Reiptog úreltra og nýrra tíma Hjördís Albertsdóttir skrifar 4. mars 2019 11:30 Í samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög að frumvarpi um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Meginbreyting frumvarpsdraganna felur í sér að starfsheitið „kennari“ verði lögverndað og gildi aðeins um þá sem uppfylli sérstakar menntunarkröfur. Hingað til hefur hver sem er mátt kalla sig kennara en starfsheiti kennara á hverju skólastigi fyrir sig, leikskólakennari, grunnskólakennari og framhaldsskólakennari, hafa verið lögvernduð. Ég fagna þeirri umræðu sem orðið hefur um málið í samráðsgáttinni, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Skólamálaumræðan á að vera lifandi og sýnileg og langar mig því að leggja nokkur orð til umræðunnar.Kennari eða kennari? Grundvallarhlutverk kennarans er hið sama óháð aldri nemenda og því námsefni sem kennt er. Í lögverndun kennaraheitisins felst viðurkenning á starfi allra kennara, hvort sem viðfangsefni þeirra er leikur, tónlist eða stærðfræði. Með skilgreindum hæfnikröfum er kennarastarfið gert að sjálfstæðu fagi með skilgreint grundvallarhlutverk í samfélaginu. Það þarf að horfa á kennarastarfið með langtímaþróun menntakerfisins í huga. Eitt leyfisbréf felur í sér, auk almennra hæfniskrafna til kennara, einstaklingsmiðaða færni kennarans sem hann þróar í námi sínu og starfi. Kennarar geta því með starfsþróun sinni aukið við færni á þeim sviðum sem hennar er mest þörf hverju sinni. Hefðbundin mörk skólastiga gætu orðið minni hindrun í vegi nauðsynlegra breytinga. Þessari breytingu á leyfisbréfum þurfa þó að fylgja raunverulegar aðgerðir. Með aukinni samkeppnishæfni kennaramenntunar og kennarastarfsins opnast gríðarlegir möguleikar til hagsbóta fyrir skólastarf í landinu. Kennarar munu hafa breiðari vettvang til að láta hæfileika sína njóta sín. Einnig munu þá skólastjórnendur hafa stóraukið val, og stóraukna ábyrgð, til að velja til starfa kennara með ákjósanlega dreifingu hæfileika fyrir viðkomandi skólasamfélag.Gamli tíminn vs. nýi tíminn Öllum breytingum fylgja einhver vandamál og einhverjar áhættur. Gleymum því þó ekki að það á líka við um óbreytt ástand. Vandamálin eru ekkert endilega skárri þótt maður sé búinn að venjast þeim. Öllu máli skiptir þó að málið sé skoðað í stóru samhengi og engar töfralausnir eru á vanda menntakerfisins. Íslenskir nemendur verðskulda framúrskarandi menntakerfi. Til þess að menntakerfi okkar geti orðið í röð þeirra fremstu þarf metnaðarfulla breytingu á kerfi, hugarfari og forgangsröðun. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Kallað er eftir stórfelldum breytingum, jafnt í áherslum og kennsluháttum, til að undirbúa nemendur undir framtíð í síbreytilegu nútímasamfélagi. Það verður að horfa til þess að með nýjum lögum fylgja breytingar. Nýtt frumvarp er ekki lagt fram til að lögin aðlagi sig að úreltu kerfi. Við stígum inn í óráðna framtíð og eitt leyfisbréf kennara er fyrsta skrefið í rétta átt.Höfundur er varaformaður Félags grunnskólakennara og formaður skólamálanefndar FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Albertsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög að frumvarpi um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Meginbreyting frumvarpsdraganna felur í sér að starfsheitið „kennari“ verði lögverndað og gildi aðeins um þá sem uppfylli sérstakar menntunarkröfur. Hingað til hefur hver sem er mátt kalla sig kennara en starfsheiti kennara á hverju skólastigi fyrir sig, leikskólakennari, grunnskólakennari og framhaldsskólakennari, hafa verið lögvernduð. Ég fagna þeirri umræðu sem orðið hefur um málið í samráðsgáttinni, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Skólamálaumræðan á að vera lifandi og sýnileg og langar mig því að leggja nokkur orð til umræðunnar.Kennari eða kennari? Grundvallarhlutverk kennarans er hið sama óháð aldri nemenda og því námsefni sem kennt er. Í lögverndun kennaraheitisins felst viðurkenning á starfi allra kennara, hvort sem viðfangsefni þeirra er leikur, tónlist eða stærðfræði. Með skilgreindum hæfnikröfum er kennarastarfið gert að sjálfstæðu fagi með skilgreint grundvallarhlutverk í samfélaginu. Það þarf að horfa á kennarastarfið með langtímaþróun menntakerfisins í huga. Eitt leyfisbréf felur í sér, auk almennra hæfniskrafna til kennara, einstaklingsmiðaða færni kennarans sem hann þróar í námi sínu og starfi. Kennarar geta því með starfsþróun sinni aukið við færni á þeim sviðum sem hennar er mest þörf hverju sinni. Hefðbundin mörk skólastiga gætu orðið minni hindrun í vegi nauðsynlegra breytinga. Þessari breytingu á leyfisbréfum þurfa þó að fylgja raunverulegar aðgerðir. Með aukinni samkeppnishæfni kennaramenntunar og kennarastarfsins opnast gríðarlegir möguleikar til hagsbóta fyrir skólastarf í landinu. Kennarar munu hafa breiðari vettvang til að láta hæfileika sína njóta sín. Einnig munu þá skólastjórnendur hafa stóraukið val, og stóraukna ábyrgð, til að velja til starfa kennara með ákjósanlega dreifingu hæfileika fyrir viðkomandi skólasamfélag.Gamli tíminn vs. nýi tíminn Öllum breytingum fylgja einhver vandamál og einhverjar áhættur. Gleymum því þó ekki að það á líka við um óbreytt ástand. Vandamálin eru ekkert endilega skárri þótt maður sé búinn að venjast þeim. Öllu máli skiptir þó að málið sé skoðað í stóru samhengi og engar töfralausnir eru á vanda menntakerfisins. Íslenskir nemendur verðskulda framúrskarandi menntakerfi. Til þess að menntakerfi okkar geti orðið í röð þeirra fremstu þarf metnaðarfulla breytingu á kerfi, hugarfari og forgangsröðun. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Kallað er eftir stórfelldum breytingum, jafnt í áherslum og kennsluháttum, til að undirbúa nemendur undir framtíð í síbreytilegu nútímasamfélagi. Það verður að horfa til þess að með nýjum lögum fylgja breytingar. Nýtt frumvarp er ekki lagt fram til að lögin aðlagi sig að úreltu kerfi. Við stígum inn í óráðna framtíð og eitt leyfisbréf kennara er fyrsta skrefið í rétta átt.Höfundur er varaformaður Félags grunnskólakennara og formaður skólamálanefndar FG.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun