Jakob Örn Sigurðarson var á meðal stigahæstu manna þegar Borås valtaði yfir Köping Stars í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.
Borås vann leikinn örugglega 101-72 eftir að hafa verið 49-31 yfir í hálfleik.
Jakob kom inn af bekknum og skoraði 15 stig, öll úr þriggja stiga körfum. Hann bætti við fimm fráköstum og tveimur stoðsendingum.
Leikurinn var liður í næst síðustu umferð deildarkeppninnar þar sem Borås situr í öðru sæti og er öruggt inn í úrslitakeppnina.
Jakob á meðal stigahæstu manna
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Einn besti dómari landsins fær ekki leik
Körfubolti







Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona
Enski boltinn