Peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara: Klúðursaga PSG í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2019 11:30 Kylian Mbappe og United-maðurinn Diogot Dalot eftir leikinn í gærkvöldi. Getty/Xavier Laine Eigendur Paris Saint Germain dreyma um að vinna Meistaradeildina en í gær klúðraði liðið þeirra enn á ný mjög góðri stöðu og datt út í byrjun útsláttarkeppninnar. Manchester United vann einn eftirminnilegasta sigurinn í sögu Meistaradeildarinnar í París í gær þegar liðið mætti á útivelli 2-0 undir en tryggði sig áfram með 3-1 sigri. Heimamenn í PSG ætti að vera farnir að þekkja þá tilfinningu vel að tapa niður draumastöðum. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum þar sem lið Paris Saint Germain kemur sér í góða stöðu með góðum sigri í fyrri leiknum en missir síðan allt í buxurnar í seinni leiknum. Þetta gerðist 2016 á móti Real Madrid, 2017 á móti Barcelona og nú 2019 á móti Manchester United. Mister Chip bendir á þetta á Twitter-síðu sinni.En 2016 llegó al Bernabéu con un 2-0 y no le sirvió. En 2017 llegó al Camp Nou con un 4-0 y no le sirvió. En 2019 logró un 0-2 en Old Trafford en la ida y tampoco le sirvió. Varias de las remontadas más históricas de la Champions League tienen un denominador común... pic.twitter.com/a8ah8VpFpD — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 6, 2019Eigendur Paris Saint Germain hafa dælt peningum inn í félagið. PSG hefur ekki þurft mikla viðbót til að rúlla upp frönsku deildinni ár eftir ár en stefnan var að ná að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn. Liðið hefur aftur á móti ekki verið nálægt því þrátt fyrir að vera með marga af bestu og dýrustu leikmenn heims innan sinna raða. PSG sannar það að peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara.El PSG cayó en 1/8 en 2017 tras ganar 4-0 en la ida. El PSG cayó en 1/8 en 2018 tras adelantarse 0-1 en el Bernabéu contra un Madrid que estaba descosido. El PSG cae en 1/8 en 2019 tras haber ganado 0-2 en la ida. El fútbol esconde secretos que el dinero no puede descifrar. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 6, 2019Þetta er þriðja árið í röð sem Paris Saint Germain dettur út í 16 liða úrslitunum og fjögur ár þar á undan endaði ævintýrið í átta liða úrslitum keppninnar. Þrátt fyrir alla eyðsluna hefur PSG enn ekki náð að spila undanúrslitaleik í Meistaradeildinni og það gerist nú í fyrsta sinn vorið 2020. Það eru hins vegar viðureignirnar á móti Real Madrid, Barcelona og Manchester United sem svíða mest. Í öll skiptin var liðið búið að búa til kjöraðstæður til að komast áfram. Þeim til vorkunnar hefur PSG liðið verið sérlega óheppið með mótherja í fyrstu umferðum útsláttarkeppninnar og liðin sem hafa slegið Parísarmenn út úr Meistaradeildinni undanfarin sjö ár eru Barcelona (3 sinnum), Chelsea, Manchester City, Real Madrid og svo Manchester United í gær.Paris Saint Germain í Meistaradeildinni síðustu tímabil: 2012-13: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2013-14: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Chelsea) 2014-15: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2015-16: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Manchester City) 2016-17: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2017-18: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Real Madrid) 2018-19: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Manchester United) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira
Eigendur Paris Saint Germain dreyma um að vinna Meistaradeildina en í gær klúðraði liðið þeirra enn á ný mjög góðri stöðu og datt út í byrjun útsláttarkeppninnar. Manchester United vann einn eftirminnilegasta sigurinn í sögu Meistaradeildarinnar í París í gær þegar liðið mætti á útivelli 2-0 undir en tryggði sig áfram með 3-1 sigri. Heimamenn í PSG ætti að vera farnir að þekkja þá tilfinningu vel að tapa niður draumastöðum. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum þar sem lið Paris Saint Germain kemur sér í góða stöðu með góðum sigri í fyrri leiknum en missir síðan allt í buxurnar í seinni leiknum. Þetta gerðist 2016 á móti Real Madrid, 2017 á móti Barcelona og nú 2019 á móti Manchester United. Mister Chip bendir á þetta á Twitter-síðu sinni.En 2016 llegó al Bernabéu con un 2-0 y no le sirvió. En 2017 llegó al Camp Nou con un 4-0 y no le sirvió. En 2019 logró un 0-2 en Old Trafford en la ida y tampoco le sirvió. Varias de las remontadas más históricas de la Champions League tienen un denominador común... pic.twitter.com/a8ah8VpFpD — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 6, 2019Eigendur Paris Saint Germain hafa dælt peningum inn í félagið. PSG hefur ekki þurft mikla viðbót til að rúlla upp frönsku deildinni ár eftir ár en stefnan var að ná að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn. Liðið hefur aftur á móti ekki verið nálægt því þrátt fyrir að vera með marga af bestu og dýrustu leikmenn heims innan sinna raða. PSG sannar það að peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara.El PSG cayó en 1/8 en 2017 tras ganar 4-0 en la ida. El PSG cayó en 1/8 en 2018 tras adelantarse 0-1 en el Bernabéu contra un Madrid que estaba descosido. El PSG cae en 1/8 en 2019 tras haber ganado 0-2 en la ida. El fútbol esconde secretos que el dinero no puede descifrar. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 6, 2019Þetta er þriðja árið í röð sem Paris Saint Germain dettur út í 16 liða úrslitunum og fjögur ár þar á undan endaði ævintýrið í átta liða úrslitum keppninnar. Þrátt fyrir alla eyðsluna hefur PSG enn ekki náð að spila undanúrslitaleik í Meistaradeildinni og það gerist nú í fyrsta sinn vorið 2020. Það eru hins vegar viðureignirnar á móti Real Madrid, Barcelona og Manchester United sem svíða mest. Í öll skiptin var liðið búið að búa til kjöraðstæður til að komast áfram. Þeim til vorkunnar hefur PSG liðið verið sérlega óheppið með mótherja í fyrstu umferðum útsláttarkeppninnar og liðin sem hafa slegið Parísarmenn út úr Meistaradeildinni undanfarin sjö ár eru Barcelona (3 sinnum), Chelsea, Manchester City, Real Madrid og svo Manchester United í gær.Paris Saint Germain í Meistaradeildinni síðustu tímabil: 2012-13: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2013-14: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Chelsea) 2014-15: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2015-16: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Manchester City) 2016-17: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2017-18: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Real Madrid) 2018-19: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Manchester United)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira