Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 12:41 Erna Reka ásamt foreldrum sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Sigurjón Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. Erna Reka fæddist í apríl 2017 en foreldrar hennar, Nazife Billa og Erion Reka, eru albanskir ríkisborgarar sem komu hingað til lands árið 2015 og voru þá hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi og var umsókn þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi synjað í nóvember sama ár. Þau voru flutt úr landi í apríl 2016 en höfðu áður lagt inn umsókn um dvalarleyfi á grundvelli skorts á vinnuafli. Þau snéru aftur þremur vikum síðar og voru umsóknir þeirra ekki teknar til afgreiðslu þar sem þau höfðu ekki greitt skuld við ríkisjóð vegna kostnaðar við að flytja þau úr landi og þar sem þau höfðu ekki heimild til dvalar á landinu á meðan umsóknir þeirra voru í vinnslu. Í apríl 2017 var þeim birt ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun dvalarleyfis en í sama mánuði kom Erna dóttir þeirra í heiminn. Fjölskyldan telur ákvörðun Þjóðskrár um að skrá dóttur þeirra með lögheimili erlendis vera ógilda þar sem stúlkan er fædd hér á landi. Dómur var kveðinn upp í málinu gegn Þjóðskrá í Héraðdsómi Reykjavíkur í morgun en Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er lögmaður fjölskyldunnar. „Niðurstaða málsins var að kröfum stefnanda var hafnað, barnið fær ekki skráningu í þjóðskrá og upphafleg skráning hennar verður ekki ógilt að svo stöddu og nú geta stefnendur tekið ákvörðun um hvort þau vilja áfría málinu til Landsréttar eða ekki,“ segir Auður. Að óbreyttu verður fjölskyldunni því vísað úr landi. „Þau geta auðvitað óskað eftir frestun réttaráhrifa hjá kærunefnd útlendingamála á meðan þau láta reyna á málið fyrir Landsrétti en það er ekki sjálfsagt að þau fái það. En við ætlum að hitta þau á fundi á eftir og fara yfir stöðuna,“ útskýrir Auður. Málskostnaður fellur niður og greiðist gjafsóknarkostnaður stefnenda úr ríkissjóði. Albanía Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49 Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. 2. júlí 2018 20:30 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. Erna Reka fæddist í apríl 2017 en foreldrar hennar, Nazife Billa og Erion Reka, eru albanskir ríkisborgarar sem komu hingað til lands árið 2015 og voru þá hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi og var umsókn þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi synjað í nóvember sama ár. Þau voru flutt úr landi í apríl 2016 en höfðu áður lagt inn umsókn um dvalarleyfi á grundvelli skorts á vinnuafli. Þau snéru aftur þremur vikum síðar og voru umsóknir þeirra ekki teknar til afgreiðslu þar sem þau höfðu ekki greitt skuld við ríkisjóð vegna kostnaðar við að flytja þau úr landi og þar sem þau höfðu ekki heimild til dvalar á landinu á meðan umsóknir þeirra voru í vinnslu. Í apríl 2017 var þeim birt ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun dvalarleyfis en í sama mánuði kom Erna dóttir þeirra í heiminn. Fjölskyldan telur ákvörðun Þjóðskrár um að skrá dóttur þeirra með lögheimili erlendis vera ógilda þar sem stúlkan er fædd hér á landi. Dómur var kveðinn upp í málinu gegn Þjóðskrá í Héraðdsómi Reykjavíkur í morgun en Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er lögmaður fjölskyldunnar. „Niðurstaða málsins var að kröfum stefnanda var hafnað, barnið fær ekki skráningu í þjóðskrá og upphafleg skráning hennar verður ekki ógilt að svo stöddu og nú geta stefnendur tekið ákvörðun um hvort þau vilja áfría málinu til Landsréttar eða ekki,“ segir Auður. Að óbreyttu verður fjölskyldunni því vísað úr landi. „Þau geta auðvitað óskað eftir frestun réttaráhrifa hjá kærunefnd útlendingamála á meðan þau láta reyna á málið fyrir Landsrétti en það er ekki sjálfsagt að þau fái það. En við ætlum að hitta þau á fundi á eftir og fara yfir stöðuna,“ útskýrir Auður. Málskostnaður fellur niður og greiðist gjafsóknarkostnaður stefnenda úr ríkissjóði.
Albanía Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49 Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. 2. júlí 2018 20:30 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49
Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. 2. júlí 2018 20:30