Segja Arion banka verða að sýna meiri ráðdeild Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. mars 2019 07:30 Afkoma Arion banka var undir væntingum í fyrra. Fréttablaðið/Eyþór Það er engin tilviljun að verð Arion banka sé um 60 prósent af verði norrænna banka. Bankinn þarf nauðsynlega að sýna að hann sé norrænn banki þar sem ráðdeild er í forgrunni. Þetta er mat greinenda ráðgjafarfyrirtækisins Capacent sem gáfu fyrr í vikunni út nýja verðmatsskýrslu um Arion banka. Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á bankanum um 4,5 prósent frá því í nóvember í fyrra og meta nú gengi hlutabréfa hans á 85 krónur á hlut. Til samanburðar stóð gengið í 73,8 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að launakostnaður bankans megi ekki vera mikið hærri en þjónustutekjur ef bankinn eigi að vera samkeppnishæfur og geta boðið samkeppnishæf vaxtakjör. Mikill munur á milli launatekna og þjónustutekna Arion banka dragi úr arðsemi og verðmæti bankans. Fram kemur í verðmatinu að laun og launatengd gjöld hafi aukist um 7,3 prósent á hvert stöðugildi í móðurfélagi Arion banka í fyrra á meðan þjónustutekjur á hvert stöðugildi hafi aðeins aukist um 2,5 prósent. Voru laun og launatengd gjöld bankans 20 prósentum hærri en þjónustutekjur í fyrra en 15 prósentum hærri árið 2017, að sögn greinenda Capacent. „Arion banki þarf að sýna meiri ráðdeild og sýna að bankinn sé norrænn banki þar sem ráðdeild er í forgrunni,“ segir í verðmatinu. Þá er bent á að vaxtatekjur bankans hafi verið undir væntingum Capacent og þegar kafað sé ofan í uppgjör hans komi í ljós að afkoma fyrirtækjasviðs hafi lengi verið ófullnægjandi eða allt frá árinu 2014. Ljóst sé að áhætta hafi verið vanmetin og álag á fyrirtækjalán fulllágt. Greinendurnir benda einnig á að blikur séu á lofti í flugrekstri og samkvæmt framkvæmdastjórum bankans sé bókfærð útlánaáhætta hans vegna slíks rekstrar um fjórir milljarðar króna. Að mati greinenda Capacent eru hins vegar merki um að grunnrekstur Arion banka hafi verið að styrkjast. Það vegi á móti lægri vaxtamun. Raunar hafi grunnreksturinn verið mjög svipaður árið 2018 og árið 2017 þó svo að hagnaðartölur bankans beri það ekki með sér. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sjá meira
Það er engin tilviljun að verð Arion banka sé um 60 prósent af verði norrænna banka. Bankinn þarf nauðsynlega að sýna að hann sé norrænn banki þar sem ráðdeild er í forgrunni. Þetta er mat greinenda ráðgjafarfyrirtækisins Capacent sem gáfu fyrr í vikunni út nýja verðmatsskýrslu um Arion banka. Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á bankanum um 4,5 prósent frá því í nóvember í fyrra og meta nú gengi hlutabréfa hans á 85 krónur á hlut. Til samanburðar stóð gengið í 73,8 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að launakostnaður bankans megi ekki vera mikið hærri en þjónustutekjur ef bankinn eigi að vera samkeppnishæfur og geta boðið samkeppnishæf vaxtakjör. Mikill munur á milli launatekna og þjónustutekna Arion banka dragi úr arðsemi og verðmæti bankans. Fram kemur í verðmatinu að laun og launatengd gjöld hafi aukist um 7,3 prósent á hvert stöðugildi í móðurfélagi Arion banka í fyrra á meðan þjónustutekjur á hvert stöðugildi hafi aðeins aukist um 2,5 prósent. Voru laun og launatengd gjöld bankans 20 prósentum hærri en þjónustutekjur í fyrra en 15 prósentum hærri árið 2017, að sögn greinenda Capacent. „Arion banki þarf að sýna meiri ráðdeild og sýna að bankinn sé norrænn banki þar sem ráðdeild er í forgrunni,“ segir í verðmatinu. Þá er bent á að vaxtatekjur bankans hafi verið undir væntingum Capacent og þegar kafað sé ofan í uppgjör hans komi í ljós að afkoma fyrirtækjasviðs hafi lengi verið ófullnægjandi eða allt frá árinu 2014. Ljóst sé að áhætta hafi verið vanmetin og álag á fyrirtækjalán fulllágt. Greinendurnir benda einnig á að blikur séu á lofti í flugrekstri og samkvæmt framkvæmdastjórum bankans sé bókfærð útlánaáhætta hans vegna slíks rekstrar um fjórir milljarðar króna. Að mati greinenda Capacent eru hins vegar merki um að grunnrekstur Arion banka hafi verið að styrkjast. Það vegi á móti lægri vaxtamun. Raunar hafi grunnreksturinn verið mjög svipaður árið 2018 og árið 2017 þó svo að hagnaðartölur bankans beri það ekki með sér.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sjá meira