Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 15:09 Frá atkvæðagreiðslu á vegum Eflingar í dag. vísir/vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. Hann segir samtökin alls ekki leggjast gegn því að Efling fari á vinnustaði og bjóði starfsmönnum að greiða atkvæði um verkfallsboðun en segir vinnuveitandann eiga rétt á því að slíkt sé þá gert utan vinnutímans þannig að ekki sé verið að trufla fólk í vinnu. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag kom til snarpra orðaskipta á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda City Park Hotel í Reykjavík, þegar Efling mætti á hótelið til þess að bjóða starfsmönnum að greiða atkvæði um verkfallsboðun. Sagði Sólveig Anna að eigandinn hefði meinað tólf starfsmönnum hótelsins sem eru í Eflingu að greiða atkvæði. Þessu vísaði Árni Valur á bug og sagði einmitt í samtali við Vísi að ekki hefði verið haft samráð við hann um atkvæðagreiðsluna eins og hann taldi að Efling ætti að gera. Þá hefði starfsfólkið ekki verið í pásu klukkan 12 þegar atkvæðagreiðslan átti að fara fram og því væri verið að trufla þau við vinnu sína. Efling væri hins vegar velkomin á hótelið klukkan 14 og kvaðst Árni Valur reyndar hafa hvatt starfsfólk sitt til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni sem fer einnig fram rafrænt.Báðir aðilar hafi nokkuð til síns máls „Við hjá SAF virðum náttúrulega vinnulöggjöfina og verkfallsréttinn og viljum að þetta gangi, þrátt fyrir flókinn veruleika, allt saman fyrir sig eins og það á að gera samkvæmt reglunum. Við bendum á að það væri betra ef svona tilvik þar sem verið er að koma á vinnustaði að það væri gert í einhvers konar samráði um hvenær það væri gert. Það er að segja, varðandi tímasetningu þá þegar starfsfólkið er ekki að störfum. Það er þá í samræmi við vinnulöggjöfina,“ segir Jóhannes Þór í samtali við Vísi. Hann segir báða aðila hafa nokkuð til síns máls. „Það er að segja að sjálfsögðu á starfsfólkið rétt á að greiða atkvæði en atvinnurekandinn á þá líka rétt á því að það sé þá gert utan vinnutímans þannig að það sé ekki verið að trufla fólk til vinnu.“ Aðspurður hvort að SAF hafi tekið einhverja afstöðu til þess hvort að atkvæðagreiðslan sé ólögmæt, líkt og Samtök atvinnulífsins lýstu yfir í dag, segir Jóhannes svo ekki vera en SAF sé vissulega hluti af SA og þar með hluti af yfirlýsingunni. „En á meðan að atkvæðagreiðslan hefur ekki verið stöðvuð þá bendum við á þetta, það er að segja að það væri skynsamlegt að gera þetta í samráði við atvinnurekendur,“ segir Jóhannes. Kjaramál Tengdar fréttir Bönnuðu vinnu við City Park Hótel í október þar sem aðstæður þóttu lífshættulegar starfsmönnum Framkvæmdir áttu sér stað án byggingarleyfis frá borginni. 25. febrúar 2019 14:40 Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Fleiri fréttir Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. Hann segir samtökin alls ekki leggjast gegn því að Efling fari á vinnustaði og bjóði starfsmönnum að greiða atkvæði um verkfallsboðun en segir vinnuveitandann eiga rétt á því að slíkt sé þá gert utan vinnutímans þannig að ekki sé verið að trufla fólk í vinnu. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag kom til snarpra orðaskipta á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda City Park Hotel í Reykjavík, þegar Efling mætti á hótelið til þess að bjóða starfsmönnum að greiða atkvæði um verkfallsboðun. Sagði Sólveig Anna að eigandinn hefði meinað tólf starfsmönnum hótelsins sem eru í Eflingu að greiða atkvæði. Þessu vísaði Árni Valur á bug og sagði einmitt í samtali við Vísi að ekki hefði verið haft samráð við hann um atkvæðagreiðsluna eins og hann taldi að Efling ætti að gera. Þá hefði starfsfólkið ekki verið í pásu klukkan 12 þegar atkvæðagreiðslan átti að fara fram og því væri verið að trufla þau við vinnu sína. Efling væri hins vegar velkomin á hótelið klukkan 14 og kvaðst Árni Valur reyndar hafa hvatt starfsfólk sitt til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni sem fer einnig fram rafrænt.Báðir aðilar hafi nokkuð til síns máls „Við hjá SAF virðum náttúrulega vinnulöggjöfina og verkfallsréttinn og viljum að þetta gangi, þrátt fyrir flókinn veruleika, allt saman fyrir sig eins og það á að gera samkvæmt reglunum. Við bendum á að það væri betra ef svona tilvik þar sem verið er að koma á vinnustaði að það væri gert í einhvers konar samráði um hvenær það væri gert. Það er að segja, varðandi tímasetningu þá þegar starfsfólkið er ekki að störfum. Það er þá í samræmi við vinnulöggjöfina,“ segir Jóhannes Þór í samtali við Vísi. Hann segir báða aðila hafa nokkuð til síns máls. „Það er að segja að sjálfsögðu á starfsfólkið rétt á að greiða atkvæði en atvinnurekandinn á þá líka rétt á því að það sé þá gert utan vinnutímans þannig að það sé ekki verið að trufla fólk til vinnu.“ Aðspurður hvort að SAF hafi tekið einhverja afstöðu til þess hvort að atkvæðagreiðslan sé ólögmæt, líkt og Samtök atvinnulífsins lýstu yfir í dag, segir Jóhannes svo ekki vera en SAF sé vissulega hluti af SA og þar með hluti af yfirlýsingunni. „En á meðan að atkvæðagreiðslan hefur ekki verið stöðvuð þá bendum við á þetta, það er að segja að það væri skynsamlegt að gera þetta í samráði við atvinnurekendur,“ segir Jóhannes.
Kjaramál Tengdar fréttir Bönnuðu vinnu við City Park Hótel í október þar sem aðstæður þóttu lífshættulegar starfsmönnum Framkvæmdir áttu sér stað án byggingarleyfis frá borginni. 25. febrúar 2019 14:40 Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Fleiri fréttir Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Sjá meira
Bönnuðu vinnu við City Park Hótel í október þar sem aðstæður þóttu lífshættulegar starfsmönnum Framkvæmdir áttu sér stað án byggingarleyfis frá borginni. 25. febrúar 2019 14:40
Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07