Ætlar að ná langt í CrossFit Elín Albertsdóttir skrifar 1. mars 2019 15:00 Mæðginin, Rökkvi og Margrét, eru mjög spennt fyrir fermingardeginum sem verður í lok mars. Rökkvi fermist borgaralega. FBL/Ernir Rökkvi Guðnason ákvað að fermast borgaralega eins og eldri systir hans gerði. Hann verður fermdur 31. mars og hlakkar mikið til. Foreldrar Rökkva eru Margrét Benediktsdóttir förðunarfræðingur og Guðni Finnsson tónlistarmaður sem flestir þekkja úr Pollapönkurum. Margrét segir að Rökkvi hafi ekki gert miklar kröfur fyrir fermingardaginn. „Undirbúningurinn er þægilegur, maður gerir þetta smátt og smátt. Frekar létt og þægilegt. Hann er ekki mikill jakkafatamaður svo við völdum einfaldan og sportlegan klæðnað. Í veislunni sem haldin verður heima ætlum við að bjóða upp á smárétti og tertur, jafnvel sushi. Við eigum von á milli 40-50 gestum,“ segir Margrét þegar við forvitnuðumst um væntanlega fermingu. „Rökkvi valdi sjálfur myndina á boðskortið og var með í að skipuleggja veisluna. Annars fannst honum ferming systur sinnar mjög fín og ætlar að hafa þetta svipað,“ segir Margrét og bætir við að Rökkvi hafi gaman af því að prófa alls kyns rétti. „Hins vegar borðar hann ekki sælgæti svo það verður enginn nammibar en í staðinn bjóðum við upp á franskar makkarónur og konfekt.“Rökkvi æfir CrossFit stíft og stefnir langt í þeirri grein. Fyrst ætlar hann þó að fermast borgaralega. FBL/ErnirMargrét segist hafa límt upp myndir af systur Rökkva, Álfrúnu, á fermingardegi hennar. Ég geri það líka fyrir Rökkva ef hann leyfir það,“ segir hún. „Mér finnst mjög gaman að undirbúa heimilið fyrir veislu og gaman að taka á móti gestum. Ég er minna fyrir að kokka, maðurinn minn er betri í því. Þar sem hann hefur lítinn tíma núna þá finnst okkur ágætt að fá matreiðslumann til aðstoðar,“ segir hún. Rökkvi segist fara í fermingarfræðslu á hverjum mánudegi sem passar honum þó misvel vegna íþróttaæfinga hans. Rökkvi æfir CrossFit og er að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í sínum aldursflokki. Hann hefur þó ekkert á móti fermingarfræðslunni, segir hana áhugaverða en hún snúist að mestu um heimspeki. „Það er alltaf gaman í þessum tímum,“ segir hann. „Líf mitt snýst annars um CrossFit sem ég stunda fimm sinnum í viku. Hina dagana fer ég í léttara sport eins og sund,“ segir Rökkvi sem stefnir á að verða heimsmeistari í sinni grein. „Það eru mjög margir unglingar að æfa CrossFit enda er þetta mjög vinsælt sport. Ég var í fótbolta en finnst skemmtilegra að vera í einstaklingsíþróttum,“ segir Rökkvi og viðurkennir að vera orðinn nokkuð sterkur þegar hann er spurður. „Ég hlakka mikið til fermingardagsins, get ekki neitað því að það er alltaf gaman að fá gjafir. Mér fannst fermingardagur systur minnar mjög skemmtilegur og hlakka til að upplifa þetta sjálfur,“ segir fermingardrengurinn sem stefnir á Verzlunarskóla Íslands eftir tíunda bekk. „Ég hef mjög mikinn áhuga á heilsu, hollu fæði og góðum lífsstíl. Mig langar í einhvers konar heilsutengt nám í framtíðinni.“ CrossFit Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
Rökkvi Guðnason ákvað að fermast borgaralega eins og eldri systir hans gerði. Hann verður fermdur 31. mars og hlakkar mikið til. Foreldrar Rökkva eru Margrét Benediktsdóttir förðunarfræðingur og Guðni Finnsson tónlistarmaður sem flestir þekkja úr Pollapönkurum. Margrét segir að Rökkvi hafi ekki gert miklar kröfur fyrir fermingardaginn. „Undirbúningurinn er þægilegur, maður gerir þetta smátt og smátt. Frekar létt og þægilegt. Hann er ekki mikill jakkafatamaður svo við völdum einfaldan og sportlegan klæðnað. Í veislunni sem haldin verður heima ætlum við að bjóða upp á smárétti og tertur, jafnvel sushi. Við eigum von á milli 40-50 gestum,“ segir Margrét þegar við forvitnuðumst um væntanlega fermingu. „Rökkvi valdi sjálfur myndina á boðskortið og var með í að skipuleggja veisluna. Annars fannst honum ferming systur sinnar mjög fín og ætlar að hafa þetta svipað,“ segir Margrét og bætir við að Rökkvi hafi gaman af því að prófa alls kyns rétti. „Hins vegar borðar hann ekki sælgæti svo það verður enginn nammibar en í staðinn bjóðum við upp á franskar makkarónur og konfekt.“Rökkvi æfir CrossFit stíft og stefnir langt í þeirri grein. Fyrst ætlar hann þó að fermast borgaralega. FBL/ErnirMargrét segist hafa límt upp myndir af systur Rökkva, Álfrúnu, á fermingardegi hennar. Ég geri það líka fyrir Rökkva ef hann leyfir það,“ segir hún. „Mér finnst mjög gaman að undirbúa heimilið fyrir veislu og gaman að taka á móti gestum. Ég er minna fyrir að kokka, maðurinn minn er betri í því. Þar sem hann hefur lítinn tíma núna þá finnst okkur ágætt að fá matreiðslumann til aðstoðar,“ segir hún. Rökkvi segist fara í fermingarfræðslu á hverjum mánudegi sem passar honum þó misvel vegna íþróttaæfinga hans. Rökkvi æfir CrossFit og er að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í sínum aldursflokki. Hann hefur þó ekkert á móti fermingarfræðslunni, segir hana áhugaverða en hún snúist að mestu um heimspeki. „Það er alltaf gaman í þessum tímum,“ segir hann. „Líf mitt snýst annars um CrossFit sem ég stunda fimm sinnum í viku. Hina dagana fer ég í léttara sport eins og sund,“ segir Rökkvi sem stefnir á að verða heimsmeistari í sinni grein. „Það eru mjög margir unglingar að æfa CrossFit enda er þetta mjög vinsælt sport. Ég var í fótbolta en finnst skemmtilegra að vera í einstaklingsíþróttum,“ segir Rökkvi og viðurkennir að vera orðinn nokkuð sterkur þegar hann er spurður. „Ég hlakka mikið til fermingardagsins, get ekki neitað því að það er alltaf gaman að fá gjafir. Mér fannst fermingardagur systur minnar mjög skemmtilegur og hlakka til að upplifa þetta sjálfur,“ segir fermingardrengurinn sem stefnir á Verzlunarskóla Íslands eftir tíunda bekk. „Ég hef mjög mikinn áhuga á heilsu, hollu fæði og góðum lífsstíl. Mig langar í einhvers konar heilsutengt nám í framtíðinni.“
CrossFit Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira