Beðið fyrir stjórnmálamönnum í bændamessu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. mars 2019 12:00 Séra Önundur M. Björnsson, prestur sem hefur frumkvæði af bændamessunni í Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Séra Önundur S. Björnsson, prestur í Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð hefur boðað til bændamessu í dag. Hann segir að í messunni verði bændum þökkuð mataröflun og framleiðsla hreinustu og bestu afurða í heimi, og síðast en ekki síst verði beðið fyrir stjórnmálamönnum, sem stefni íslenskum landbúnaði í voða. Messan sem verður klukkan 13:00 er fyrst og fremst ætluð bændum og búaliði þar sem Séra Önundur ætlar að messa yfir bændum, auk þess sem Elvar Eyvindsson, bónda á Skíðbakka í Austur-Landeyjum verður ræðumaður dagsins. Séra Önundi þykir einstaklega vænt um bændur. „Það hefur vakið athygli mína hvað þessir menn og hvað þetta fólk vinnur myrkranna á milli við bústörf sín. Mér finnst bændur svolítið misskildir, bæði af hálfu stjórnvalda og jafnvel neytenda. Menn horfa á dýrar landbúnaðarvörur í verslunum og hugsa með sér, ja, það er naumast að bændurnir fái af þessu. Mergurinn málsins er sá að það eru einmitt milliliðirnir og smásalarnir, sem hirða allan arðinn af þessu, bændurnir fá sáralítið“, segir Önundur.Séra Önundur í myndatöku með biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur.Magnús HlynurSéra Önundur segist ætla að biðja fyrir stjórnmálamönnum landsins og þeirra stefnu, sem hann segir stefna íslenskum landbúnaði í voða verði leyft að flytja inn hrátt ófrosið kjöt inn til landsins eins og frumvarp sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir. Önundur ætlar líka að minnast Gunnars á Hlíðarenda og Hallgerðar úr Njálu í messunni. „Gunnar er nú sennilega frægasti bóndi hér um slóðir og þó víðar væri leitað“, segir Önundur. Landbúnaður Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Séra Önundur S. Björnsson, prestur í Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð hefur boðað til bændamessu í dag. Hann segir að í messunni verði bændum þökkuð mataröflun og framleiðsla hreinustu og bestu afurða í heimi, og síðast en ekki síst verði beðið fyrir stjórnmálamönnum, sem stefni íslenskum landbúnaði í voða. Messan sem verður klukkan 13:00 er fyrst og fremst ætluð bændum og búaliði þar sem Séra Önundur ætlar að messa yfir bændum, auk þess sem Elvar Eyvindsson, bónda á Skíðbakka í Austur-Landeyjum verður ræðumaður dagsins. Séra Önundi þykir einstaklega vænt um bændur. „Það hefur vakið athygli mína hvað þessir menn og hvað þetta fólk vinnur myrkranna á milli við bústörf sín. Mér finnst bændur svolítið misskildir, bæði af hálfu stjórnvalda og jafnvel neytenda. Menn horfa á dýrar landbúnaðarvörur í verslunum og hugsa með sér, ja, það er naumast að bændurnir fái af þessu. Mergurinn málsins er sá að það eru einmitt milliliðirnir og smásalarnir, sem hirða allan arðinn af þessu, bændurnir fá sáralítið“, segir Önundur.Séra Önundur í myndatöku með biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur.Magnús HlynurSéra Önundur segist ætla að biðja fyrir stjórnmálamönnum landsins og þeirra stefnu, sem hann segir stefna íslenskum landbúnaði í voða verði leyft að flytja inn hrátt ófrosið kjöt inn til landsins eins og frumvarp sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir. Önundur ætlar líka að minnast Gunnars á Hlíðarenda og Hallgerðar úr Njálu í messunni. „Gunnar er nú sennilega frægasti bóndi hér um slóðir og þó víðar væri leitað“, segir Önundur.
Landbúnaður Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira