Á réttri leið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. mars 2019 08:15 Þjóðkirkjan með biskup Íslands í fararbroddi liggur nú sem oftar undir allnokkru ámæli fyrir að framfylgja í verki kenningu Krists um mikilvægi þess að sýna náungakærleik. Þessi gagnrýni kemur aðallega frá fólki sem telur sig vera sannkristið en virðist þó engan veginn skilja kristinn boðskap, allavega leggur það ansi lítið upp úr því að flóttafólki sem sannarlega býr við mikla neyð sé rétt hjálparhönd. Gagnrýnin á þjóðkirkjuna kemur meira að segja úr þinghúsinu, en einn þingmanna Miðflokksins, Ólafur Ísleifsson, kallaði Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“, vegna þess að hælisleitendum var hleypt þar inn til að fara á salerni. Þingmaðurinn sló ekki í gegn á vinnustaðnum með þessum ummælum sínum því félagar hans á þingi andvörpuðu yfir orðum hans og einhverjir gerðu hróp að honum. Ólíklegt er þó að þingmaðurinn hafi séð að sér, eins og honum hefði sæmt best. Á dögunum stóð biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, að eigin sögn álengdar á Austurvelli meðan á einum mótmælafundi hælisleitenda stóð „til að sýna hælisleitendum að mér og kirkjunni er ekki sama um fólk í neyð“. Skilaboð biskups eru skýr, henni er, sem æðsta fulltrúa þjóðkirkjunnar, umhugað um hælisleitendur. Vart verður sagt að andúð í garð flóttamanna og hælisleitenda sé grasserandi hér á landi, en hér finnst þó fólk sem lítur á þessa einstaklinga, sem sannarlega búa við neyð, eins og séu þeir óværa sem þurfi með öllum ráðum að losna við. Dæmi eru um fólk sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni vegna þess sem því finnst vera dekur kirkjunnar við hælisleitendur. Sök kirkjunnar er þó ekki önnur en sú að taka afstöðu með þeim sem standa höllum fæti. Nokkuð sem allir ættu að gera enda mikilvægur hluti af því að vera siðuð manneskja. Sá hópur, sem stöðugt amast við komu hælisleitenda hingað til lands, hefur örugglega sopið hveljur þegar fyrr í þessari vikur fréttist af fundi biskups með fulltrúum Evrópuráðs múslima. Fundurinn telst til tíðinda því Agnes Sigurðardóttir er fyrsti biskup Íslands sem heimsækir mosku hér á landi. Það mun vafalaust kalla yfir hana enn frekari fordæmingu frá þeim hópi Íslendinga sem hatast við múslima, telja þá ógn við vestræn samfélög, og óttast ekkert meir en að þeir fylli landið og fjölgi sér. Biskup Íslands og þjóðkirkjan hafa tekið mikilvæga afstöðu með flóttamönnum og hælisleitendum, fólki sem hefur upplifað skelfilega hluti og þráir ekkert meir en að eiga öruggan samastað. Það er sorglegt til þess að vita að hér á landi fyrirfinnst fólk sem hefur engan áhuga á að greiða götu þeirra sem svo sannarlega þurfa á aðstoð að halda. Eina framlag þessara einstaklinga eru ummæli sem lýsa skelfilegum skorti á samkennd og eru á skjön við þá kristilegu hugmyndafræði sem þeir vilja þó kenna sig við. Sumt sem þeir láta út úr sér verður engan veginn flokkað öðruvísi en sem hatursfull ummæli. Það er þjóðkirkjunni til sóma að hafa tekið afdráttarlausa afstöðu gegn hatri og fordómum þessa hóps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Þjóðkirkjan með biskup Íslands í fararbroddi liggur nú sem oftar undir allnokkru ámæli fyrir að framfylgja í verki kenningu Krists um mikilvægi þess að sýna náungakærleik. Þessi gagnrýni kemur aðallega frá fólki sem telur sig vera sannkristið en virðist þó engan veginn skilja kristinn boðskap, allavega leggur það ansi lítið upp úr því að flóttafólki sem sannarlega býr við mikla neyð sé rétt hjálparhönd. Gagnrýnin á þjóðkirkjuna kemur meira að segja úr þinghúsinu, en einn þingmanna Miðflokksins, Ólafur Ísleifsson, kallaði Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“, vegna þess að hælisleitendum var hleypt þar inn til að fara á salerni. Þingmaðurinn sló ekki í gegn á vinnustaðnum með þessum ummælum sínum því félagar hans á þingi andvörpuðu yfir orðum hans og einhverjir gerðu hróp að honum. Ólíklegt er þó að þingmaðurinn hafi séð að sér, eins og honum hefði sæmt best. Á dögunum stóð biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, að eigin sögn álengdar á Austurvelli meðan á einum mótmælafundi hælisleitenda stóð „til að sýna hælisleitendum að mér og kirkjunni er ekki sama um fólk í neyð“. Skilaboð biskups eru skýr, henni er, sem æðsta fulltrúa þjóðkirkjunnar, umhugað um hælisleitendur. Vart verður sagt að andúð í garð flóttamanna og hælisleitenda sé grasserandi hér á landi, en hér finnst þó fólk sem lítur á þessa einstaklinga, sem sannarlega búa við neyð, eins og séu þeir óværa sem þurfi með öllum ráðum að losna við. Dæmi eru um fólk sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni vegna þess sem því finnst vera dekur kirkjunnar við hælisleitendur. Sök kirkjunnar er þó ekki önnur en sú að taka afstöðu með þeim sem standa höllum fæti. Nokkuð sem allir ættu að gera enda mikilvægur hluti af því að vera siðuð manneskja. Sá hópur, sem stöðugt amast við komu hælisleitenda hingað til lands, hefur örugglega sopið hveljur þegar fyrr í þessari vikur fréttist af fundi biskups með fulltrúum Evrópuráðs múslima. Fundurinn telst til tíðinda því Agnes Sigurðardóttir er fyrsti biskup Íslands sem heimsækir mosku hér á landi. Það mun vafalaust kalla yfir hana enn frekari fordæmingu frá þeim hópi Íslendinga sem hatast við múslima, telja þá ógn við vestræn samfélög, og óttast ekkert meir en að þeir fylli landið og fjölgi sér. Biskup Íslands og þjóðkirkjan hafa tekið mikilvæga afstöðu með flóttamönnum og hælisleitendum, fólki sem hefur upplifað skelfilega hluti og þráir ekkert meir en að eiga öruggan samastað. Það er sorglegt til þess að vita að hér á landi fyrirfinnst fólk sem hefur engan áhuga á að greiða götu þeirra sem svo sannarlega þurfa á aðstoð að halda. Eina framlag þessara einstaklinga eru ummæli sem lýsa skelfilegum skorti á samkennd og eru á skjön við þá kristilegu hugmyndafræði sem þeir vilja þó kenna sig við. Sumt sem þeir láta út úr sér verður engan veginn flokkað öðruvísi en sem hatursfull ummæli. Það er þjóðkirkjunni til sóma að hafa tekið afdráttarlausa afstöðu gegn hatri og fordómum þessa hóps.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun