Jón Axel Guðmundsson var öflugur að vanda í liði Davidson í bandaríska háskólaboltanum.
Davidson sigraði Fordham örugglega 52-77. Jón Axel skoraði 17 stig og átti 11 fráköst. Hann var ekki langt frá því að setja þrennuna en hann var með átta stoðsendingar.
Stigahæstur í liði Davidson var Kellan Grady með 25 stig.
Davidson var 34-24 yfir í hálfleik.
Davidson er í öðru sæti Atlantic 10 deildarinnar, einum sigri á eftir Virginia Commonwealth.
