Jón Steinar rekur misræmi í dómum til valdabaráttu dómara Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2019 10:07 Jón Steinar segir fráleitt að dæma mönnum sem ekki fengu embætti miskabætur en ekki konu sem sökuð var saklaus um manndráp af gáleysi. visir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, setur fram alvarlegar ásakanir í pistli sem Vísir birti í morgun. Hann segir að augljóst misræmi milli dóma megi rekja til þess sem hann kallar „valdabaráttu dómaraklíkunnar við Hæstarétt“. Hann telur vert að menn hafi þessa stöðu bak við eyrað ef þeir telji sig þurfa að sækja miskabætur á hendur ríkisins. Jón Steinar ber saman dóma og nefnir þann sem féll í vikunni en þar var Ástu Kristínu Andrésdóttur, sem ranglega hafði verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi, synjað um bætur. Hæstiréttur staðfesti þannig dóm Landsréttar sem gekk á sömu leið fyrir um ári en þá sagði Ásta Kristin það hafa verið mikið áfall fyrir sig. Rannsóknin hefði haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldunnar. Ásta Kristín Andrésdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að sýknudómurinn lá fyrir árið 2015.Fréttablaðið/Stefán En, árið 2017 dæmdi Hæstiréttur íslenska ríkið til að greiða lögmönnunum Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara í Landsrétt. Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Jón Steinar segir háðskur í pistili sínum að talið hafi verið að gæta þurfi samræmis við beitingu laga í dómaframkvæmd. „Þegar kenning um það var boðuð mannfólkinu var hins vegar ekki tekið fram að dómstólar mættu víkja frá kröfunni um samræmi þegar þeir teldu nauðsynlegt til að gæta valda sinna við að ákveða hverjir skyldu verða nýir dómarar í landinu. Misræmið sem hér er á ferðinni á því ekki rót að rekja til kímnigáfu dómaranna, eins og menn gætu haldið. Dómarnir frá desember 2017 voru bara afkvæmi valdabaráttu dómaraklíkunnar við Hæstarétt.“ Jón Steinar er þarna með óbeinum hætti að vísa til gagnrýni sem hann hefur áður sett fram á dómara, og þá einkum Markús Sigurbjörnsson, að þeir vilji ráða því alfarið sjálfir hverjir skipast sem slíkir og miskabætur til handa mönnum sem ekki fengu skipan séu skilaboð til ráðherra, að vera ekki að hlutast til um það. Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Ríkið sýknað af skaðabótakröfu Ástu Kristínar Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. 6. mars 2019 10:23 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, setur fram alvarlegar ásakanir í pistli sem Vísir birti í morgun. Hann segir að augljóst misræmi milli dóma megi rekja til þess sem hann kallar „valdabaráttu dómaraklíkunnar við Hæstarétt“. Hann telur vert að menn hafi þessa stöðu bak við eyrað ef þeir telji sig þurfa að sækja miskabætur á hendur ríkisins. Jón Steinar ber saman dóma og nefnir þann sem féll í vikunni en þar var Ástu Kristínu Andrésdóttur, sem ranglega hafði verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi, synjað um bætur. Hæstiréttur staðfesti þannig dóm Landsréttar sem gekk á sömu leið fyrir um ári en þá sagði Ásta Kristin það hafa verið mikið áfall fyrir sig. Rannsóknin hefði haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldunnar. Ásta Kristín Andrésdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að sýknudómurinn lá fyrir árið 2015.Fréttablaðið/Stefán En, árið 2017 dæmdi Hæstiréttur íslenska ríkið til að greiða lögmönnunum Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara í Landsrétt. Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Jón Steinar segir háðskur í pistili sínum að talið hafi verið að gæta þurfi samræmis við beitingu laga í dómaframkvæmd. „Þegar kenning um það var boðuð mannfólkinu var hins vegar ekki tekið fram að dómstólar mættu víkja frá kröfunni um samræmi þegar þeir teldu nauðsynlegt til að gæta valda sinna við að ákveða hverjir skyldu verða nýir dómarar í landinu. Misræmið sem hér er á ferðinni á því ekki rót að rekja til kímnigáfu dómaranna, eins og menn gætu haldið. Dómarnir frá desember 2017 voru bara afkvæmi valdabaráttu dómaraklíkunnar við Hæstarétt.“ Jón Steinar er þarna með óbeinum hætti að vísa til gagnrýni sem hann hefur áður sett fram á dómara, og þá einkum Markús Sigurbjörnsson, að þeir vilji ráða því alfarið sjálfir hverjir skipast sem slíkir og miskabætur til handa mönnum sem ekki fengu skipan séu skilaboð til ráðherra, að vera ekki að hlutast til um það.
Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Ríkið sýknað af skaðabótakröfu Ástu Kristínar Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. 6. mars 2019 10:23 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Ríkið sýknað af skaðabótakröfu Ástu Kristínar Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. 6. mars 2019 10:23
Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent