Nú þegar vetrarútsölum er lokið hefur verð á fötum og skóm hækkað um 9,5 prósent í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni.
Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í mars hækkaði um 0,52 prósent frá fyrra mánuði og er hækkun á verði á fötum og skóm sá liður sem hafði mest áhrif á vísitöluhækkunina.
„Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,9% en vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 2,4%,“ segir á vef Hagstofunnar.
