Laila Anita Bertheussen, sambýliskona Wara, er gert að hafa kveikt í bíl ráðherrans þann 10. mars, samkvæmt NRK. Hún var ákærð þann 14. mars og þá tók Wara sér frí frá störfum. Á blaðamannafundi í dag lýsti hann því yfir að hann hefði sagt af sér og það væri hans eigin ákvörðun. Hann sagði aðra þurfa meira á sér að halda en ríkisstjórnin.
Norska öryggislögreglan sendi í dag frá sér tilkynningu um að Laila Anita Bertheussen, sambýliskona Wara, væri nú með stöðu grunaðs manns í öðrum málum. Auk þess að hafa kveikt í bílnum og fyrir að hafa sent öryggismálaráðherranum hótun, er hún grunuð um skemmdarverk á eigin heimili.
Á blaðamannafundinum þakkaði Wara Ernu Solberg, forsætisráðherra, og Siv Jensen, fjármálaráðherra og leiðtoga Framfaraflokksins, fyrir traustið í hans garð. Þá sagðist hann gera sér grein fyrir því að blaðamenn hefðu margar spurningar en Wara sagðist ekki geta svarað þeim að svo stöddu.
Ekki er víst hver tekur við ráðuneytinu en Wara er fjórði dómsmálaráðherrann til að láta af störfum frá því núverandi ríkisstjórn Noregs tók við völdum árið 2013.
Oppdatering i etterforskningen av truslene mot Wara: PST endrer Bertheussens status fra fornærmet til mistenkt i samtlige hendelser, bortsett fra den hun allerede er siktet for. Les pressemelding her: https://t.co/ePY9HbEAOW
— PST (@PSTnorge) March 28, 2019