Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Sighvatur Jónsson skrifar 12. mars 2019 17:30 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Landsréttarmálið vera stórt klúður. „Það er grundvallaratriði í réttarríki að einstaklingar geti leitað til óvilhallra, sjálfstæðra dómstóla. Það er í uppnámi núna. Eðlileg viðbrögð væru að dómsmálaráðherra segði af sér.“ Logi býst við að Vinstri græn geri athugasemdir við stöðu dómsmálaráðherra í ljósi dóms Mannréttindadómstólsins. „Það verður fróðlegt að sjá hvort þau muni í annað sinn verja ráðherra vantrausti þegar það verður lagt fram. Ég tel óumflýjanlegt að það verði gert ef ríkisstjórnin verður ekki á undan og gerir hreint fyrir sínum dyrum.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir það vera meginhlutverk þingmanna og stjórnvalda að vernda réttarríkið. Það sé nú í algerri óvissu vegna dóms Mannréttindadómstólsins og viðbragða dómsmálaráðherra. „Hún er að festa sig í orð minnihlutans, tveggja dómara, í stað þess að taka af auðmýkt þessari niðurstöðu og segja að málið sé grafalvarlegt fyrir íslenska þjóð. Að hugsa sér það að ætla að ýta málinu á undan sér, ekki bara í nokkra mánuði heldur nokkur ár. Það er algerlega óásættanlegt fyrir dómskerfið og réttarríkið,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Aðspurð hvort Viðreisn geri þá kröfu að dómsmálaráðherra segi af sér segir Þorgerður Katrín að það liggi ljóst fyrir að dómsmálaráðherra geti ekki fylgt málinu eftir, hún sé orðin vanhæf til þess. Annar ráðherra í ríkisstjórn verði að taka á málinu. „Mér finnst mikilvægast núna, áður en við förum að ræða vantraust og annað, að við leysum úr þessu máli. Í því liggur ábyrgð okkar þingmanna og stjórnvalda, að koma dómskerfinu í lag aftur,“ segir Þorgerður Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Samfylkingin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Landsréttarmálið vera stórt klúður. „Það er grundvallaratriði í réttarríki að einstaklingar geti leitað til óvilhallra, sjálfstæðra dómstóla. Það er í uppnámi núna. Eðlileg viðbrögð væru að dómsmálaráðherra segði af sér.“ Logi býst við að Vinstri græn geri athugasemdir við stöðu dómsmálaráðherra í ljósi dóms Mannréttindadómstólsins. „Það verður fróðlegt að sjá hvort þau muni í annað sinn verja ráðherra vantrausti þegar það verður lagt fram. Ég tel óumflýjanlegt að það verði gert ef ríkisstjórnin verður ekki á undan og gerir hreint fyrir sínum dyrum.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir það vera meginhlutverk þingmanna og stjórnvalda að vernda réttarríkið. Það sé nú í algerri óvissu vegna dóms Mannréttindadómstólsins og viðbragða dómsmálaráðherra. „Hún er að festa sig í orð minnihlutans, tveggja dómara, í stað þess að taka af auðmýkt þessari niðurstöðu og segja að málið sé grafalvarlegt fyrir íslenska þjóð. Að hugsa sér það að ætla að ýta málinu á undan sér, ekki bara í nokkra mánuði heldur nokkur ár. Það er algerlega óásættanlegt fyrir dómskerfið og réttarríkið,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Aðspurð hvort Viðreisn geri þá kröfu að dómsmálaráðherra segi af sér segir Þorgerður Katrín að það liggi ljóst fyrir að dómsmálaráðherra geti ekki fylgt málinu eftir, hún sé orðin vanhæf til þess. Annar ráðherra í ríkisstjórn verði að taka á málinu. „Mér finnst mikilvægast núna, áður en við förum að ræða vantraust og annað, að við leysum úr þessu máli. Í því liggur ábyrgð okkar þingmanna og stjórnvalda, að koma dómskerfinu í lag aftur,“ segir Þorgerður Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Samfylkingin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira