„Fótbolti er ekki fyrir stelpur“ í nýrri herferð Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 10:30 Lieke Martens í leik með Barcelona. Vísir/Getty Leikmenn kvennaliðs Barcelona sendu frá sér myndband í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á dögunum en Lionel Messi og félagar eru ekki eina fótboltalið FC Barcelona. Myndbandið frá Barcelona Femení kemur með nýtt sjónarhorn í umræðuna um jafnrétti kynjanna í fótboltaheiminum og á við á Spáni alveg eins og hér á Íslandi. Fyrsta yfirlýsingin í auglýsingunni stuðar kannski einhverja því hún er „Fótbolti er ekki fyrir stelpur“ en þú þarf ekki að horfa mikið lengur til að skilja skilaboðin frá stelpunum í Barcelona. „Fótbolti er ekki fyrir stelpur og fótbolti er ekki fyrir stráka. Fótbolti er fyrir fótboltafólk,“ segir meðal annars í myndbandinu. Myndbandið gengur annars út á það að leikmenn Barcelona liðsins tala um að það eigi ekki að kynkenna fótboltann. Fótboltaleikur kvenna er þannig bara fótboltaleikur, kvenkyns fótboltamaður er bara fótboltamaður, skot er bara skot og tækling er bara tækling hvort sem það gerist í karla- eða kvennaleik. Meðal þeirra sem hafa vakið athygli á myndbandinu er enska landsliðskonan Toni Duggan sem hefur spilað með Barcelona frá árinu 2017. Þar má líka sjá hollensku landsliðskonuna Lieke Martens, sem var kosin besti í heimi fyrir árið 2017 og kom til Barcelona í júlí 2017. Barcelona liðið er í harðri baráttu við Atletico Madrid en Barca-stelpurnar eru eins og er í öðru sætinu. Þær hafa lent í öðru sæti undanfarin þrjú tímabil eftir að hafa orðið spænskir meistarar fjögur ár í röð frá 2012 til 2015. Átakið notar myllumerkið #WeAreFootballers og heitir „Football is for footballers“ á ensku en á spænsku og katalónísku er nafnið „El fútbol es para futbolistas“ og „El futbol és per a futbolistes“. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan af Instagram síðu Barcelona. View this post on InstagramFootball is for all..... #IWD @fcbfemeni A post shared by Toni Duggan (@toniduggan) on Mar 8, 2019 at 9:37am PST Spænski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Leikmenn kvennaliðs Barcelona sendu frá sér myndband í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á dögunum en Lionel Messi og félagar eru ekki eina fótboltalið FC Barcelona. Myndbandið frá Barcelona Femení kemur með nýtt sjónarhorn í umræðuna um jafnrétti kynjanna í fótboltaheiminum og á við á Spáni alveg eins og hér á Íslandi. Fyrsta yfirlýsingin í auglýsingunni stuðar kannski einhverja því hún er „Fótbolti er ekki fyrir stelpur“ en þú þarf ekki að horfa mikið lengur til að skilja skilaboðin frá stelpunum í Barcelona. „Fótbolti er ekki fyrir stelpur og fótbolti er ekki fyrir stráka. Fótbolti er fyrir fótboltafólk,“ segir meðal annars í myndbandinu. Myndbandið gengur annars út á það að leikmenn Barcelona liðsins tala um að það eigi ekki að kynkenna fótboltann. Fótboltaleikur kvenna er þannig bara fótboltaleikur, kvenkyns fótboltamaður er bara fótboltamaður, skot er bara skot og tækling er bara tækling hvort sem það gerist í karla- eða kvennaleik. Meðal þeirra sem hafa vakið athygli á myndbandinu er enska landsliðskonan Toni Duggan sem hefur spilað með Barcelona frá árinu 2017. Þar má líka sjá hollensku landsliðskonuna Lieke Martens, sem var kosin besti í heimi fyrir árið 2017 og kom til Barcelona í júlí 2017. Barcelona liðið er í harðri baráttu við Atletico Madrid en Barca-stelpurnar eru eins og er í öðru sætinu. Þær hafa lent í öðru sæti undanfarin þrjú tímabil eftir að hafa orðið spænskir meistarar fjögur ár í röð frá 2012 til 2015. Átakið notar myllumerkið #WeAreFootballers og heitir „Football is for footballers“ á ensku en á spænsku og katalónísku er nafnið „El fútbol es para futbolistas“ og „El futbol és per a futbolistes“. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan af Instagram síðu Barcelona. View this post on InstagramFootball is for all..... #IWD @fcbfemeni A post shared by Toni Duggan (@toniduggan) on Mar 8, 2019 at 9:37am PST
Spænski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira