Lýðheilsuógn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. mars 2019 07:00 Með alvarlegustu ógnum sem steðja að heilsu manna eru rangar og falskar upplýsingar; moðreykur hvers kyns sem er til þess fallinn, meðvitað eða ómeðvitað, að grafa undan tiltrú almennings á læknavísindunum og heilbrigðisyfirvöldum. Rangar upplýsingar hafa fylgt bólusetningum frá upphafi, og byggjast oftar en ekki á misskilningi eða fáfræði. Aftur á móti eru falskar upplýsingar þær sem ætlað er að sá fræjum efasemda í hugum fólks; sjálf lýðheilsan er gerð að fleyg til að reka milli mismunandi hópa til að auka á sundrung og grafa undan samheldni um þann sáttmála sem almenningur og yfirvöld hafa gert til að halda lífshættulegum og óþörfum sjúkdómum í skefjum. Sáttmáli þessi byggist á trausti. Almenningur treystir á skilvirkt og ódýrt bóluefni sem aðgengilegt er öllum, meðan yfirvöld treysta almenningi til að nýta sér bóluefnið. Þegar rangar og falskar upplýsingar um bólusetningar fá að grassera er þessu trausti ógnað. Mislingafaraldurinn sem nú geisar víða um heim – faraldur sem kostaði 110 þúsund manns lífið árið 2017 – virðist að stórum hluta eiga uppruna sinn að rekja til áróðurs gegn bólusetningum. Þetta er áróður sem fengið hefur að dafna óáreittur á samfélagsmiðlum, þeim vettvangi sem eitt sinn var ætlað að færa okkur nær hvert öðru en er nú lítið annað en samfelldur og ærandi kliður upplýsinga sem birtar eru án ritstjórnar og ábyrgðar. Blessunarlega eru fáar vísbendingar um að þessi áróður hafi haft áhrif á afstöðu þeirra sem hér búa. Raunar er það svo að nánast allir sem spurðir voru um bólusetningarskyldu í könnun, sem Fréttablaðið greinir frá í dag, telja að bólusetningar verði leiddar í lög. Þó að þátttaka í bólusetningum mætti sannarlega vera betri, þá er fátt sem gefur til kynna að samfélagssáttamála okkar um hjarðónæmi sé ógnað að einhverju ráði. En þar með er ekki sagt að slíkt geti ekki gerst. Jonathan Swift sagði eitt sinn að lygin fljúgi hratt, og að sannleikurinn komi jafnan haltrandi á eftir henni, og það er mikið til í þessum orðum. Ákveðinn hópur samfélagsins mun ávallt afneita traustum og óyggjandi vísbendingum og þess í stað leita staðfestingar á fyrirfram mótuðum hugmyndum. Því ætti það að vera algjört forgangsatriði að stórefla fræðslu um bólusetningar og allt sem þeim tengist til að fyrirbyggja það að skaðlegur áróður eins og sá sem nú veldur hörmungum víða um heim fái að skjóta lífseigum rótum hér á landi. Þetta útheimtir mikla frumkvæðisvinnu af hálfu heilbrigðisyfirvalda og þeirra sem getu og þekkingu hafa til að miðla réttum og nauðsynlegum upplýsingum til almennings. En ávinningurinn verður alltaf sá að renna styrkari stoðum undir jákvætt viðhorf til bólusetninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Með alvarlegustu ógnum sem steðja að heilsu manna eru rangar og falskar upplýsingar; moðreykur hvers kyns sem er til þess fallinn, meðvitað eða ómeðvitað, að grafa undan tiltrú almennings á læknavísindunum og heilbrigðisyfirvöldum. Rangar upplýsingar hafa fylgt bólusetningum frá upphafi, og byggjast oftar en ekki á misskilningi eða fáfræði. Aftur á móti eru falskar upplýsingar þær sem ætlað er að sá fræjum efasemda í hugum fólks; sjálf lýðheilsan er gerð að fleyg til að reka milli mismunandi hópa til að auka á sundrung og grafa undan samheldni um þann sáttmála sem almenningur og yfirvöld hafa gert til að halda lífshættulegum og óþörfum sjúkdómum í skefjum. Sáttmáli þessi byggist á trausti. Almenningur treystir á skilvirkt og ódýrt bóluefni sem aðgengilegt er öllum, meðan yfirvöld treysta almenningi til að nýta sér bóluefnið. Þegar rangar og falskar upplýsingar um bólusetningar fá að grassera er þessu trausti ógnað. Mislingafaraldurinn sem nú geisar víða um heim – faraldur sem kostaði 110 þúsund manns lífið árið 2017 – virðist að stórum hluta eiga uppruna sinn að rekja til áróðurs gegn bólusetningum. Þetta er áróður sem fengið hefur að dafna óáreittur á samfélagsmiðlum, þeim vettvangi sem eitt sinn var ætlað að færa okkur nær hvert öðru en er nú lítið annað en samfelldur og ærandi kliður upplýsinga sem birtar eru án ritstjórnar og ábyrgðar. Blessunarlega eru fáar vísbendingar um að þessi áróður hafi haft áhrif á afstöðu þeirra sem hér búa. Raunar er það svo að nánast allir sem spurðir voru um bólusetningarskyldu í könnun, sem Fréttablaðið greinir frá í dag, telja að bólusetningar verði leiddar í lög. Þó að þátttaka í bólusetningum mætti sannarlega vera betri, þá er fátt sem gefur til kynna að samfélagssáttamála okkar um hjarðónæmi sé ógnað að einhverju ráði. En þar með er ekki sagt að slíkt geti ekki gerst. Jonathan Swift sagði eitt sinn að lygin fljúgi hratt, og að sannleikurinn komi jafnan haltrandi á eftir henni, og það er mikið til í þessum orðum. Ákveðinn hópur samfélagsins mun ávallt afneita traustum og óyggjandi vísbendingum og þess í stað leita staðfestingar á fyrirfram mótuðum hugmyndum. Því ætti það að vera algjört forgangsatriði að stórefla fræðslu um bólusetningar og allt sem þeim tengist til að fyrirbyggja það að skaðlegur áróður eins og sá sem nú veldur hörmungum víða um heim fái að skjóta lífseigum rótum hér á landi. Þetta útheimtir mikla frumkvæðisvinnu af hálfu heilbrigðisyfirvalda og þeirra sem getu og þekkingu hafa til að miðla réttum og nauðsynlegum upplýsingum til almennings. En ávinningurinn verður alltaf sá að renna styrkari stoðum undir jákvætt viðhorf til bólusetninga.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun