Ekki hægt að geyma ráðherrastóla Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2019 16:05 Sigríður er farin. Ekkert tímabundið við það að sögn prófessorsins. Ekki í sjálfu sér. Ekki stjórnsýslulega. Komi hún aftur er það sjálfstæð ákvörðun. visir/vilhelm Prófessor Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að það sé ekkert til sem heiti að stíga til hliðar. Annað hvort eru menn hættir eða ekki. Sigríður Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi fyrr í dag að hún ætlaði að stíga til hliðar, í nokkrar vikur, meðan verið væri að leiða til lykta dóm MDE. Sigríður lýsti því yfir að hún gerði þetta til að skapa frið um dómstóla en jafnframt að hún væri algerlega ósammála dómnum, hann væri einskonar aðför að fullveldi lands og þjóðar.Sjálfstæð ákvörðun komi hún aftur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, tveir af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar, hafa lýst því yfir að þau styðji ákvörðun Sigríðar.Eiríkur segir að ekkert sé til stjórnskipulega að geyma ráðherrastóla.Það sem hins vegar stendur í ýmsum er þetta með að „stíga til hliðar tímabundið“. Eiríkur Bergmann segir það tæknilega ekki til. „Stjórnskipunarlega er hún bara farin frá sem ráðherra. Það er ekkert hægt að geyma ráðherrastóla. Það er bara sjálfstæð ákvörðun að hún komi aftur sem þarf að undirrita með forsetabréfi,“ segir Eiríkur.Sigríður er farin Ekki liggur fyrir hver mun taka við dómsmálaráðuneytinu, hvort kallaður verði til ráðherra úr þingliðinu til að taka að sér ráðherradóminn eða að annar ráðherra taki yfir verkefni Sigríðar. Þetta mun liggja fyrir innan tíðar. Þó svo að það geti verið pólitískt samkomulag um að hún komi aftur, þá er það önnur saga, að sögn Eiríks. „Það getur verið pólitískt samkomulag milli flokka um það en lögformlega fer hún út úr ríkisstjórninni eins og allir aðrir sem fara úr ríkisstjórn. Það er ekki til neitt sem heitir að víkja tímabundið. Og einhver annar sem fer yfir málaflokkinn um tíma, nema þeir ætla að gera þetta þannig og þá er hún ekkert farin frá.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
Prófessor Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að það sé ekkert til sem heiti að stíga til hliðar. Annað hvort eru menn hættir eða ekki. Sigríður Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi fyrr í dag að hún ætlaði að stíga til hliðar, í nokkrar vikur, meðan verið væri að leiða til lykta dóm MDE. Sigríður lýsti því yfir að hún gerði þetta til að skapa frið um dómstóla en jafnframt að hún væri algerlega ósammála dómnum, hann væri einskonar aðför að fullveldi lands og þjóðar.Sjálfstæð ákvörðun komi hún aftur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, tveir af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar, hafa lýst því yfir að þau styðji ákvörðun Sigríðar.Eiríkur segir að ekkert sé til stjórnskipulega að geyma ráðherrastóla.Það sem hins vegar stendur í ýmsum er þetta með að „stíga til hliðar tímabundið“. Eiríkur Bergmann segir það tæknilega ekki til. „Stjórnskipunarlega er hún bara farin frá sem ráðherra. Það er ekkert hægt að geyma ráðherrastóla. Það er bara sjálfstæð ákvörðun að hún komi aftur sem þarf að undirrita með forsetabréfi,“ segir Eiríkur.Sigríður er farin Ekki liggur fyrir hver mun taka við dómsmálaráðuneytinu, hvort kallaður verði til ráðherra úr þingliðinu til að taka að sér ráðherradóminn eða að annar ráðherra taki yfir verkefni Sigríðar. Þetta mun liggja fyrir innan tíðar. Þó svo að það geti verið pólitískt samkomulag um að hún komi aftur, þá er það önnur saga, að sögn Eiríks. „Það getur verið pólitískt samkomulag milli flokka um það en lögformlega fer hún út úr ríkisstjórninni eins og allir aðrir sem fara úr ríkisstjórn. Það er ekki til neitt sem heitir að víkja tímabundið. Og einhver annar sem fer yfir málaflokkinn um tíma, nema þeir ætla að gera þetta þannig og þá er hún ekkert farin frá.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22
Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55