Bumbur minnka og minnka í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. mars 2019 20:30 Það er líf og fjör í eina uppblásna íþróttahúsi landsins, Hamarshöllinni í Hveragerði þessa dagana því þar taka um áttatíu íbúar bæjarins, sextíu ára og eldri í heilsueflingarverkefni sem Hveragerðisbær býður upp á. „Maður verður aðeins skárri og bumban minnkar aðeins“, segir einn þátttakandi.Það fer vel um 60 plús hópinn í Hamarshöllinni þar sem þau gera styrktaræfingar undir stjórn Jónínu Benediktsdóttur sem býr í Hveragerði. Verkefnið er hluti af Heilsueflandi Samfélagi sem Hveragerðisbær tekur þátt í. Dagskrá átaksins byggir á styrktarþjálfun, þolþjálfun og fræðslufyrirlestrum um næringu, líkamsrækt og andlegt heilbrigði.„Það er bara einhver heilsubylting í gangi hér í Hveragerði, þökk sé bæjarfélaginu að bjóða 60 ára og eldri upp á þessa þjónustu í þessu frábæra húsi. Ég er fyrst og fremst að þjálfa fólkið í liðleika, styrk og úthaldi. Við erum einnig að fara yfir lífstílstengda sjúkdóma, sem er alveg nýtt á Íslandi í þessum geira mínum. Þátttakan á námskeiðinu er frábær, ég held að þetta sé bara heimsmet miðað við höfðatölu. Ég er svo orðlaus og rosalega þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessu verkefni“, segir Jónina. Jónína Benediktsdóttir, sem býr í Hveragerði hefur yfirumsjón með verkefninu sem er ókeypis og stendur yfir í átta vikur.Öll aðstaða í Hamarshöllinni er til fyrirmyndar fyrir hópinn. „Þetta er náttúrulega alveg magnað framtak að vera með þetta í gang, alveg stórkostlegt og þökk sé Jónínu og bæjarfélaginu, þetta er frábært, það hafa allir gott af þessu“, segir Birgir Helgason, þátttakandi á námskeiðinu. Jóna Einarsdóttir, íbúi í Hveragerði og þátttakandi á námskeiðinu tekur undir það með Birgi. „Það eru 16 ár síðan ég hætti á Heilsustofnun og þar vann ég í 39 ár. Ég veit hvað er kennt þar og ég hef reynt að hafa þann lífsstíl áfram“. Ísleifur Gíslason, sem er líka þátttakandi á námskeiðinu er alsæll með það. „Maður verður aðeins skárri og bumban minnkar aðeins og svoleiðis, það er kannski aðal skemmtunin“, segir Ísleifur. Hópurinn við æfingar í Hamarshöllinni.Magnús HlynurHópurinn sem tekur þátt í heilsueflingarverkefni Hveragerðisbæjar þar sem Hamarshöllin nýtist vel undir ýmsar æfingar.Magnús Hlynur Heilsa Hveragerði Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Það er líf og fjör í eina uppblásna íþróttahúsi landsins, Hamarshöllinni í Hveragerði þessa dagana því þar taka um áttatíu íbúar bæjarins, sextíu ára og eldri í heilsueflingarverkefni sem Hveragerðisbær býður upp á. „Maður verður aðeins skárri og bumban minnkar aðeins“, segir einn þátttakandi.Það fer vel um 60 plús hópinn í Hamarshöllinni þar sem þau gera styrktaræfingar undir stjórn Jónínu Benediktsdóttur sem býr í Hveragerði. Verkefnið er hluti af Heilsueflandi Samfélagi sem Hveragerðisbær tekur þátt í. Dagskrá átaksins byggir á styrktarþjálfun, þolþjálfun og fræðslufyrirlestrum um næringu, líkamsrækt og andlegt heilbrigði.„Það er bara einhver heilsubylting í gangi hér í Hveragerði, þökk sé bæjarfélaginu að bjóða 60 ára og eldri upp á þessa þjónustu í þessu frábæra húsi. Ég er fyrst og fremst að þjálfa fólkið í liðleika, styrk og úthaldi. Við erum einnig að fara yfir lífstílstengda sjúkdóma, sem er alveg nýtt á Íslandi í þessum geira mínum. Þátttakan á námskeiðinu er frábær, ég held að þetta sé bara heimsmet miðað við höfðatölu. Ég er svo orðlaus og rosalega þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessu verkefni“, segir Jónina. Jónína Benediktsdóttir, sem býr í Hveragerði hefur yfirumsjón með verkefninu sem er ókeypis og stendur yfir í átta vikur.Öll aðstaða í Hamarshöllinni er til fyrirmyndar fyrir hópinn. „Þetta er náttúrulega alveg magnað framtak að vera með þetta í gang, alveg stórkostlegt og þökk sé Jónínu og bæjarfélaginu, þetta er frábært, það hafa allir gott af þessu“, segir Birgir Helgason, þátttakandi á námskeiðinu. Jóna Einarsdóttir, íbúi í Hveragerði og þátttakandi á námskeiðinu tekur undir það með Birgi. „Það eru 16 ár síðan ég hætti á Heilsustofnun og þar vann ég í 39 ár. Ég veit hvað er kennt þar og ég hef reynt að hafa þann lífsstíl áfram“. Ísleifur Gíslason, sem er líka þátttakandi á námskeiðinu er alsæll með það. „Maður verður aðeins skárri og bumban minnkar aðeins og svoleiðis, það er kannski aðal skemmtunin“, segir Ísleifur. Hópurinn við æfingar í Hamarshöllinni.Magnús HlynurHópurinn sem tekur þátt í heilsueflingarverkefni Hveragerðisbæjar þar sem Hamarshöllin nýtist vel undir ýmsar æfingar.Magnús Hlynur
Heilsa Hveragerði Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira