Í tilefni af því að í júní eru 20 ár liðin frá útgáfunni kemur út glæsilegur kassi sem inniheldur meðal annars sjaldgæft og áður óútgefið efni.
Hljómsveitin hefur undanfarin ár undirbúið útgáfuna og farið í gegnum gamalt efni og fundust í því ferli meðal annars demó og lög sem ekki rötuðu á plötuna á sínum tíma, og sem liðsmenn höfðu meðal annars gleymt að væri til.
Í þessari útgáfu er að finna 7 vinylplötur, 84 bls. bók og 4 geisladiska. Þess má geta að fyrstu 1999 eintökin af kassanum verða númeruð.
Útgáfudagur er 21. júní en hægt verður að panta eintak núna á www.sigurros.com