Neita að sundurliða laun lykilstjórnenda Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. mars 2019 06:30 Hagnaður HS Veitna, sem er að stærstum hluta í eigu sveitarfélaga, dróst saman milli ára og nam 682 milljónum króna í fyrra. Fréttablaðið/Valli Stjórnsýsla HS Veitur, sem eru að stærstum hluta í eigu sveitarfélaga, neita að veita Fréttablaðinu sundurliðaðar upplýsingar um launagreiðslur til yfirstjórnar fyrirtækisins. Ógagnsæi einkennir framsetningu í nýbirtum ársreikningi HS Veitna. Forstjórinn segir ársreikninginn standast lög og reglur og að stjórnarákvörðun þurfi fyrir frekari upplýsingagjöf. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar telur líklegt að óskað verði eftir upplýsingum um málið. HS Veitur eru í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar sem á 50,1 prósent í fyrirtækinu, HSV eignarhaldsfélag Heiðars Guðjónssonar á tæp 34 prósent og Hafnarfjarðarbær rúm 15 prósent. Félagið var stofnað í árslok 2008 í kjölfar skiptingar Hitaveitu Suðurnesja hf. í HS Orku og HS Veitur. Annast félagið dreifingu á rafmagni og vatni.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Ólíkt því sem gengur og gerist eru greiðslur til sjö manna stjórnar félagsins og fjögurra manna framkvæmdastjórnar sem forstjórinn tilheyrir ekki sundurliðaðar í ársreikningi félagsins. Aðeins er gefin upp samtala heildarlaunagreiðslna til þessara ellefu einstaklinga sem námu 112 milljónum á síðasta ári samanborið við 105 milljónir árið áður. Í ljósi þessa ógagnsæis óskaði Fréttablaðið eftir sundurliðun á þessum launatölum hjá forstjóra félagsins, Júlíusi J. Jónssyni. Hann telur sig ekki geta veitt þær upplýsingar. Júlíus bendir á að þarna sé verið að tala um laun framkvæmdastjórnarinnar, stjórnar auk tilfallandi launa varamanna auk mótframlags í lífeyrissjóði. „Skýringin eins og hún er í reikningnum er í samræmi við lög og reglur og breytingar verða ekki gerðar á þessari upplýsingagjöf nema stjórn félagsins samþykki það sérstaklega þannig að ég get ekki gefið frekari upplýsingar á þessu stigi,“ segir í skriflegu svari forstjórans við fyrirspurn blaðsins. Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartani Má Kjartanssyni. Hann kvaðst ekki hafa séð ársreikninginn sjálfur. „Mér þykir þó ekki ólíklegt að Reykjanesbær óski eftir nánari sundurliðun á aðalfundinum sem fram fer þann 27. mars,“ segir Kjartan Már. Fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum verður formaður bæjarráðs, Friðjón Einarsson, en stjórnarformaður HS Veitna, fyrir hönd sveitarfélagsins, er bæjarfulltrúinn Gunnar Þórarinsson. Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Stjórnsýsla HS Veitur, sem eru að stærstum hluta í eigu sveitarfélaga, neita að veita Fréttablaðinu sundurliðaðar upplýsingar um launagreiðslur til yfirstjórnar fyrirtækisins. Ógagnsæi einkennir framsetningu í nýbirtum ársreikningi HS Veitna. Forstjórinn segir ársreikninginn standast lög og reglur og að stjórnarákvörðun þurfi fyrir frekari upplýsingagjöf. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar telur líklegt að óskað verði eftir upplýsingum um málið. HS Veitur eru í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar sem á 50,1 prósent í fyrirtækinu, HSV eignarhaldsfélag Heiðars Guðjónssonar á tæp 34 prósent og Hafnarfjarðarbær rúm 15 prósent. Félagið var stofnað í árslok 2008 í kjölfar skiptingar Hitaveitu Suðurnesja hf. í HS Orku og HS Veitur. Annast félagið dreifingu á rafmagni og vatni.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Ólíkt því sem gengur og gerist eru greiðslur til sjö manna stjórnar félagsins og fjögurra manna framkvæmdastjórnar sem forstjórinn tilheyrir ekki sundurliðaðar í ársreikningi félagsins. Aðeins er gefin upp samtala heildarlaunagreiðslna til þessara ellefu einstaklinga sem námu 112 milljónum á síðasta ári samanborið við 105 milljónir árið áður. Í ljósi þessa ógagnsæis óskaði Fréttablaðið eftir sundurliðun á þessum launatölum hjá forstjóra félagsins, Júlíusi J. Jónssyni. Hann telur sig ekki geta veitt þær upplýsingar. Júlíus bendir á að þarna sé verið að tala um laun framkvæmdastjórnarinnar, stjórnar auk tilfallandi launa varamanna auk mótframlags í lífeyrissjóði. „Skýringin eins og hún er í reikningnum er í samræmi við lög og reglur og breytingar verða ekki gerðar á þessari upplýsingagjöf nema stjórn félagsins samþykki það sérstaklega þannig að ég get ekki gefið frekari upplýsingar á þessu stigi,“ segir í skriflegu svari forstjórans við fyrirspurn blaðsins. Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartani Má Kjartanssyni. Hann kvaðst ekki hafa séð ársreikninginn sjálfur. „Mér þykir þó ekki ólíklegt að Reykjanesbær óski eftir nánari sundurliðun á aðalfundinum sem fram fer þann 27. mars,“ segir Kjartan Már. Fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum verður formaður bæjarráðs, Friðjón Einarsson, en stjórnarformaður HS Veitna, fyrir hönd sveitarfélagsins, er bæjarfulltrúinn Gunnar Þórarinsson.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira