Mafíuforingi skotinn til bana í New York Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2019 12:27 Vitni segja að ættingjar Cali hafi þust út á götu eftir að hann var skotinn og setið grátandi yfir honum þar. Vísir/AP Höfuðpaur Gambino-glæpafjölskyldunnar í New York var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í gærkvöldi. Morðingi hans flúði vettvang og gengur laus. Þetta er fyrsta morðið á mafíuforingja í borginni í áratugi. Frank Cali var 53 ára gamall. Vitni segja að morðinginn hafi skotið hann sex skotum og svo keyrt á hann í Todt Hill-hverfinu á Staten-eyju. Cali lést af sárum sínum á sjúkrahúsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Cali gekk undir viðurnefninu Frankie Boy.Vísir/EPAFjölmiðlar í New York segja að þetta sé í fyrsta skipti sem mafíuforingi er drepinn í borginni frá árinu 1985. Gambino-fjölskyldan er ein af fimm stóru ítölsku mafíufjölskyldunum í New York og var eitt sinn talin ein stærstu skipulögðu glæpasamtök í Bandaríkjunum. Völd hennar eru talin hafa dvínað eftir að leiðtogar hennar voru handteknir á 10. áratugnum. Cali er talinn hafa tekið við stjórn samtakanna árið 2015. Talið er að hann hafi aðeins hlotið einn dóm um ævina. Sat hann inni í sextán mánuði fyrir samsæri um fjárkúgun árið 2008. Síðast var mafíuforingi myrtur í New York þegar Paul Castellano, þáverandi leiðtogi Gambino-fjölskyldunnar, var skotinn til bana fyrir utan veitingastað árið 1985 að skipan Johns Gotti. Gotti tók síðan við stjórn fjölskyldunnar þar til hann var sakfelldur fyrir fjárkúgun og morð árið 1992. Hann lést í fangelsi árið 2002. Todt Hill-hverfið er sagt alræmt fyrir tengsl sín við skipulagða glæpastarfsemi. Hverfið var meðal annars notað sem baksvið kvikmyndarinnar Guðföðurins árið 1972. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Höfuðpaur Gambino-glæpafjölskyldunnar í New York var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í gærkvöldi. Morðingi hans flúði vettvang og gengur laus. Þetta er fyrsta morðið á mafíuforingja í borginni í áratugi. Frank Cali var 53 ára gamall. Vitni segja að morðinginn hafi skotið hann sex skotum og svo keyrt á hann í Todt Hill-hverfinu á Staten-eyju. Cali lést af sárum sínum á sjúkrahúsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Cali gekk undir viðurnefninu Frankie Boy.Vísir/EPAFjölmiðlar í New York segja að þetta sé í fyrsta skipti sem mafíuforingi er drepinn í borginni frá árinu 1985. Gambino-fjölskyldan er ein af fimm stóru ítölsku mafíufjölskyldunum í New York og var eitt sinn talin ein stærstu skipulögðu glæpasamtök í Bandaríkjunum. Völd hennar eru talin hafa dvínað eftir að leiðtogar hennar voru handteknir á 10. áratugnum. Cali er talinn hafa tekið við stjórn samtakanna árið 2015. Talið er að hann hafi aðeins hlotið einn dóm um ævina. Sat hann inni í sextán mánuði fyrir samsæri um fjárkúgun árið 2008. Síðast var mafíuforingi myrtur í New York þegar Paul Castellano, þáverandi leiðtogi Gambino-fjölskyldunnar, var skotinn til bana fyrir utan veitingastað árið 1985 að skipan Johns Gotti. Gotti tók síðan við stjórn fjölskyldunnar þar til hann var sakfelldur fyrir fjárkúgun og morð árið 1992. Hann lést í fangelsi árið 2002. Todt Hill-hverfið er sagt alræmt fyrir tengsl sín við skipulagða glæpastarfsemi. Hverfið var meðal annars notað sem baksvið kvikmyndarinnar Guðföðurins árið 1972.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira