Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Andri Eysteinsson og Kjartan Kjartansson skrifa 21. febrúar 2019 20:59 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd stéttarfélagsins Eflingar samþykkti að láta fara fram rafræna allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á veitinga- og gistihúsum á fundi sínum í kvöld. Vinnustöðvunin næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Efling var á meðal þeirra fjögurra verkalýðsfélaga sem sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. Samninganefndin samþykkti að láta atkvæðagreiðsluna fara fram á fundi sínum klukkan 20 í kvöld. Vinnustöðvunin hæfist klukkan tíu að morgni 8. mars og lyki klukkan 23:59 sama dag nema að kjarasamningar náist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslunni um vinnustöðvunina skal lokið eigi síðar en kl.22:00, fimmtudaginn 28.2 2019. „Við veljum þennan hóp og þennan dag vegna þess að 8.mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, þessi hópur er að mestu skipaður konum á lægstu launum sem vinna að baki brotnu til að halda hér uppi ferðamannaiðnaðinum þar sem menn hafa grætt á tá og fingri á undanförnum árum, ákvörðunin er tekin á þeim forsendum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við Vísi. Vinnustöðvunin myndi ná til þeirra félagsmanna Eflingar sem vinna samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi. Hún næði til allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu á stórum hluta suðvesturhorns landsins. Í samþykkt samninganefndarinnar segir að kjarasamningurinn sem um ræðir hafi runnið út um áramótin og viðræður við SA hafi reynt árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. „Ég hef trú á að þetta sendi gríðarlega sterk og mögnuð skilaboð inn í viðræðurnar og samfélagið þegar láglaunakonur leggja niður störf og sýna með því grundvallarmikilvægi sitt í íslensku samfélagi og íslensku efnahagslífi,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Samninganefnd stéttarfélagsins Eflingar samþykkti að láta fara fram rafræna allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á veitinga- og gistihúsum á fundi sínum í kvöld. Vinnustöðvunin næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Efling var á meðal þeirra fjögurra verkalýðsfélaga sem sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. Samninganefndin samþykkti að láta atkvæðagreiðsluna fara fram á fundi sínum klukkan 20 í kvöld. Vinnustöðvunin hæfist klukkan tíu að morgni 8. mars og lyki klukkan 23:59 sama dag nema að kjarasamningar náist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslunni um vinnustöðvunina skal lokið eigi síðar en kl.22:00, fimmtudaginn 28.2 2019. „Við veljum þennan hóp og þennan dag vegna þess að 8.mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, þessi hópur er að mestu skipaður konum á lægstu launum sem vinna að baki brotnu til að halda hér uppi ferðamannaiðnaðinum þar sem menn hafa grætt á tá og fingri á undanförnum árum, ákvörðunin er tekin á þeim forsendum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við Vísi. Vinnustöðvunin myndi ná til þeirra félagsmanna Eflingar sem vinna samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi. Hún næði til allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu á stórum hluta suðvesturhorns landsins. Í samþykkt samninganefndarinnar segir að kjarasamningurinn sem um ræðir hafi runnið út um áramótin og viðræður við SA hafi reynt árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. „Ég hef trú á að þetta sendi gríðarlega sterk og mögnuð skilaboð inn í viðræðurnar og samfélagið þegar láglaunakonur leggja niður störf og sýna með því grundvallarmikilvægi sitt í íslensku samfélagi og íslensku efnahagslífi,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira