Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 12:36 Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræða hér málin í anddyri hótelsins í hádeginu. vísir/vilhelm Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda City Park Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. Sólveig Anna lýsir því sem ótrúlegri senu þegar hún ásamt félögum sínum í Eflingu mætti á hótelið á sérstökum bíl þar sem félagsmönnum gefst tækifæri á að greiða atkvæði um boðun verkfalls starfsfólks sem starfar við þrif á hótelum og gistiheimilum. Að sögn Sólveigar Önnu tók eigandi hótelsins á móti henni í anddyri þess og segir hún Árna Val hafa meinað starfsfólkinu að greiða atkvæði. Telur hún að um tólf starfsmenn hótelsins hafi ætlað sér að greiða atkvæði en ekkert varð af því. „Eigandinn tók á móti okkur og sendi okkur skýr skilaboð um að við værum ekki velkomin,“ segir Sólveig Anna og bætir við að hóteleigandinn hafi sagt að starfsfólkið mætti ekki greiða atkvæði á vinnutíma. Árni Valur, eigandi hótelsins, segir í samtali við Vísi að Efling hafi ekki rétt á því að koma á hótelið með þessum hætti enda sé verið að trufla starfsmenn við vinnu sína. Þau hafi boðað komu sína á hótelið klukkan 12 en þá væru starfsmennirnir ekki í pásu. Ef þau myndu koma klukkan 14 væru starfsmennirnir hins vegar í pásu og ekki verið að trufla þá við vinnu sína. Atkvæðagreiðslan fer ekki aðeins fram í fyrrnefndum bíl sem keyrir á milli vinnustaða heldur einnig á netinu. Árni Valur vísar því á bug að hann hafi bannað starfsfólki sínu að greiða atkvæði í dag heldur hafi hann þvert á móti undanfarna daga hvatt þau til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. „Því ég veit það að vel flestir ef ekki allir af mínum starfsmönnum vilja ekki fara í verkfall. Við erum búin að ræða þetta og þau eru búin að vera í öngum sínum að tala við mig og spyrja þá „Verðum við að fara í verkfall?““ Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda City Park Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. Sólveig Anna lýsir því sem ótrúlegri senu þegar hún ásamt félögum sínum í Eflingu mætti á hótelið á sérstökum bíl þar sem félagsmönnum gefst tækifæri á að greiða atkvæði um boðun verkfalls starfsfólks sem starfar við þrif á hótelum og gistiheimilum. Að sögn Sólveigar Önnu tók eigandi hótelsins á móti henni í anddyri þess og segir hún Árna Val hafa meinað starfsfólkinu að greiða atkvæði. Telur hún að um tólf starfsmenn hótelsins hafi ætlað sér að greiða atkvæði en ekkert varð af því. „Eigandinn tók á móti okkur og sendi okkur skýr skilaboð um að við værum ekki velkomin,“ segir Sólveig Anna og bætir við að hóteleigandinn hafi sagt að starfsfólkið mætti ekki greiða atkvæði á vinnutíma. Árni Valur, eigandi hótelsins, segir í samtali við Vísi að Efling hafi ekki rétt á því að koma á hótelið með þessum hætti enda sé verið að trufla starfsmenn við vinnu sína. Þau hafi boðað komu sína á hótelið klukkan 12 en þá væru starfsmennirnir ekki í pásu. Ef þau myndu koma klukkan 14 væru starfsmennirnir hins vegar í pásu og ekki verið að trufla þá við vinnu sína. Atkvæðagreiðslan fer ekki aðeins fram í fyrrnefndum bíl sem keyrir á milli vinnustaða heldur einnig á netinu. Árni Valur vísar því á bug að hann hafi bannað starfsfólki sínu að greiða atkvæði í dag heldur hafi hann þvert á móti undanfarna daga hvatt þau til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. „Því ég veit það að vel flestir ef ekki allir af mínum starfsmönnum vilja ekki fara í verkfall. Við erum búin að ræða þetta og þau eru búin að vera í öngum sínum að tala við mig og spyrja þá „Verðum við að fara í verkfall?““
Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07
Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00