Cristiano Ronaldo: Þess vegna fengu þeir mig hingað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2019 09:00 Cristiano Ronaldo fagnar í gær. Getty/Tullio M. Puglia Cristiano Ronaldo átti nú alveg rétt á því að vera svolítið hrokafullur eftir 3-0 sigur Juventus á Atletico Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Ronaldo skoraði öll mörkin og tryggði með því Juventus liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Ronaldo hefur unnið Meistaradeildina þrjú síðustu ár með Real Madrid og alls fimm sinnum á ferlinum. Juventus keyptu hann í sumar frá Real Madrid fyrir 99,2 milljónir punda. Real Madrid datt út í sextán liða úrslitunum án hans og Ronaldo á síðan stórleik þegar mest liggur við og Juve var 2-0 undir eftir fyrri leikinn."That's why they bought him..." How Cristiano Ronaldo hauled Juventus back from the brink against Atletico Madrid to book their place in the Champions League quarter-finals.https://t.co/Tn3Nkn1X6J#UCL#JUVATLpic.twitter.com/2DknAXgqLo— BBC Sport (@BBCSport) March 13, 2019 Juventus hefur verið að vinna titlana heima fyrir síðustu ár en það hefur vantað upp á í Meistaradeildinni og ráðið var að ná í „Herra Meistaradeild“. Þeir sjá ekki mikið eftir því núna. „Þess vegna fengu þeir hjá Juventus mig hingað. Ég var fengin hingað til að hjálpa þeim að afreka það sem þeim hefur aldrei tekist áður,“ sagði Cristiano Ronaldo eftir leikinn. Hann skoraði reyndar bara eitt mark í sex fyrstu Meistaradeildarleikjum sínum með Juventus en þrefaldaði þá tölu í gær. Ronaldo hefur alls skorað 18 mörk í síðustu 14 leikjum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og er búinn að koma með beinum hætti að 76 mörkum í 77 leikjum sínum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar (62 mörk og 14 stoðsendingar). „Þetta var alltaf að fara vera sérstakt kvöld og það varð raunin ekki bara vegna markanna minna heldur fyrir liðið,“ sagði Ronaldo. „Svona hugarfar þarft þú að vera með ætlir þú þér að vinna Meistaradeildina. Við nutum þessa töfrakvölds. Atletico er mjög erfiður mótherji en við erum góðir líka. Nú sjáum við til hvað gerist í framhaldinu,“ sagði Ronaldo. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Cristiano Ronaldo átti nú alveg rétt á því að vera svolítið hrokafullur eftir 3-0 sigur Juventus á Atletico Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Ronaldo skoraði öll mörkin og tryggði með því Juventus liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Ronaldo hefur unnið Meistaradeildina þrjú síðustu ár með Real Madrid og alls fimm sinnum á ferlinum. Juventus keyptu hann í sumar frá Real Madrid fyrir 99,2 milljónir punda. Real Madrid datt út í sextán liða úrslitunum án hans og Ronaldo á síðan stórleik þegar mest liggur við og Juve var 2-0 undir eftir fyrri leikinn."That's why they bought him..." How Cristiano Ronaldo hauled Juventus back from the brink against Atletico Madrid to book their place in the Champions League quarter-finals.https://t.co/Tn3Nkn1X6J#UCL#JUVATLpic.twitter.com/2DknAXgqLo— BBC Sport (@BBCSport) March 13, 2019 Juventus hefur verið að vinna titlana heima fyrir síðustu ár en það hefur vantað upp á í Meistaradeildinni og ráðið var að ná í „Herra Meistaradeild“. Þeir sjá ekki mikið eftir því núna. „Þess vegna fengu þeir hjá Juventus mig hingað. Ég var fengin hingað til að hjálpa þeim að afreka það sem þeim hefur aldrei tekist áður,“ sagði Cristiano Ronaldo eftir leikinn. Hann skoraði reyndar bara eitt mark í sex fyrstu Meistaradeildarleikjum sínum með Juventus en þrefaldaði þá tölu í gær. Ronaldo hefur alls skorað 18 mörk í síðustu 14 leikjum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og er búinn að koma með beinum hætti að 76 mörkum í 77 leikjum sínum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar (62 mörk og 14 stoðsendingar). „Þetta var alltaf að fara vera sérstakt kvöld og það varð raunin ekki bara vegna markanna minna heldur fyrir liðið,“ sagði Ronaldo. „Svona hugarfar þarft þú að vera með ætlir þú þér að vinna Meistaradeildina. Við nutum þessa töfrakvölds. Atletico er mjög erfiður mótherji en við erum góðir líka. Nú sjáum við til hvað gerist í framhaldinu,“ sagði Ronaldo.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira