Endatakmarkið ekki breyst þrátt fyrir slitin Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 15:35 Fréttamenn hópuðust að Halldóri Benjamín Þorbergssyni þegar hann kom af fundi í Karphúsinu í dag. Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. Þeim sé hins vegar ekki lokið, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til annars samingafundar á næstu vikum. Forsvarsmenn verkalýðsfélaganna, VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur, gengu út af sameiginlegum fundi með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á þriðja tímanum í dag. Fastlega má búast við því að félögin hefji nú undirbúning atkvæðagreiðslna um boðun verkfalla. Halldór Benjamín tjáði blaðamönnum sem hópuðust að honum eftir fund hans með félögunum fjórum að SA hafi ekki lagt fram nýtt tilboð í dag. Áfram væri stuðst við þær útfærslur sem SA kynnti verkalýðsforystunni um miðja síðustu viku. Sjá einnig: „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ „Við lýstum því sjónarmiði okkar að grundvöllur kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins, gagnvart öllum okkar viðsemjendum, væri að skapa skilyrði hér fyrir vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, stuðla að jákvæðri kaupmáttarþróun á næstu árum og ekki síður að koma í veg fyrir verðhækkanir og lægra atvinnustig,“ sagði Halldór Benjamín. Tilboð SA hvíli á því svigrúmi sem samtökin telja vera til staðar á íslensku vinnumarkaði. „Miðað við þessar gríðarlega mikilvægu forsendur getum við ekki sem ábyrgur samningsaðili hvikað frá þessu tilboði og þar við sat í dag,“ útskýrði Halldór. Þrátt fyrir að viðræðum hafi verið slitið í dag er endatakmarkið áfram það sama að sögn Halldórs. Það þurfi að ljúka gerð kjarasamnings á næstu vikum - „en takturinn gæti mögulega hafa breyst í dag.“Fréttin hefur verið uppfærðKlippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. Þeim sé hins vegar ekki lokið, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til annars samingafundar á næstu vikum. Forsvarsmenn verkalýðsfélaganna, VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur, gengu út af sameiginlegum fundi með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á þriðja tímanum í dag. Fastlega má búast við því að félögin hefji nú undirbúning atkvæðagreiðslna um boðun verkfalla. Halldór Benjamín tjáði blaðamönnum sem hópuðust að honum eftir fund hans með félögunum fjórum að SA hafi ekki lagt fram nýtt tilboð í dag. Áfram væri stuðst við þær útfærslur sem SA kynnti verkalýðsforystunni um miðja síðustu viku. Sjá einnig: „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ „Við lýstum því sjónarmiði okkar að grundvöllur kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins, gagnvart öllum okkar viðsemjendum, væri að skapa skilyrði hér fyrir vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, stuðla að jákvæðri kaupmáttarþróun á næstu árum og ekki síður að koma í veg fyrir verðhækkanir og lægra atvinnustig,“ sagði Halldór Benjamín. Tilboð SA hvíli á því svigrúmi sem samtökin telja vera til staðar á íslensku vinnumarkaði. „Miðað við þessar gríðarlega mikilvægu forsendur getum við ekki sem ábyrgur samningsaðili hvikað frá þessu tilboði og þar við sat í dag,“ útskýrði Halldór. Þrátt fyrir að viðræðum hafi verið slitið í dag er endatakmarkið áfram það sama að sögn Halldórs. Það þurfi að ljúka gerð kjarasamnings á næstu vikum - „en takturinn gæti mögulega hafa breyst í dag.“Fréttin hefur verið uppfærðKlippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
„Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09
SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58
Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39