hryðjuverkaárásirnar 2001. Á Íslandi eru borgararnir varðir gegn ofríki stjórnmálamanna með stjórnarskrá, ekki síst mannréttindaákvæðunum. Á þeim eru þó stundum undantekningar, t.d. ef almenningsþörf krefur. Með dómum Hæstaréttar hefur löggjafanum (stjórnmálamönnum) svo verið eftirlátið að skilgreina þessa almenningsþörf. Það er brýnt að við verðum á varðbergi, ekki síst vegna vaxandi áhrifa popúlista í nágrannalöndum okkar.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar