Óhjákvæmilegt Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. mars 2019 07:00 Það var enginn raunhæfur kostur í stöðunni fyrir Sigríði Andersen annar en að láta af störfum sem dómsmálaráðherra landsins, eins og hún áttaði sig á eftir að hafa sjálf sagt við fjölmiðla að hún myndi ekki segja af sér. Sinnaskiptin urðu nokkuð snögg, ráðherra sem kvöld eitt sagðist hvergi ætla að fara gerði það einmitt næsta dag. Sigríður segist sjálf hafa tekið ákvörðun um að stíga til hliðar, eins og hún kallar það, en þó verður að teljast líklegt að einhverjir félagar hennar í ríkisstjórn hafi lagt sitt af mörkum til að auðvelda leið hennar að réttri niðurstöðu. Það blasti við flestum að henni var ekki lengur sætt á ráðherrastóli eftir að hafa fengið á sig dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir brot í starfi. Það vekur allmikla furðu að Sigríður tali eins og hún sé einungis að stíga tímabundið til hliðar. Það bendir óneitanlega til þess að hún átti sig ekki fyllilega á alvarleika málsins og skilji ekki stöðu sína til fulls. Svo virðist sem hún gangi með þann draum að þjóðin steingleymi hinum furðulegu gjörðum sem leiddu til þess að hún hefur nú neyðst til að stíga úr ráðherrastóli og taki hana aftur í sátt. Það mun ekki gerast. Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af þingmönnum sem skandalísera, misstíga sig í embætti eða gera stórfelld mistök og fara síðan í frí í vikur eða mánuði og snúa svo aftur eins og ekkert sé. Auðmýkt er orð sem því miður er of algengt að sé ekki til í orðabók stjórnmálamanna. Sigríður Andersen hefur ekki sýnt vott af iðrun vegna þeirra furðulegu ákvarðana í starfi dómsmálaráðherra sem kölluðu yfir hana dóm frá Mannréttindadómstólnum. Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín. Sama virðingarleysi sýnir Sigríður samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Aðspurð sagðist hún ekki hafa tilkynnt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um ákvörðun sína fyrir fundinn. „Hún les bara um þetta í blöðunum,“ sagði hún, rétt eins og málið kæmi forsætisráðherra landsins ekki nokkurn skapaðan hlut við. Það er eitthvað verulega brogað við þetta. Ef ráðherrar bera ekki traust til forsætisráðherra getur þetta ríkisstjórnarsamstarf ekki lifað af. Endurkoma Sigríðar Andersen í ráðherrastól er útilokuð. Samstarfsflokkarnir, Framsóknarflokkur og sérstaklega Vinstri græn, gætu aldrei nokkru sinni sætt sig við slíkt og ganga þar í takt við álit þjóðarinnar. Ráðherra sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur hafa brotið af sér í starfi verður að hverfa úr embætti. Hann getur ekki notið stuðnings ríkisstjórnar, en Sigríður segist samt líta svo á að hún hafi þann stuðning. Hún segist njóta fulls stuðnings í eigin þingflokki, sem er merkilegt. Vissulega er gott að standa með vinum sínum en verði þeim stórkostlega á í starfi þá ber að segja þeim það og fremji þeir lögbrot ber ekki að hylma yfir það. Það var óhjákvæmilegt að Sigríður Andersen hyrfi úr þessari ríkisstjórn. kvót: Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Það var enginn raunhæfur kostur í stöðunni fyrir Sigríði Andersen annar en að láta af störfum sem dómsmálaráðherra landsins, eins og hún áttaði sig á eftir að hafa sjálf sagt við fjölmiðla að hún myndi ekki segja af sér. Sinnaskiptin urðu nokkuð snögg, ráðherra sem kvöld eitt sagðist hvergi ætla að fara gerði það einmitt næsta dag. Sigríður segist sjálf hafa tekið ákvörðun um að stíga til hliðar, eins og hún kallar það, en þó verður að teljast líklegt að einhverjir félagar hennar í ríkisstjórn hafi lagt sitt af mörkum til að auðvelda leið hennar að réttri niðurstöðu. Það blasti við flestum að henni var ekki lengur sætt á ráðherrastóli eftir að hafa fengið á sig dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir brot í starfi. Það vekur allmikla furðu að Sigríður tali eins og hún sé einungis að stíga tímabundið til hliðar. Það bendir óneitanlega til þess að hún átti sig ekki fyllilega á alvarleika málsins og skilji ekki stöðu sína til fulls. Svo virðist sem hún gangi með þann draum að þjóðin steingleymi hinum furðulegu gjörðum sem leiddu til þess að hún hefur nú neyðst til að stíga úr ráðherrastóli og taki hana aftur í sátt. Það mun ekki gerast. Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af þingmönnum sem skandalísera, misstíga sig í embætti eða gera stórfelld mistök og fara síðan í frí í vikur eða mánuði og snúa svo aftur eins og ekkert sé. Auðmýkt er orð sem því miður er of algengt að sé ekki til í orðabók stjórnmálamanna. Sigríður Andersen hefur ekki sýnt vott af iðrun vegna þeirra furðulegu ákvarðana í starfi dómsmálaráðherra sem kölluðu yfir hana dóm frá Mannréttindadómstólnum. Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín. Sama virðingarleysi sýnir Sigríður samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Aðspurð sagðist hún ekki hafa tilkynnt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um ákvörðun sína fyrir fundinn. „Hún les bara um þetta í blöðunum,“ sagði hún, rétt eins og málið kæmi forsætisráðherra landsins ekki nokkurn skapaðan hlut við. Það er eitthvað verulega brogað við þetta. Ef ráðherrar bera ekki traust til forsætisráðherra getur þetta ríkisstjórnarsamstarf ekki lifað af. Endurkoma Sigríðar Andersen í ráðherrastól er útilokuð. Samstarfsflokkarnir, Framsóknarflokkur og sérstaklega Vinstri græn, gætu aldrei nokkru sinni sætt sig við slíkt og ganga þar í takt við álit þjóðarinnar. Ráðherra sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur hafa brotið af sér í starfi verður að hverfa úr embætti. Hann getur ekki notið stuðnings ríkisstjórnar, en Sigríður segist samt líta svo á að hún hafi þann stuðning. Hún segist njóta fulls stuðnings í eigin þingflokki, sem er merkilegt. Vissulega er gott að standa með vinum sínum en verði þeim stórkostlega á í starfi þá ber að segja þeim það og fremji þeir lögbrot ber ekki að hylma yfir það. Það var óhjákvæmilegt að Sigríður Andersen hyrfi úr þessari ríkisstjórn. kvót: Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun