Tími og peningar – lengjum fæðingarorlofið strax 21. febrúar 2019 07:30 Markmið laga um fæðingar- og foreldraorlof eru tvenns konar: Að tryggja samvistir barna við foreldra sína og að gera konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Ísland var fyrst landa til að lögfesta orlof sem aðeins feður gátu nýtt sér árið 2000 og hefur síðan verið öðrum löndum fyrirmynd. Lagabreytingin leiddi til hugarfarsbreytingar í samfélaginu og nú þykir eðlilegt að feður taki hluta fæðingarorlofs. Nú eiga foreldrar rétt á samtals níu mánaða orlofi, þremur mánuðum hvort auk þess sem þau fá þrjá mánuði í viðbót sem þau geta deilt. Frá því að kerfinu var komið á árið 2001 hafa mæður tekið að meðaltali sex mánuði. Þróunin hjá feðrum allt fram til ársloka 2008 var sú að 90 prósent feðra tóku fæðingarorlof, að meðaltali þrjá mánuði. Í kjölfar hrunsins voru hámarksgreiðslur skertar verulega sem leiddi til þess að þátttaka feðra bæði minnkaði og þeir tóku styttra orlof. Eftir að hámarksgreiðslur voru hækkaðar aftur hefur þátttaka þeirra aukist lítillega. Í dag taka um 80 prósent feðra orlof, um þrjá mánuði hver. Þessar tölur byggja á samböndum gagnkynhneigðra para en hvorki einstæðra foreldra né samkynhneigðra para. Annars staðar á Norðurlöndum er réttur barna að komast inn í dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi lögbundinn. Svo er ekki hér á landi. Afleiðingarnar eru þær að mæður eru lengur heima með börnum sínum í fæðingarorlofi og ólaunuðu leyfi að því loknu. Auk þess er algengt að þær lækki starfshlutfall sitt eða þurfi aukinn sveigjanleika í starfi í kjölfar fæðingarorlofs. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru afar fá börn yngri en eins árs hjá dagforeldrum eða í annarri dagvist. Flest eru heima hjá öðru hvoru foreldra sinna. Börn fá dagvistun að meðaltali við 18 mánaða aldur. Þetta þýðir að mæður eru að minnsta kosti fimmfalt lengur frá vinnumarkaði en feður. Hjá stórum hluta foreldra er staðan ekki einu sinni svona góð. Staðreyndir sýna að það er afar misjafnt hvenær börn komast að hjá dagforeldrum eða leikskólum. Í sumum sveitarfélögum eru ekki starfandi neinir dagforeldrar og leikskólinn tekur við börnum um 24 mánaða aldur. Í þeim tilfellum kann því móðirin að vera næstum því níu sinnum lengur frá störfum en faðirinn. Það þarf varla að fara mörgum orðum um það hve mikil áhrif þetta hefur á stöðu kynjanna á vinnumarkaði, launamuninn og starfsframa kvenna. Ljóst má vera að jöfn skipting fæðingarorlofs á milli foreldra er lykilforsenda þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði mun þá ekki leiða til lengri fjarveru beggja foreldra frá störfum heldur lengri fjarveru feðra frá störfum og styttri fjarveru móður. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á jafnrétti kynjanna. Þar segir að lenging fæðingarorlofs og hækkun hámarksgreiðslna verði sett á dagskrá í samtali stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Einnig að lenging fæðingarorlofs sé mikilvægt framlag ríkisins til að brúa megi bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hafa verið hækkaðar en mikið vantar upp á að staðið sé við stóru loforðin. Íslenska fæðingarorlofskerfið hefur verið óbreytt í 18 ár. Að okkar áliti er kominn tími til að taka næstu skref fram á við og jafna möguleika foreldra til töku fæðingarorlofs og þar með stöðu þeirra á vinnumarkaði. Aðeins þannig getum við útrýmt gömlum hefðum og viðhorfum og stuðlað að jafnri ábyrgð á umönnun barna. Við græðum öll á því.Drífa Snædal, formaður ASÍSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRBÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Drífa Snædal Sonja Ýr Þorbergsdóttir Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Markmið laga um fæðingar- og foreldraorlof eru tvenns konar: Að tryggja samvistir barna við foreldra sína og að gera konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Ísland var fyrst landa til að lögfesta orlof sem aðeins feður gátu nýtt sér árið 2000 og hefur síðan verið öðrum löndum fyrirmynd. Lagabreytingin leiddi til hugarfarsbreytingar í samfélaginu og nú þykir eðlilegt að feður taki hluta fæðingarorlofs. Nú eiga foreldrar rétt á samtals níu mánaða orlofi, þremur mánuðum hvort auk þess sem þau fá þrjá mánuði í viðbót sem þau geta deilt. Frá því að kerfinu var komið á árið 2001 hafa mæður tekið að meðaltali sex mánuði. Þróunin hjá feðrum allt fram til ársloka 2008 var sú að 90 prósent feðra tóku fæðingarorlof, að meðaltali þrjá mánuði. Í kjölfar hrunsins voru hámarksgreiðslur skertar verulega sem leiddi til þess að þátttaka feðra bæði minnkaði og þeir tóku styttra orlof. Eftir að hámarksgreiðslur voru hækkaðar aftur hefur þátttaka þeirra aukist lítillega. Í dag taka um 80 prósent feðra orlof, um þrjá mánuði hver. Þessar tölur byggja á samböndum gagnkynhneigðra para en hvorki einstæðra foreldra né samkynhneigðra para. Annars staðar á Norðurlöndum er réttur barna að komast inn í dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi lögbundinn. Svo er ekki hér á landi. Afleiðingarnar eru þær að mæður eru lengur heima með börnum sínum í fæðingarorlofi og ólaunuðu leyfi að því loknu. Auk þess er algengt að þær lækki starfshlutfall sitt eða þurfi aukinn sveigjanleika í starfi í kjölfar fæðingarorlofs. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru afar fá börn yngri en eins árs hjá dagforeldrum eða í annarri dagvist. Flest eru heima hjá öðru hvoru foreldra sinna. Börn fá dagvistun að meðaltali við 18 mánaða aldur. Þetta þýðir að mæður eru að minnsta kosti fimmfalt lengur frá vinnumarkaði en feður. Hjá stórum hluta foreldra er staðan ekki einu sinni svona góð. Staðreyndir sýna að það er afar misjafnt hvenær börn komast að hjá dagforeldrum eða leikskólum. Í sumum sveitarfélögum eru ekki starfandi neinir dagforeldrar og leikskólinn tekur við börnum um 24 mánaða aldur. Í þeim tilfellum kann því móðirin að vera næstum því níu sinnum lengur frá störfum en faðirinn. Það þarf varla að fara mörgum orðum um það hve mikil áhrif þetta hefur á stöðu kynjanna á vinnumarkaði, launamuninn og starfsframa kvenna. Ljóst má vera að jöfn skipting fæðingarorlofs á milli foreldra er lykilforsenda þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði mun þá ekki leiða til lengri fjarveru beggja foreldra frá störfum heldur lengri fjarveru feðra frá störfum og styttri fjarveru móður. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á jafnrétti kynjanna. Þar segir að lenging fæðingarorlofs og hækkun hámarksgreiðslna verði sett á dagskrá í samtali stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Einnig að lenging fæðingarorlofs sé mikilvægt framlag ríkisins til að brúa megi bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hafa verið hækkaðar en mikið vantar upp á að staðið sé við stóru loforðin. Íslenska fæðingarorlofskerfið hefur verið óbreytt í 18 ár. Að okkar áliti er kominn tími til að taka næstu skref fram á við og jafna möguleika foreldra til töku fæðingarorlofs og þar með stöðu þeirra á vinnumarkaði. Aðeins þannig getum við útrýmt gömlum hefðum og viðhorfum og stuðlað að jafnri ábyrgð á umönnun barna. Við græðum öll á því.Drífa Snædal, formaður ASÍSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRBÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun