Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftahrinunni í Öxarfirði en skjálfti 3,0 að stærð varð á svæðinu klukkan 12:37. Skjálftanir hafa verið um sex kílómetrum suðvestur af Kópaskeri.
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að hrinan hafi hafist síðastliðinn laugardag og hafa nú mælst átta skjálftar af stærð 3 og yfir.
„Stærsti skjálfti hrinunar mældist í gærkvöldi 27. mars, af stærð 4,2 kl. 20:29.
Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að íbúar á Kópaskeri og í Kelduhverfi hafi fundið stærstu skjálftana. Áætlaður fjöldi skjálfta í hrinunni frá sjálfvirkum mælingum er um 1800 skjálftar frá því hún hófst.
Nú í morgun, 28. mars kl. 05:48 mældist skjálfti 3,8 að stærð, annar skjálfti var í dag kl. 12:37 af stærð 3,0 og ekki hefur dregið úr skjálftavirkninni það sem af er liðið degi,“ segir í tilkynningunni.
Skjálfti 3,0 að stærð í Öxarfirði

Tengdar fréttir

Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“
Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag.

Ekkert lát á jarðskjálftahrinunni fyrir norðan
Tæplega 340 skjálftar hafa mælst í Öxarfirði frá miðnætti á sjálfvirkum jarðskjálftamælum Veðurstofunnar.