Óttast að mæðiveiki berist í fé Ari Brynjólfsson skrifar 8. mars 2019 06:30 Valgerður Andrésdóttir sameindaerfðafræðingur fann mæðiveikiveiru í frönskum sauðaosti sem keyptur var í Reykjavík. Fréttablaðið/Anton Brink Valgerður Andrésdóttir, doktor í sameindaerfðafræði, sem starfar á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, telur mjög varasamt að leyfa innflutning á hráu kindakjöti og ostum úr ógerilsneyddri sauðamjólk. Ástæðan er hætta á mæði-visnuveirusmiti sem gæti gert út af við sauðfjárbúskap á svæðum hér á landi. Um er að ræða veiru sem er skyld HIV og er landlæg í Evrópulöndum þar sem sauðfé hefur aðlagast. Segir Valgerður að ein sýkt kind geti valdið ómældu tjóni og reynslan af mæðiveikifaraldrinum sem gekk hér á landi um miðja síðustu öld sýni að farga þurfi öllu sýktu fé á þeim svæðum sem veiran finnst. Hrátt kjöt er nú þegar flutt til landsins í stórum stíl, en samkvæmt núverandi lögum þarf það að vera fryst í 30 daga. Er þó aðallega um að ræða nauta-, alifugla- og svínakjöt en lítið er flutt inn af kindakjöti. Ef frumvarpsdrög landbúnaðarráðherra verða að lögum verður frystiskyldan afnumin. „Þessi veira þolir ágætlega frystingu, það sem skiptir máli er hvort kjötið er hrátt eða fulleldað. Þetta er spurning um líkur, eftir því sem meira er flutt inn því meiri líkur eru á að þetta berist í kindur,“ segir Valgerður í samtali við Fréttablaðið. Hún hefur fundið veiruna í frönskum sauðaosti sem keyptur var í verslun í Reykjavík. „Í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni, þar sem framleiddir eru fínir sauðaostar, þar er nánast allur bústofninn sýktur og þó þetta valdi júgurbólgum þá er engin leið fyrir þá að ráða við þetta. Ég gáði reyndar ekki hvort veiran væri lifandi, en hún var þarna.“ Valgerður segir að það eina sem þurfi til sé úrgangur þar sem veiran er lifandi. „Ef eitthvert dýr kemst í úrganginn, fuglar, hundar eða refir, þá er hætta á að þetta berist út, jafnvel inn í fjárhús. Líkurnar á þessu eru ekki miklar en eftir því sem innflutningurinn eykst því meiri eru líkurnar. Þá yrði úti um sauðfjárbúskap á þeim svæðum þar sem veiran finnst.“Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Óvíst er hver áhrifin yrðu á innflutning, en Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra hefur gefið það út að það verði ekki leyfður innflutningur á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Magnús Óli Ólafsson, forstjóri matvælaheildsölunnar Innness, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ef frumvarpsdrögin yrðu að lögum ætti hann von á því að byrja að flytja inn ferskt nautakjöt. Síðan þyrfti að fylgjast með viðbrögðum innanlandsmarkaðarins. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir enn of snemmt að segja til um mögulegar breytingar á kjötborðum verslana. „Það þarf ekki endilega að vera að áhrifin verði sjáanleg, við vitum það að Íslendingar kjósa oftar en ekki íslenska framleiðslu fram yfir annað,“ segir Gréta. Ólíkt grænmeti, þar sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn, sé yfirleitt nægt framboð af kjöti hér á landi. „Ég tel ólíklegt að það verði flutt inn mikið af ferskum kjúklingi eða kalkúni þar sem það yrði ekki hagkvæmt vegna líftíma vörunnar, það yrði þá frekar nautakjöt eða tilteknar vörur þar sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Segir gæðin aðeins munu aukast með innflutningi á fersku erlendu kjöti Það myndi valda álitshnekki ef óheilbrigt kjöt berst hingað til lands, með því að flytja inn ferskt kjöt sé aðeins verið að bjóða upp á meiri gæði, ekki slá af heilbrigðiskröfum. 7. mars 2019 06:38 Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutningi. 6. mars 2019 07:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Valgerður Andrésdóttir, doktor í sameindaerfðafræði, sem starfar á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, telur mjög varasamt að leyfa innflutning á hráu kindakjöti og ostum úr ógerilsneyddri sauðamjólk. Ástæðan er hætta á mæði-visnuveirusmiti sem gæti gert út af við sauðfjárbúskap á svæðum hér á landi. Um er að ræða veiru sem er skyld HIV og er landlæg í Evrópulöndum þar sem sauðfé hefur aðlagast. Segir Valgerður að ein sýkt kind geti valdið ómældu tjóni og reynslan af mæðiveikifaraldrinum sem gekk hér á landi um miðja síðustu öld sýni að farga þurfi öllu sýktu fé á þeim svæðum sem veiran finnst. Hrátt kjöt er nú þegar flutt til landsins í stórum stíl, en samkvæmt núverandi lögum þarf það að vera fryst í 30 daga. Er þó aðallega um að ræða nauta-, alifugla- og svínakjöt en lítið er flutt inn af kindakjöti. Ef frumvarpsdrög landbúnaðarráðherra verða að lögum verður frystiskyldan afnumin. „Þessi veira þolir ágætlega frystingu, það sem skiptir máli er hvort kjötið er hrátt eða fulleldað. Þetta er spurning um líkur, eftir því sem meira er flutt inn því meiri líkur eru á að þetta berist í kindur,“ segir Valgerður í samtali við Fréttablaðið. Hún hefur fundið veiruna í frönskum sauðaosti sem keyptur var í verslun í Reykjavík. „Í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni, þar sem framleiddir eru fínir sauðaostar, þar er nánast allur bústofninn sýktur og þó þetta valdi júgurbólgum þá er engin leið fyrir þá að ráða við þetta. Ég gáði reyndar ekki hvort veiran væri lifandi, en hún var þarna.“ Valgerður segir að það eina sem þurfi til sé úrgangur þar sem veiran er lifandi. „Ef eitthvert dýr kemst í úrganginn, fuglar, hundar eða refir, þá er hætta á að þetta berist út, jafnvel inn í fjárhús. Líkurnar á þessu eru ekki miklar en eftir því sem innflutningurinn eykst því meiri eru líkurnar. Þá yrði úti um sauðfjárbúskap á þeim svæðum þar sem veiran finnst.“Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Óvíst er hver áhrifin yrðu á innflutning, en Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra hefur gefið það út að það verði ekki leyfður innflutningur á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Magnús Óli Ólafsson, forstjóri matvælaheildsölunnar Innness, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ef frumvarpsdrögin yrðu að lögum ætti hann von á því að byrja að flytja inn ferskt nautakjöt. Síðan þyrfti að fylgjast með viðbrögðum innanlandsmarkaðarins. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir enn of snemmt að segja til um mögulegar breytingar á kjötborðum verslana. „Það þarf ekki endilega að vera að áhrifin verði sjáanleg, við vitum það að Íslendingar kjósa oftar en ekki íslenska framleiðslu fram yfir annað,“ segir Gréta. Ólíkt grænmeti, þar sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn, sé yfirleitt nægt framboð af kjöti hér á landi. „Ég tel ólíklegt að það verði flutt inn mikið af ferskum kjúklingi eða kalkúni þar sem það yrði ekki hagkvæmt vegna líftíma vörunnar, það yrði þá frekar nautakjöt eða tilteknar vörur þar sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Segir gæðin aðeins munu aukast með innflutningi á fersku erlendu kjöti Það myndi valda álitshnekki ef óheilbrigt kjöt berst hingað til lands, með því að flytja inn ferskt kjöt sé aðeins verið að bjóða upp á meiri gæði, ekki slá af heilbrigðiskröfum. 7. mars 2019 06:38 Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutningi. 6. mars 2019 07:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Segir gæðin aðeins munu aukast með innflutningi á fersku erlendu kjöti Það myndi valda álitshnekki ef óheilbrigt kjöt berst hingað til lands, með því að flytja inn ferskt kjöt sé aðeins verið að bjóða upp á meiri gæði, ekki slá af heilbrigðiskröfum. 7. mars 2019 06:38
Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutningi. 6. mars 2019 07:00