Manafort dæmdur til lengri fangelsisvistar og ákærður fyrir fleiri brot Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2019 16:18 Teikning af Manafort í dómsal. Vísir/AP Alríkisdómari í Washington-borg dæmdi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, í rúmlega sex ára fangelsi í dag. Manafort fær að afplána hluta dómsins samhliða fangelsisdómi sem hann hlaut vegna annarra brota í síðustu viku. Samtals þarf hann að sitja inni í sjö og hálft ár. Á sama tíma tilkynntu saksóknarar í New York að þeir hefðu ákært Manafort fyrir fjölda brota. Trump forseti gæti ekki náðað Manafort af þeim sökum. Manafort var dæmdur sekur um að hafa unnið ólöglega og á laun fyrir úkraínsk stjórnvöld og að fela milljónir dollara þóknanir sem hann fékk fyrir þau störf fyrir bandarískum yfirvöldum. Hvatti hann vitni í málinu einnig til að ljúga. Refsing hans var ákvörðuð í dag og dæmdi Amy Berman Jackson, alríkisdómari, hann í 73 mánaða fangelsi. Í síðustu viku dæmdi alríkisdómstóll í Virginíu Manafort í 47 mánaða fangelsi fyrir skattsvik og að hafa svikið út bankalán. Dómarinn í Washington ákvað að Manafort fengi að afplána þrjátíu mánuði af refsingu sinni samhliða þeim dómi. Þannig þarf Manafort, sem er 69 ára gamall, að sitja inni í níutíu mánuði samtals, að sögn Washington Post. Rétt eftir að refsing Manafort var ákvörðuð greindi New York Times frá því að saksóknarar í New York hefðu ákært Manafort fyrir fjármálaglæpi. Yrði Manafort sakfelldur fyrir þau brot gæti Trump ekki náðað hann. Mikil umræðu hefur verið um að Trump gæti náðað Manafort vegna dómanna sem hann hefur nú hlotið í Washington og Virginíu. Forsetinn hefur ekki vald til að náða menn sem eru dæmdir fyrir glæpi í einstökum ríkjum. Ákæran gegn Manafort í New York er í sextán liðum og varðr meðal annars húsnæðislán sem hann á að hafa svikið út. Hann hafi falsað gögn um fjármál sín til að svíkja út milljónir dollara í lán. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi í New York vegna brotanna sem hann er ákærður fyrir.Lýsti iðrun Áður en dómarinn í Washington las upp refsinguna bað Manafort alla þá sem hefði orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna gjörða hans afsökunar. Það gerði hann ekki áður en dómurinn var kveðinn upp yfir honum í síðustu viku. „Þó að ég geti ekki breytt fortíðinni get ég reynt að vinna að því að breyta framtíðinni,“ sagði Manafort við dómarann. Vildi hann meina að níu mánaða einangrun sem hann var látinn sæta eftir að hann varð uppvís að því að reyna að hafa áhrif á framburð vitnis hefði gefið honum nýja sýn á sjálfan sig. Manafort var formaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta þangað til í ágúst árið 2016. Þá komu fram ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara fyrir ráðgjafarstörf fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem var hallur undir rússnesk stjórnvöld. Hann var á meðal þeirra fyrstu sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, ákærðir í tengslum við rannsóknina á meintu samráði Trump-framboðsins við Rússa. Brotin sem Manafort hefur nú verið ákærður fyrir tengjast slíku samráði hins vegar ekki. Í málinu í Washington riftu saksóknarar Mueller þó samstarfssamkomulagi við Manafort þegar þeir töldu hann hafa logið ítrekað að þeim og um málefni sem tengdust kjarna rannsóknar þeirra. Dómarinn féllst á að Manafort hefði gerst sekur um lygar. Lygar Manafort voru meðal annars um samskipti hans við rússneskan samstarfsmann hans, Konstantin Kilimnik, sem bandarísk yfirvöld telja að tengist rússnesku leyniþjónustunni. Kilimnik var ákærður fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni. Hann er hins vegar talinn vera í Rússland og því ólíklegt að hann muni nokkru sinni svara fyrir þær sakir. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm Fyrrverandi kosningastjóri Trump Bandaríkjaforseta var dæmdur fyrir skattsvik og að svíkja út bankalán. Hann á enn yfir höfði sér refsingu í öðru máli vegna málafylgjustarfa hans fyrir erlend ríki. 8. mars 2019 07:28 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Alríkisdómari í Washington-borg dæmdi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, í rúmlega sex ára fangelsi í dag. Manafort fær að afplána hluta dómsins samhliða fangelsisdómi sem hann hlaut vegna annarra brota í síðustu viku. Samtals þarf hann að sitja inni í sjö og hálft ár. Á sama tíma tilkynntu saksóknarar í New York að þeir hefðu ákært Manafort fyrir fjölda brota. Trump forseti gæti ekki náðað Manafort af þeim sökum. Manafort var dæmdur sekur um að hafa unnið ólöglega og á laun fyrir úkraínsk stjórnvöld og að fela milljónir dollara þóknanir sem hann fékk fyrir þau störf fyrir bandarískum yfirvöldum. Hvatti hann vitni í málinu einnig til að ljúga. Refsing hans var ákvörðuð í dag og dæmdi Amy Berman Jackson, alríkisdómari, hann í 73 mánaða fangelsi. Í síðustu viku dæmdi alríkisdómstóll í Virginíu Manafort í 47 mánaða fangelsi fyrir skattsvik og að hafa svikið út bankalán. Dómarinn í Washington ákvað að Manafort fengi að afplána þrjátíu mánuði af refsingu sinni samhliða þeim dómi. Þannig þarf Manafort, sem er 69 ára gamall, að sitja inni í níutíu mánuði samtals, að sögn Washington Post. Rétt eftir að refsing Manafort var ákvörðuð greindi New York Times frá því að saksóknarar í New York hefðu ákært Manafort fyrir fjármálaglæpi. Yrði Manafort sakfelldur fyrir þau brot gæti Trump ekki náðað hann. Mikil umræðu hefur verið um að Trump gæti náðað Manafort vegna dómanna sem hann hefur nú hlotið í Washington og Virginíu. Forsetinn hefur ekki vald til að náða menn sem eru dæmdir fyrir glæpi í einstökum ríkjum. Ákæran gegn Manafort í New York er í sextán liðum og varðr meðal annars húsnæðislán sem hann á að hafa svikið út. Hann hafi falsað gögn um fjármál sín til að svíkja út milljónir dollara í lán. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi í New York vegna brotanna sem hann er ákærður fyrir.Lýsti iðrun Áður en dómarinn í Washington las upp refsinguna bað Manafort alla þá sem hefði orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna gjörða hans afsökunar. Það gerði hann ekki áður en dómurinn var kveðinn upp yfir honum í síðustu viku. „Þó að ég geti ekki breytt fortíðinni get ég reynt að vinna að því að breyta framtíðinni,“ sagði Manafort við dómarann. Vildi hann meina að níu mánaða einangrun sem hann var látinn sæta eftir að hann varð uppvís að því að reyna að hafa áhrif á framburð vitnis hefði gefið honum nýja sýn á sjálfan sig. Manafort var formaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta þangað til í ágúst árið 2016. Þá komu fram ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara fyrir ráðgjafarstörf fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem var hallur undir rússnesk stjórnvöld. Hann var á meðal þeirra fyrstu sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, ákærðir í tengslum við rannsóknina á meintu samráði Trump-framboðsins við Rússa. Brotin sem Manafort hefur nú verið ákærður fyrir tengjast slíku samráði hins vegar ekki. Í málinu í Washington riftu saksóknarar Mueller þó samstarfssamkomulagi við Manafort þegar þeir töldu hann hafa logið ítrekað að þeim og um málefni sem tengdust kjarna rannsóknar þeirra. Dómarinn féllst á að Manafort hefði gerst sekur um lygar. Lygar Manafort voru meðal annars um samskipti hans við rússneskan samstarfsmann hans, Konstantin Kilimnik, sem bandarísk yfirvöld telja að tengist rússnesku leyniþjónustunni. Kilimnik var ákærður fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni. Hann er hins vegar talinn vera í Rússland og því ólíklegt að hann muni nokkru sinni svara fyrir þær sakir.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm Fyrrverandi kosningastjóri Trump Bandaríkjaforseta var dæmdur fyrir skattsvik og að svíkja út bankalán. Hann á enn yfir höfði sér refsingu í öðru máli vegna málafylgjustarfa hans fyrir erlend ríki. 8. mars 2019 07:28 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm Fyrrverandi kosningastjóri Trump Bandaríkjaforseta var dæmdur fyrir skattsvik og að svíkja út bankalán. Hann á enn yfir höfði sér refsingu í öðru máli vegna málafylgjustarfa hans fyrir erlend ríki. 8. mars 2019 07:28