Írinn er búinn að vera á ferð og flugi og einn af skjólstæðingum hans var að keppa í Asíu í gær. Hann er því að fljúga til London frá Hong Kong sem tekur ansi mikinn tíma.
Currently on flight to #UFCLondon due to mix up and some delays not gonna make John's fight, hopefully make Gunnis. Either way both in good hands and ready to go tonight. pic.twitter.com/XEA1oqyAux
— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) March 16, 2019
Er Kavanagh lendir verður sprettur að komast upp í 02-höllina og það er ekkert grín að koma sér þangað miðað við hvað umferðin gengur hægt í London.
Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London í kvöld. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans sem og bardaganum sjálfum.