Auður Albertsdóttir og Sif Jóhannsdóttir hafa verið ráðnar til starfa hjá ráðgjafastofunni Aton.
Í tilkynningunni kemur fram að Auður hafi áður starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og á mbl.is, þar sem hún var meðal annars umsjónarmaður viðskiptafrétta á mbl.is.
„Síðustu misseri hefur Auður starfað við kynningar- og markaðsmál fyrir fyrirtæki og félagasamtök og situr í stjórn Ungra athafnakvenna. Auður er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og BA gráðu í bókmenntafræði frá sama skóla.
Sif Jóhannsdóttir hefur fjölbreytta reynslu af bókaútgáfu og undanfarin ár starfaði hún hjá Forlaginu við kynningu og sölu á íslenskum höfundum og verkum þeirra erlendis. Sif hefur langa reynslu af samningagerð við bæði innlenda og erlenda aðila. Áður vann hún sem verkefnastjóri útgáfu og stýrði um tíma kynningar- og markaðsmálum hjá Forlaginu. Sif var búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum í þrjú ár þar sem hún lærði verkefnastjórnun hjá UCLA og skrifaði pistla fyrir mbl.is og Kvennablaðið. Sif er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í frönsku og bókmenntum frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Auður og Sif ráðnar til Aton
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana
Viðskipti erlent


Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent


Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana
Viðskipti erlent


Lækkanir í Asíu halda áfram
Viðskipti erlent