Leggja til umfangsmiklar breytingar á staðgreiðslukerfinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 18:36 Axel Hall, formaður sérfræðingahóps kynnti nýja skýrslu um tekjuskatts- og bótakerfið í fjármálaráðuneytinu í dag. Vísir/Egill Vaxtabótakerfið er í eðli sínu flókið og ógangsætt samkvæmt nýrri skýrslu en sérfræðihópur á vegum fjármálaráðuneytisins leggur til að það verði einfaldað. Hópurinn leggur jafnframt til einhverjar mestu breyting á staðgreiðslukerfinu frá því að núverandi staðgreiðslukerfi var tekið upp. Hópur sem skipaður var af fjármálaráðherra í kynnti í dag niðurstöður umfangsmikillar skýrslu um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa hjá einstaklingum og fjölskyldum. Hópnum var falið að skoða hvernig nýta megi þá fjármuni sem markaðir eru í fjármálaáætlun 2019-2023 til hagsbóta fyrir þá sem hafa lágar og lægri tekjur og leggja til útfærslur í breytingu á skattkerfinu. „Það sem við leggjum til er að búið verði til nýtt neðsta þrep og þegar að aðlögunartíma þess líkur þá verði fyrsta þrep í skattkerfinu fjórum prósentustigum lægra en nú er,“ segir Axel Hall, formaður sérfræðingahópsins. Neðra þrepið myndi þannig nema 32,94%. Þá gerir hópurinn tillögur húsnæðisstuðningi í gegnum skattkerfið. Axel segir tvennt standa upp úr sem hópurinn skoðaði hvað varðar húsnæðismál.Húsnæðismarkaðurinn unga fólkinu erfiðastur „Vaxtabótakerfið er í eðli sínu flókið og ógagnsætt. Við skoðuðum einfaldaða útgáfu þess. Ef að stjórnvöld vilja halda áfram með stuðning í vaxtabótum þá leggjum við til að stuðningurinn verði tímabundinn og bundinn við fyrstu kaup. Enda er það þannig að ungt fólk á sífellt erfiðara með að fóta sig á fasteignamarkaði,“ útskýrir Axel. Þá er hins vegar lagt til að stjórnvöld mæti tekjulágum með skattaafslætti til að spara fasta fjárhæð til viðbótar við séreignasparnaðarúrræði til fyrstu fasteignakaupa. Vísir/EgillEin stærsta breytingin sem hópurinn leggur til er að skattleysismörk og persónuafsláttur og tekjumörk skattþrepa verði látin fylgja þróun breytinga á vísitölu neysluverðs og þróun framleiðni. Slík tenging myndi samkvæmt skýrslunni tryggja að tekjujöfnunareiginleikar skattkerfisins haldist yfir tíma, án þess að skerða hagstjórnaráhrif um of. „Það yrði veruleg breyting frá því sem nú er og ef að hún yrði tekin upp sú breyting þá yrði það ein sú mesta breyting á kerfi staðgreiðslunnar frá því að kerfið var tekið upp,“ segir Axel.Skattleysismörkin há hér á landi Hópurinn skoðaði einnig barnabótakerfið en í skýrslunni er meðal annars gerð grein fyrir því hvernig dregið hafi úr stuðningi við sambúðarfólk að undanförnu en greiðslur hafi í ríkari mæli farið til einstæðra foreldra. Þá var tekjuskattskerfið jafnframt borið saman við það sem gengur og gerist á Norðurlöndum. „Hvað heildarskattbyrðina varðar, þegar maður tekur launafólk og vinnuveitendur til samans, þá erum við yfir nær allt litróf tekna og fjölskyldutegunda lægst. En þegar horft er á launþegan einan og sér þá verður niðurstaðan ekki einhlít og samanburðurinn ekki alltaf hagfelldur,“ segir Axel. Þannig eru skattleysismorkin hér á landi há í norrænum samanburði, fyrsta grunnprósentan hæst og þrepin fæst. Skattbyrði launafólks hér á landi er mjög svipuð og í Noregi en heilt yfir eru jaðarskattar launafólks og heildarjaðarskattar lágir og oft lægstir hér á landi. Einstæðir foreldrar á lágum launum hafa lægri skattbyrði hér að því er fram kemur í skýrslunni en þeir búa ekki við tekjuskerðingu barnabóta og há skattleysismörk hér á landi vega þungt í því sambandi. Skýrslu sérfræðingahópsins í heild sinni má finna hér. Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Vaxtabótakerfið er í eðli sínu flókið og ógangsætt samkvæmt nýrri skýrslu en sérfræðihópur á vegum fjármálaráðuneytisins leggur til að það verði einfaldað. Hópurinn leggur jafnframt til einhverjar mestu breyting á staðgreiðslukerfinu frá því að núverandi staðgreiðslukerfi var tekið upp. Hópur sem skipaður var af fjármálaráðherra í kynnti í dag niðurstöður umfangsmikillar skýrslu um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa hjá einstaklingum og fjölskyldum. Hópnum var falið að skoða hvernig nýta megi þá fjármuni sem markaðir eru í fjármálaáætlun 2019-2023 til hagsbóta fyrir þá sem hafa lágar og lægri tekjur og leggja til útfærslur í breytingu á skattkerfinu. „Það sem við leggjum til er að búið verði til nýtt neðsta þrep og þegar að aðlögunartíma þess líkur þá verði fyrsta þrep í skattkerfinu fjórum prósentustigum lægra en nú er,“ segir Axel Hall, formaður sérfræðingahópsins. Neðra þrepið myndi þannig nema 32,94%. Þá gerir hópurinn tillögur húsnæðisstuðningi í gegnum skattkerfið. Axel segir tvennt standa upp úr sem hópurinn skoðaði hvað varðar húsnæðismál.Húsnæðismarkaðurinn unga fólkinu erfiðastur „Vaxtabótakerfið er í eðli sínu flókið og ógagnsætt. Við skoðuðum einfaldaða útgáfu þess. Ef að stjórnvöld vilja halda áfram með stuðning í vaxtabótum þá leggjum við til að stuðningurinn verði tímabundinn og bundinn við fyrstu kaup. Enda er það þannig að ungt fólk á sífellt erfiðara með að fóta sig á fasteignamarkaði,“ útskýrir Axel. Þá er hins vegar lagt til að stjórnvöld mæti tekjulágum með skattaafslætti til að spara fasta fjárhæð til viðbótar við séreignasparnaðarúrræði til fyrstu fasteignakaupa. Vísir/EgillEin stærsta breytingin sem hópurinn leggur til er að skattleysismörk og persónuafsláttur og tekjumörk skattþrepa verði látin fylgja þróun breytinga á vísitölu neysluverðs og þróun framleiðni. Slík tenging myndi samkvæmt skýrslunni tryggja að tekjujöfnunareiginleikar skattkerfisins haldist yfir tíma, án þess að skerða hagstjórnaráhrif um of. „Það yrði veruleg breyting frá því sem nú er og ef að hún yrði tekin upp sú breyting þá yrði það ein sú mesta breyting á kerfi staðgreiðslunnar frá því að kerfið var tekið upp,“ segir Axel.Skattleysismörkin há hér á landi Hópurinn skoðaði einnig barnabótakerfið en í skýrslunni er meðal annars gerð grein fyrir því hvernig dregið hafi úr stuðningi við sambúðarfólk að undanförnu en greiðslur hafi í ríkari mæli farið til einstæðra foreldra. Þá var tekjuskattskerfið jafnframt borið saman við það sem gengur og gerist á Norðurlöndum. „Hvað heildarskattbyrðina varðar, þegar maður tekur launafólk og vinnuveitendur til samans, þá erum við yfir nær allt litróf tekna og fjölskyldutegunda lægst. En þegar horft er á launþegan einan og sér þá verður niðurstaðan ekki einhlít og samanburðurinn ekki alltaf hagfelldur,“ segir Axel. Þannig eru skattleysismorkin hér á landi há í norrænum samanburði, fyrsta grunnprósentan hæst og þrepin fæst. Skattbyrði launafólks hér á landi er mjög svipuð og í Noregi en heilt yfir eru jaðarskattar launafólks og heildarjaðarskattar lágir og oft lægstir hér á landi. Einstæðir foreldrar á lágum launum hafa lægri skattbyrði hér að því er fram kemur í skýrslunni en þeir búa ekki við tekjuskerðingu barnabóta og há skattleysismörk hér á landi vega þungt í því sambandi. Skýrslu sérfræðingahópsins í heild sinni má finna hér.
Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira