Tröllið Brynjar og grenjuskjóðan Björn Þórarinn Þórarinsson skrifar 14. mars 2019 14:00 Þeir skiptast oft á skotum þannig að ætla mætti að litlir kærleikar væru með þeim en deilurnar rista ekki mjög djúpt. Facebook-hópurinn Bylt fylki telur rúmlega 3.500 manns sem sameina tvö áhugamál sín, kvikmyndir og íslenska tungu, með tillögum að þýðingum á kvikmyndatitlum. Slagorð hópsins segir allt sem segja þarf: „Þýðum allt sem kjafti kemur.“ Þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson sýnir þar oft tilþrif og hefur meðal annars tengt bíógrínið væringum sínum og Brynjars Níelssonar. Væringar þeirra hafa ítrekað ratað í fréttir þegar skotin ganga á milli úr ræðustól Alþingis og ekki síður á Facebook þar sem Brynjar hefur meðal annars amast við spurningagleði Björns og látið skóleysi hans fara í taugarnar á sér.Bíónördinn Björn Leví hefur grínast með væringar sínar og Brynjars Níelssonar með bíógríni í hinu Bylta fylki þar sem hann speglar Brynjar sem Trölla en sjálfan sig sem tárvotan Johnny Depp.Björn Leví hefur meðal annars nýtt sér þetta pólitíska orðaskak í bíógríni í Bylta fylkinu með tillögum að nýjum íslenskum titlum á kvikmyndirnar Grinch og Cry Baby. Grinch, eða Trölla sem stal jólunum, þekkja allir og Björn hitti í mark í hópnum þegar hann gaf bíómyndinni um þann fúla gaur einfaldlega nafnið „Brynjar“. Hann baktryggði sig síðan strax í kjölfarið með því að leggja til titilinn „Björn Leví“ á John Waters-myndina Cry Baby, Grenjuskjóðuna, með Johnny Depp. Björn Leví segir í samtali við Fréttablaðið að tvennum sögum fari af því hversu sniðugur hann þyki en hann þykir nánast óumdeilt hafa hitt í mark með Trölla og Grenjuskjóðunni.„Ég hef reynt að taka þann pól í hæðina að finna einhvern titil sem lýsir myndunum frekar en að þýða beint,“ segir Björn Leví og nefnir nýlegt dæmi þar sem hann gaf myndinni As Good As It Gets með Jack Nicholson titilinn Hatari en hún fjallar um graman karlfausk sem hatast við allt og alla, sannkallaðan hatara. Hvað þá Brynjar varðar segir hann nokkuð gott á milli þeirra Trölla Níelssonar. „Brynjar er fínasti gaur sem hefur sínar ákveðnu skoðanir og ég efaðist nú um að hann yrði óhress með þennan titil enda er hann í Félagi fúllyndra Sjálfstæðismanna,“ segir Björn Leví. „En hann er prinsippmaður og talar alveg fyrir óvinsælum skoðunum sem hann er bæði sammála en stundum helst til þess að verja vondan málstað sem er alveg virðingarvert enda alveg umræða sem má taka,“ segir grenjuskjóðan Björn Leví og minnir á að í lokin varð Trölli góður þannig að enn er von.Beinar þýðingar eru oftast dæmdar til þess að mistakast og Björn Leví fellur ekki í slíkar gildrur eins og þessi brandari hans sýnir og sannar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Facebook-hópurinn Bylt fylki telur rúmlega 3.500 manns sem sameina tvö áhugamál sín, kvikmyndir og íslenska tungu, með tillögum að þýðingum á kvikmyndatitlum. Slagorð hópsins segir allt sem segja þarf: „Þýðum allt sem kjafti kemur.“ Þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson sýnir þar oft tilþrif og hefur meðal annars tengt bíógrínið væringum sínum og Brynjars Níelssonar. Væringar þeirra hafa ítrekað ratað í fréttir þegar skotin ganga á milli úr ræðustól Alþingis og ekki síður á Facebook þar sem Brynjar hefur meðal annars amast við spurningagleði Björns og látið skóleysi hans fara í taugarnar á sér.Bíónördinn Björn Leví hefur grínast með væringar sínar og Brynjars Níelssonar með bíógríni í hinu Bylta fylki þar sem hann speglar Brynjar sem Trölla en sjálfan sig sem tárvotan Johnny Depp.Björn Leví hefur meðal annars nýtt sér þetta pólitíska orðaskak í bíógríni í Bylta fylkinu með tillögum að nýjum íslenskum titlum á kvikmyndirnar Grinch og Cry Baby. Grinch, eða Trölla sem stal jólunum, þekkja allir og Björn hitti í mark í hópnum þegar hann gaf bíómyndinni um þann fúla gaur einfaldlega nafnið „Brynjar“. Hann baktryggði sig síðan strax í kjölfarið með því að leggja til titilinn „Björn Leví“ á John Waters-myndina Cry Baby, Grenjuskjóðuna, með Johnny Depp. Björn Leví segir í samtali við Fréttablaðið að tvennum sögum fari af því hversu sniðugur hann þyki en hann þykir nánast óumdeilt hafa hitt í mark með Trölla og Grenjuskjóðunni.„Ég hef reynt að taka þann pól í hæðina að finna einhvern titil sem lýsir myndunum frekar en að þýða beint,“ segir Björn Leví og nefnir nýlegt dæmi þar sem hann gaf myndinni As Good As It Gets með Jack Nicholson titilinn Hatari en hún fjallar um graman karlfausk sem hatast við allt og alla, sannkallaðan hatara. Hvað þá Brynjar varðar segir hann nokkuð gott á milli þeirra Trölla Níelssonar. „Brynjar er fínasti gaur sem hefur sínar ákveðnu skoðanir og ég efaðist nú um að hann yrði óhress með þennan titil enda er hann í Félagi fúllyndra Sjálfstæðismanna,“ segir Björn Leví. „En hann er prinsippmaður og talar alveg fyrir óvinsælum skoðunum sem hann er bæði sammála en stundum helst til þess að verja vondan málstað sem er alveg virðingarvert enda alveg umræða sem má taka,“ segir grenjuskjóðan Björn Leví og minnir á að í lokin varð Trölli góður þannig að enn er von.Beinar þýðingar eru oftast dæmdar til þess að mistakast og Björn Leví fellur ekki í slíkar gildrur eins og þessi brandari hans sýnir og sannar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira