Bjóða farþegum WOW ókeypis gistingu á meðan þeir reyna að komast heim Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2019 20:40 Drífa Björk Linnet rekur gistisvæðið Hraunborgir ásamt eiginmanni sínum og börnum. Mynd/Samsett Eigendur gistisvæðisins Hraunborga í Grímsnesi hafa boðið öllum farþegum flugfélagsins WOW air, sem eru strandaglópar hér á landi eftir að félagið var lýst gjaldþrota í dag, ókeypis gistingu næstu vikuna. „Okkur langar í rauninni að sýna samstöðu og við vorum í morgun að horfa á fréttir og sáum þar viðtal við ferðamenn sem voru staddir í Leifsstöð og voru að reyna að bjarga sér,“ segir Drífa Björk Linnet, sem rekur Hraunborgir ásamt eiginmanni sínum og börnum, í samtali við Vísi. „Þannig að mér finnst bara að ef einhver getur mögulega hjálpað þá ætti hann að gera það og mér finnst líka mikilvægt að senda þau skilaboð að við Íslendingar séum nú gott fólk og ekki að nýta þennan harmleik til að græða einhverjar aukakrónur á þessu.“ Drífa segir gjaldþrot WOW air og aðdraganda þess hafa reynst erfitt fyrir reksturinn. Fjölskyldan finni jafnframt að róðurinn í ferðaþjónustunni hafi þyngst verulega undanfarna mánuði. „Við erum strax farin að fá gríðarlega miklar afbókanir. Þetta hefur strax rosalega mikil áhrif á allt, eins og maður hefur séð í fréttunum að þá er strax mikið atvinnuleysi. Þetta er bara hræðilegt.“ Viðbrögðin við tilboðinu hafi þó verið afar góð. Drífa segir marga hafa haft samband í gegnum Facebook-síðu Hraunborga en þegar hafa nokkrir strandaglópar boðað komu sína næstu daga, þeir fyrstu mæta á morgun og straumurinn heldur áfram alveg fram í apríl. „Við erum búin að bóka nokkrar fjölskyldur. Þau eru ekki að trúa sínum eigin augum hvað þetta er að bjarga miklu,“ segir Drífa. Í Facebook-færslu Hraunborga, þar sem greint var frá tilboðinu, er jafnframt skorað á aðra ferðaþjónustuaðila að fara að fordæmi gistisvæðisins og koma til móts við WOW-strandaglópa. Drífa segir þó að hún hafi ekki orðið vör við að önnur fyrirtæki hafi tekið áskoruninni. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur WOW Air Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Fleiri fréttir Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Sjá meira
Eigendur gistisvæðisins Hraunborga í Grímsnesi hafa boðið öllum farþegum flugfélagsins WOW air, sem eru strandaglópar hér á landi eftir að félagið var lýst gjaldþrota í dag, ókeypis gistingu næstu vikuna. „Okkur langar í rauninni að sýna samstöðu og við vorum í morgun að horfa á fréttir og sáum þar viðtal við ferðamenn sem voru staddir í Leifsstöð og voru að reyna að bjarga sér,“ segir Drífa Björk Linnet, sem rekur Hraunborgir ásamt eiginmanni sínum og börnum, í samtali við Vísi. „Þannig að mér finnst bara að ef einhver getur mögulega hjálpað þá ætti hann að gera það og mér finnst líka mikilvægt að senda þau skilaboð að við Íslendingar séum nú gott fólk og ekki að nýta þennan harmleik til að græða einhverjar aukakrónur á þessu.“ Drífa segir gjaldþrot WOW air og aðdraganda þess hafa reynst erfitt fyrir reksturinn. Fjölskyldan finni jafnframt að róðurinn í ferðaþjónustunni hafi þyngst verulega undanfarna mánuði. „Við erum strax farin að fá gríðarlega miklar afbókanir. Þetta hefur strax rosalega mikil áhrif á allt, eins og maður hefur séð í fréttunum að þá er strax mikið atvinnuleysi. Þetta er bara hræðilegt.“ Viðbrögðin við tilboðinu hafi þó verið afar góð. Drífa segir marga hafa haft samband í gegnum Facebook-síðu Hraunborga en þegar hafa nokkrir strandaglópar boðað komu sína næstu daga, þeir fyrstu mæta á morgun og straumurinn heldur áfram alveg fram í apríl. „Við erum búin að bóka nokkrar fjölskyldur. Þau eru ekki að trúa sínum eigin augum hvað þetta er að bjarga miklu,“ segir Drífa. Í Facebook-færslu Hraunborga, þar sem greint var frá tilboðinu, er jafnframt skorað á aðra ferðaþjónustuaðila að fara að fordæmi gistisvæðisins og koma til móts við WOW-strandaglópa. Drífa segir þó að hún hafi ekki orðið vör við að önnur fyrirtæki hafi tekið áskoruninni.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur WOW Air Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Fleiri fréttir Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Sjá meira