Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2019 14:26 Um ár er síðan greint var frá því að meðlimir Sigur Rósar væru grunaðir um skattsvik. Vísir/GETTY Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. Þetta staðfestir Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Rúmt ár er síðan fjölmiðlar greindu fyrst frá því að meðlimir Sigur Rósar væru grunaðir um skattsvik. Þá höfðu eignir þriggja þeirra, það er þeirra Jóns Þórs, Georgs og Orra Páls, verið kyrrsettar af sýslumanninnum á höfuðborgarsvæðinu. Í frétt RÚV segir að tónlistarmennirnir séu ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur eða arðgreiðslur. Þeir Jón Þór, Georg og Orri Páll eru ákærðir fyrir meiriháttar skattalagabrot fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2014. Kjartan, sem hætti í Sigur Rós árið 2013, er ákærður fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2012 og 2014. Þegar fyrst var greint frá rannsókn skattrannsóknarstjóra vegna gruns um skattsvik meðlima Sigur Rósar ræddi fréttastofa við Georg Holm, bassaleikara sveitarinnar. Hann sagði málið eintómt klúður og verið væri að vinna í því laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og þeirra Orra Páls og Jóns Þórs við skattayfirvöld. Sagði hann þremenningana hafa treyst því að endurskoðendur sem unnu fyrir þá hafi verið að vinna vinnuna sína. „Þetta er allt bara eintómt klúður. Við treystum náttúrulega fólki sem við erum að vinna með og þetta fór kannski ekki eins og það átti að vera, vinnubrögð voru kannski ekki alveg rétt og við erum búnir að vera að vinna í því að laga það undanfarið,“ sagði Georg. Í yfirlýsingu sem Sigur Rós sendi frá sér síðar sama dag og greint var frá málinu sagði að hljómsveitin hefði ekkert að fela og að hún hefði veitt skattrannsóknarstjóra allar þær upplýsingar til að greiða úr þeim málum sem þar væru til rannsóknar. Þá væri ekki ágreiningur um það af hálfu hljómsveitarinnar að framtalsgerð og skattskil hljómsveitarinnar hafi að hluta til ekki verið í réttu horfi á tímabilinu 2010 til 2014. Hefði hljómsveitin fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þætti miður að ákveðið hefði verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra. „Sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafa meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins, veitt embættinu allar þær upplýsingar sem óskað hefur verið eftir og að engin þörf hafi verið á kyrrsetningu eigna meðlima Sigur Rósar. Þetta er í samræmi við skoðun lögfræðinga Sigur Rósar hjá LOGOS lögmannsþjónustu,“ sagði í yfirlýsingu hljómsveitarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Sigur Rós Tónlist Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54 Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09 Landsréttur staðfestir kyrrsetningu á eignum Sigur Rósar Hafa eignir þeirra sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. 27. ágúst 2018 16:54 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. Þetta staðfestir Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Rúmt ár er síðan fjölmiðlar greindu fyrst frá því að meðlimir Sigur Rósar væru grunaðir um skattsvik. Þá höfðu eignir þriggja þeirra, það er þeirra Jóns Þórs, Georgs og Orra Páls, verið kyrrsettar af sýslumanninnum á höfuðborgarsvæðinu. Í frétt RÚV segir að tónlistarmennirnir séu ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur eða arðgreiðslur. Þeir Jón Þór, Georg og Orri Páll eru ákærðir fyrir meiriháttar skattalagabrot fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2014. Kjartan, sem hætti í Sigur Rós árið 2013, er ákærður fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2012 og 2014. Þegar fyrst var greint frá rannsókn skattrannsóknarstjóra vegna gruns um skattsvik meðlima Sigur Rósar ræddi fréttastofa við Georg Holm, bassaleikara sveitarinnar. Hann sagði málið eintómt klúður og verið væri að vinna í því laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og þeirra Orra Páls og Jóns Þórs við skattayfirvöld. Sagði hann þremenningana hafa treyst því að endurskoðendur sem unnu fyrir þá hafi verið að vinna vinnuna sína. „Þetta er allt bara eintómt klúður. Við treystum náttúrulega fólki sem við erum að vinna með og þetta fór kannski ekki eins og það átti að vera, vinnubrögð voru kannski ekki alveg rétt og við erum búnir að vera að vinna í því að laga það undanfarið,“ sagði Georg. Í yfirlýsingu sem Sigur Rós sendi frá sér síðar sama dag og greint var frá málinu sagði að hljómsveitin hefði ekkert að fela og að hún hefði veitt skattrannsóknarstjóra allar þær upplýsingar til að greiða úr þeim málum sem þar væru til rannsóknar. Þá væri ekki ágreiningur um það af hálfu hljómsveitarinnar að framtalsgerð og skattskil hljómsveitarinnar hafi að hluta til ekki verið í réttu horfi á tímabilinu 2010 til 2014. Hefði hljómsveitin fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þætti miður að ákveðið hefði verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra. „Sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafa meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins, veitt embættinu allar þær upplýsingar sem óskað hefur verið eftir og að engin þörf hafi verið á kyrrsetningu eigna meðlima Sigur Rósar. Þetta er í samræmi við skoðun lögfræðinga Sigur Rósar hjá LOGOS lögmannsþjónustu,“ sagði í yfirlýsingu hljómsveitarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Sigur Rós Tónlist Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54 Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09 Landsréttur staðfestir kyrrsetningu á eignum Sigur Rósar Hafa eignir þeirra sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. 27. ágúst 2018 16:54 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54
Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09
Landsréttur staðfestir kyrrsetningu á eignum Sigur Rósar Hafa eignir þeirra sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. 27. ágúst 2018 16:54
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent