Telur "árás“ á Áttuna vera markaðsherferð Sylvía Hall skrifar 25. febrúar 2019 23:29 Huldumaður birtist í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlareikningum hópsins. Skjáskot Andrés Jónsson almannatengill segir innrás á reikninga Áttunnar bera öll þess merki að vera markaðsherferð fyrir stærra útspil. Myndband sem birt var á reikningum Áttunnar sé svo vel gert að allar líkur séu á því að það sé gert af auglýsingastofu og því ekki um raunverulega innrás að ræða. Þetta myndband af hakkaranum er allavega búið til á auglýsingastofu. 99% öruggt. — Andres Jonsson (@andresjons) 25 February 2019 Fyrr í kvöld ráku margir upp stór augu þegar þeir sáu að öllu hafði verið eytt út af samfélagsmiðlareikningum Áttunnar. Myndbönd á borð við „Neinei“ og „Ekki seena“ voru ekki sjáanleg á YouTube-síðu hópsins og allar Instagram-myndir á bak og burt. Eina sem mátti finna á reikningum hópsins var myndband af huldumanni sem boðaði „útrýmingu Áttunnar“.Sjá einnig: Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Að sögn Andrésar eru allar líkur á því að innrásin sé útpæld markaðsherferð og Áttan því ekki fórnarlamb tölvuþrjóta í raun og veru. Nökkvi Fjalar Orrason, einn stofnenda Áttunnar, hélt því fram í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann væri gjörsamlega grandlaus og atvikið hefði komið sér verulega á óvart. Hann biðlaði jafnframt til fólks að setja sig í samband við sig ef það hefði einhverjar upplýsingar. Andrés vakti athygli á málinu á Twitter-síðu sinni í kvöld og spurði jafnframt hvenær væri í lagi að „ljúga blákalt að fjölmiðlum og almenningi“.Í hvaða tilvikum MÁ ljúga blákalt að fjölmiðlum og almenningi? :) — Andres Jonsson (@andresjons) 25 February 2019 Þá hefur verið bent á það að áhorfsfjöldi á YouTube-síðu Áttunnar sé óbreyttur en þrátt fyrir nú sé aðeins myndbandið af „hakkaranum“ á síðunni, sem er með um fimm hundruð áhorf þegar þetta er skrifað, er heildarfjöldi áhorfa á síðunni tæplega fjórar milljónir og má rekja það til vinsælla myndbanda hópsins. Því eru líkur á að myndböndin hafi einfaldlega verið falin tímabundið.Áhorf hópsins eru á sínum stað.Því eru ekki allir sannfærðir um að Áttan hafi raunverulega verið fórnarlamb tölvuþrjóta líkt og myndbandið benti til.Ef aleiga mín væri einhvers virði þá myndi ég veðja henni á að áttu hakkarinn er áttan sjálf. — Þóra Sif Guðmunds (@thorasifg) 25 February 2019 Áttan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út "öllu Áttu draslinu“. 25. febrúar 2019 20:09 Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Andrés Jónsson almannatengill segir innrás á reikninga Áttunnar bera öll þess merki að vera markaðsherferð fyrir stærra útspil. Myndband sem birt var á reikningum Áttunnar sé svo vel gert að allar líkur séu á því að það sé gert af auglýsingastofu og því ekki um raunverulega innrás að ræða. Þetta myndband af hakkaranum er allavega búið til á auglýsingastofu. 99% öruggt. — Andres Jonsson (@andresjons) 25 February 2019 Fyrr í kvöld ráku margir upp stór augu þegar þeir sáu að öllu hafði verið eytt út af samfélagsmiðlareikningum Áttunnar. Myndbönd á borð við „Neinei“ og „Ekki seena“ voru ekki sjáanleg á YouTube-síðu hópsins og allar Instagram-myndir á bak og burt. Eina sem mátti finna á reikningum hópsins var myndband af huldumanni sem boðaði „útrýmingu Áttunnar“.Sjá einnig: Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Að sögn Andrésar eru allar líkur á því að innrásin sé útpæld markaðsherferð og Áttan því ekki fórnarlamb tölvuþrjóta í raun og veru. Nökkvi Fjalar Orrason, einn stofnenda Áttunnar, hélt því fram í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann væri gjörsamlega grandlaus og atvikið hefði komið sér verulega á óvart. Hann biðlaði jafnframt til fólks að setja sig í samband við sig ef það hefði einhverjar upplýsingar. Andrés vakti athygli á málinu á Twitter-síðu sinni í kvöld og spurði jafnframt hvenær væri í lagi að „ljúga blákalt að fjölmiðlum og almenningi“.Í hvaða tilvikum MÁ ljúga blákalt að fjölmiðlum og almenningi? :) — Andres Jonsson (@andresjons) 25 February 2019 Þá hefur verið bent á það að áhorfsfjöldi á YouTube-síðu Áttunnar sé óbreyttur en þrátt fyrir nú sé aðeins myndbandið af „hakkaranum“ á síðunni, sem er með um fimm hundruð áhorf þegar þetta er skrifað, er heildarfjöldi áhorfa á síðunni tæplega fjórar milljónir og má rekja það til vinsælla myndbanda hópsins. Því eru líkur á að myndböndin hafi einfaldlega verið falin tímabundið.Áhorf hópsins eru á sínum stað.Því eru ekki allir sannfærðir um að Áttan hafi raunverulega verið fórnarlamb tölvuþrjóta líkt og myndbandið benti til.Ef aleiga mín væri einhvers virði þá myndi ég veðja henni á að áttu hakkarinn er áttan sjálf. — Þóra Sif Guðmunds (@thorasifg) 25 February 2019
Áttan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út "öllu Áttu draslinu“. 25. febrúar 2019 20:09 Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út "öllu Áttu draslinu“. 25. febrúar 2019 20:09