Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. mars 2019 08:00 Íslandspóstur réðst í framkvæmdir fyrir 1,2 milljarða á nýliðnu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) virðist lausafjárvandi Íslandspósts ohf. (ÍSP) tilkominn vegna fækkunar einkaréttarbréfa annars vegar og hins vegar mikilla fjárfestinga sem ráðist var í á sama tíma og fjármögnun þeirra var ekki tryggð. Þessi vandi hafi ekki verið opinberaður af hálfu ÍSP fyrr en á síðari helmingi síðasta árs. Þetta kemur fram í svarbréfi PFS, sem sent var í síðasta mánuði, við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins (SRN) frá því í desember. Í bréfi SRN var óskað eftir því að PFS gerði grein fyrir hvernig eftirliti stofnunarinnar með fjárhagsstöðu ÍSP hefði verið háttað. Í lögum um PFS er kveðið á um að stofnunin hafi eftirlit með starfsemi fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda og þar er fjárhagsstaða þeirra með talin. Í svarbréfi PFS segir aftur á móti að það eftirlit, þegar kemur að póstþjónustu, takmarkist við þann hluta sem snýr að einkarétti og alþjónustu. „Með öðrum orðum hefur stofnunin ekki eftirlit með allri starfsemi félagsins og þaðan af síður heimildir til að grípa inn í með einhverjum hætti þær ákvarðanir sem félagið kann að hafa tekið. Forstjóri og stjórn félagsins bera ábyrgð á þeim ákvörðunum,“ segir í bréfinu. Í svarinu er enn fremur rakið að rekstrarreikningur ÍSP fyrir árið 2017 hafi ekki bent til þess að félagið stefndi í alvarlegan lausafjárvanda árið 2018. Samkvæmt árshlutareikningi í september í fyrra var veltufé frá rekstri 12 milljónir króna sem er um 500 milljónum lægra en á sama tíma árið áður. PFS telur það skýrast af lækkun á hagnaði einkaréttarbréfa. Ekkert hafi legið fyrir um vandann fyrr en síðla árs 2018. Stjórn ÍSP hefur að vísu reglulega bókað í fundargerðum að rekstrargrundvöllur væri ekki lengur til staðar og komið slíkum skilaboðum til SRN. Í þessu samhengi er rétt að nefna að í nóvember í fyrra hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun verðskrár einkaréttar enda hefði afkoma einkaréttar verið góð árin tvö á undan. Í raun svo góð að stofnunin íhugaði að afturkalla fyrri ákvörðun sína um hækkun. Í síðasta mánuði samþykkti PFS hins vegar beiðni um meiri hækkun en hafnað var í nóvember. Það samþykki lá fyrir sama dag og ÍSP skilaði nauðsynlegum gögnum til stofnunarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Sjá meira
Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) virðist lausafjárvandi Íslandspósts ohf. (ÍSP) tilkominn vegna fækkunar einkaréttarbréfa annars vegar og hins vegar mikilla fjárfestinga sem ráðist var í á sama tíma og fjármögnun þeirra var ekki tryggð. Þessi vandi hafi ekki verið opinberaður af hálfu ÍSP fyrr en á síðari helmingi síðasta árs. Þetta kemur fram í svarbréfi PFS, sem sent var í síðasta mánuði, við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins (SRN) frá því í desember. Í bréfi SRN var óskað eftir því að PFS gerði grein fyrir hvernig eftirliti stofnunarinnar með fjárhagsstöðu ÍSP hefði verið háttað. Í lögum um PFS er kveðið á um að stofnunin hafi eftirlit með starfsemi fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda og þar er fjárhagsstaða þeirra með talin. Í svarbréfi PFS segir aftur á móti að það eftirlit, þegar kemur að póstþjónustu, takmarkist við þann hluta sem snýr að einkarétti og alþjónustu. „Með öðrum orðum hefur stofnunin ekki eftirlit með allri starfsemi félagsins og þaðan af síður heimildir til að grípa inn í með einhverjum hætti þær ákvarðanir sem félagið kann að hafa tekið. Forstjóri og stjórn félagsins bera ábyrgð á þeim ákvörðunum,“ segir í bréfinu. Í svarinu er enn fremur rakið að rekstrarreikningur ÍSP fyrir árið 2017 hafi ekki bent til þess að félagið stefndi í alvarlegan lausafjárvanda árið 2018. Samkvæmt árshlutareikningi í september í fyrra var veltufé frá rekstri 12 milljónir króna sem er um 500 milljónum lægra en á sama tíma árið áður. PFS telur það skýrast af lækkun á hagnaði einkaréttarbréfa. Ekkert hafi legið fyrir um vandann fyrr en síðla árs 2018. Stjórn ÍSP hefur að vísu reglulega bókað í fundargerðum að rekstrargrundvöllur væri ekki lengur til staðar og komið slíkum skilaboðum til SRN. Í þessu samhengi er rétt að nefna að í nóvember í fyrra hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun verðskrár einkaréttar enda hefði afkoma einkaréttar verið góð árin tvö á undan. Í raun svo góð að stofnunin íhugaði að afturkalla fyrri ákvörðun sína um hækkun. Í síðasta mánuði samþykkti PFS hins vegar beiðni um meiri hækkun en hafnað var í nóvember. Það samþykki lá fyrir sama dag og ÍSP skilaði nauðsynlegum gögnum til stofnunarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Sjá meira